Fermingarveisla Galore - Villi Bjarki fermist - seišandi Minestrone sśpa meš pestó, dįsamlegir heitir réttir, ljśffengir ostar, brauš og braušsalöt handa vinum og vandamönnum

 

Sonur minn, Vilhjįlmur Bjarki fermdist borgaralega nś um helgina. Hann hefur tekiš nįmskeiš į vegum Sišmenntar og kunni vel viš žį fręšslu sem žar var veitt. Žaš var gaman aš sjį hversu stór hópur valdi aš ferma sig į žennan hįtt nś ķ įr. Sjįlfur valdi ég aš ferma mig ekki žegar ég var tįningur žar sem ég hef aldrei veriš trśašur mašur, ég er ekki einu sinni skķršur. Ég hefši sosum geta fermt mig borgaralega į sķnum tķma - en žį var sś ferming į sķnu fyrsta įri. En ég valdi aš sitja į hlišarlķnunni og hef ekki séš eftir žvķ. 

 

 

Frumburšurinn minn, Valdķs Eik, er lķka ófermd en viš bjuggum ķ Svķžjóš į žeim tķma og žar er ferming ekkert fyrirbęri į mešal unglinga og žvķ fór žetta eiginlega bara framhjį henni og okkur. En Villa langaši til aš fermast og fannst borgaraleg ferming vera spennandi. Og žaš var sannarlega gaman aš safna fjölskyldunni saman og fagna meš žessum unga og dįsamlega manni. Viš hjónin erum svo einlęglega stolt af syni okkar - hann er hlżr, greindur og góšur ungur mašur. 

 

Fermingarveisla Galore - Villi Bjarki fermist - seišandi Minestrone sśpa meš pestó, dįsamlegir heitir réttir, ljśffengir ostar, brauš og braušsalöt handa vinum og vandamönnum

 

Hann fékk sjįlfur aš velja matsešilinn. Hann vildi hafa hįdeigisverš meš sśpu og brauši fyrir ęttmenni og vini. Viš ręddum lengi um hvaša sśpu hann myndi vilja hafa į bošstólum - og śr varš minestrone sśpa sem er ķ miklu uppįhaldi hjį honum. 

 

Minestrone meš pestó handa 60 manns

 

5 stórar gulrętur

6 sellerķsstangir

3 laukar

10 hvķtlauksrif

6 lįrvišarlauf

15 l vatn

1 flaska hvķtvķn

20 kjśklingateningar

1,5 kg pasta

6 litlar paprķkur

8 tómatar

6 greinar rósmarķn

handfylli basil og steinselja

salt og pipar

 

 

Allar góšar sśpur byrja į mirepoix - gulrótum, sellerķ og lauk sem er steikt ķ jómfrśarolķu. Ég bęti alltaf viš hvķtlauk, žar sem ég er forfallinn hvķtlauksfķkill. Gręnmetiš er steikt žangaš til aš žaš mżkist vel og žį er heilli flösku af góšu hvķtvini bętt saman viš og sošiš nišur um helming žannig aš allt įfengi sjóši upp. 

 

 

Ég śtbjó stóran kryddvöndul sem ég lagši ofan ķ pottinn og bętti svo vatninu og kraftinum saman viš. Žetta fékk aš krauma ķ nokkrar klukkustundir. Saltaš og pipraš. 

 

 

Ég fékk góša ašstoš frį foreldrum mķnum og bróšur, sem skįru nišur tómatana og paprķkurnar sem var bętt śtķ į sķšasta klukkutķmanum. Žegar 15 mķnśtur voru eftir af eldunartķmanum bęttum viš pastanu saman viš. 

 

Viš vorum meš ljśffengt pestó frį Rustichella sem viš hresstum ašeins viš meš nżrri basilķku, meiri parmaosti og žynntum ašeins śt meš meiri jómfrśarolķu. 

 

 

 Sśpan heppnašist einstaklega vel og Villi var einkar įnęgšur meš nišurstöšunar.

 

Viš geršum einnig fjóra stóra heita rétti. Allir voru žeir ólķkir. Žaš veršur nś aš vera smį fjölbreyttni ķ žessu. 

 

 

Pabbi śtbjó magnaša hvķtlauksolķu sem viš notušum til aš pensla allar ofnskśffurnar. 

 

 

Ég skrįši ekki nįkvęmlega hjį mér hversu mikiš fór ķ hverja ofnskśffu. Ķ fyrstu fór sirka 500 g af steiktu beikonkurli, fullt af smįtt skorinni paprķku, gullostur ķ nęfuržunnum sneišum og svo rifinn ostur og eitthvaš af rifinni steinselju. Helltum svo blöndu af 15 eggjum og 500 ml af rjóma, sem hafši veriš söltuš og pipruš, ķ hvert fat. Og aš sjįlfsögšu brauš - fyrst sneišar nešst - en svo fullt af nišurrifnu brauši ofan į.

 

 

Bakaš ķ 200 grįšu heitum ofni žangaš til aš osturinn varš gullinn.

 

 

Ķ nęstu skśffu fór svo gróft brauš, einn stór haus af sperilkįli, muldar valhnetur og mangóchutney. Lögšum svo yfir žunnar sneišar af Stóra Dķmon og rifinn ost. Settum įlķka magn af eggja- og rjómablöndu.

 

 

Bakaš ķ 200 grįšu heitum ofni žangaš til aš osturinn varš gullinn.

 

 

Žessi er svo alger klassķk. Skinka, aspas śr dós og camenbert ķ žunnum sneišum. Eggja- og rjómablanda lķkt og įšur og svo rifinn ostur. Og muna aš bleyta braušiš śr safanum śr dósinni!

 

 

Bakaš ķ 200 grįšu heitum ofni žangaš til aš osturinn varš gullinn. Sęlgęti.

 

 

Žessi var lķka alveg frįbęr. Pepperóni, skinka og svo hvķtlaukssteiktir sveppir. Höfšingi ķ žunnum sneišum og svo rifinn ostur. Jafnmikiš af rjóma og eggjablöndu.

 

 

Bakaš ķ 200 grįšu heitum ofni žangaš til aš osturinn varš gullinn. Ótrślega ljśffengt.

 

Viš bušum einnig upp į salöt meš braušinu sem viš keyptum ķ Brauš&Co. 

 

 

Bróšir minn sį um tśnfiskssalatiš. Sex dósir af tśnfiski ķ vatni žeytt saman meš įtta sošnum eggjum, fullt af majónesi og svo smįtt skornum vorlauk og hįlfum raušlauk. Saltaš og pipraš.

 

 

Fašir minn į svo heišurinn af žessu rękjusalati. Eitt kķló af rękjum og įtta sošin eggjum, fjórar smįtt skornar paprķkur, hįlfur raušlaukur, nóg af majónesi og handfylli af steinselju. Saltaš og pipraš. 

 

 

 

Žaš var eiginlega žessi réttur sem sló ķ gegn. Heill risavaxinn ostur, Stóra Dķmon var pakkaš inn ķ smjördeig (notaši tvo pakka af upprśllušu smjördeigi). Amma Habbż fékk svo žaš hlutverk aš skreyta ostinn. Svo var hann penslašur meš eggjablöndu. 

 

 

Hann var svo bakašur viš 200 grįšur ķ 35 mķnśtur žangaš til aš deigiš var oršiš gulliš aš utan. Žessi var boršašur upp til agna! 

 

 

Viš höfšum einnig ašra osta į bošstólunum. Stóran Gullost. Klassķk.

 

 

Žį bįrum viš einnig fram stóran Höfšingja og ašra osta, vķnber, żmsar sultur og fjölbreytt śrval af nišursneiddum pylsum śr żmsum įttum. 

 

 

Til hamingju meš daginn žinn, elsku sonurinn okkar - Vilhjįlmur Bjarki. 

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband