Spennandi innbakað spaghetti með skelfiski (alla frutta di mare), heimagert baguette og ljúffengt hvítvín

hráefniðÞetta er framhald af síðustu færslu. Ekkert að því að því að kljúfa þetta niður. Sérstaklega eftir svona matarboð og maður er búinn að verja góðum tíma í að skipuleggja þetta. Aðalrétturinn átti að vera áhugavert framhald af forréttinum og mig langaði til að hafa þetta á sömu nótunum. Mig langaði mikið til þess að elda meira sjávarfang. Ég var búinn að vera að hugsa um að gera eitthvað á þessum nótum lengi. Svo er líka í raun sáraeinföld eldamennska - bara að leyfa góðu hráefni að njóta sín. Og reyna að bera það fallega fram.

matreiðslubókÉg sá þessa uppskrift fyrst í einni af mínum fyrstu matreiðslubókum. Hana eignaðist ég eftir að hafa setið hjá Rakel og Zúnka vinum okkar í matarboði þegar þau bjuggu á Háteigsveginum - ætli það sé ekki fyrir rúmum tíu árum síðan. Þetta var nokkuð áður en ég var byrjaður að elda að einhverju ráði. Mér fannst þessi bók frábær. Sérstaklega að því leyti hvað hún var aðgengileg. Fyrst umfjöllun um hráefni, síðan voru uppskriftir settar þannig upp að auðvelt er að fylgja henni eftir. Ég set mynd úr bókinni hérna á síðuna mína til kynningar. Það gæti hreinlega verið að þessi bók hafi sett þetta allt af stað. Nokkru síðar fann ég bók eftir Jamie Oliver - The Naked Chef - þá fór ég á fullt. Ítölsk matargerð hefur í gegnum árin átt hug minn allan. Ég fór að sanka að mér fleiri góðum bókum. The Silver Spoon sem er ein frægasta bók ítalskrar matargerðar - mér skilst að húnopin sé núna komin út á íslensku. Það hefur ekki verið neitt smá verk að þýða - enda inniheldur bókin meira en tvöþúsund uppskriftir. Kosturinn við hana er sá að hún er byggð þannig upp að efninu er raðað upp eftir hráefnum. Ef maður er með aspas í hendinni þá flettir maður bara upp á aspas - og þá bíða manns uppskriftir í röðum. Mín uppáhalds ítalska matreiðslubók er þó eftir Giorgio Locatelli og heitir Made In Italy Food & Stories. Sú bók finnst mér vera alveg meiriháttar. Þar blandar höfundur saman sögum af matargerð bæði sagnfræðilegum og svo sjálfsævisögum - hvernig hinn og þessi réttur varð til, og hvernig hann hefur breyst eða fengið að haldast óbreyttur í meðförum kokksins. Frábær lesning. Næstum skyldueign fyrir áhugasama um ítalska matargerð. 

Ætli þetta sé ekki í annað sinn að ég reyni við þennan rétt. Síðast þegar ég gerði hann bjuggum við í Eskihlíðinni. Ætli ég hafi ekki verið Unni og Bjössa í mat. Ég man að mér fannst sósan sem ég gerði aðeins of sæt og jafnvel aðeins of þykk og að ég bakaði böggulinn aðeins of lengi. Mamma hefur áður gert uppskrift í líkingu við þessa sjá hér - heppnaðist virkilega vel hjá mömmu og því hafði ég ferska minningu af þessum rétti þegar ég lagði í að gera þennan.

Sjávarfangið keypti ég í City Cross - því miður frosið þar sem ferskur kræklingur var uppseldur en hann hafði verið auglýstur daginn áður. Var of seinn. Smáhumrana - kryftor - keypti ég einnig frosna en þeir munu hafa verið aldir í keri einhversstaðar í Svíþjóð - þótt hann sæki uppruna sinn til Austurlanda fjær. Rækjurnar voru í skelinni og munu hafa komið frá Noregi - Í flestum verslunum er hægt að kaupa frosnar rækjur í skelinni í lausu og á fremur hagkvæmu verði.

Spennandi innbakað spaghetti með sjávarfangi (alla frutta di mare), heimagert baguette og ljúffengt hvítvín

OMG

Ég bjó samt til tómatsósuna sem fór á spaghettiið nokkrum klukkustundum á undan og leyfði henni að sjóða vel niður - líklega um rúman helming - þannig verður hún þykk og kraftmikil. Fyrst var að gera sósuna. Fyrst skar ég niður smátt tvo skarlottulauka og fimm hvítlauksrif og steikti í blöndu af smjöri og olíu í nokkrar mínútur. Mikilvægt er að salta og pipra til að ná fram safanum úr laukunum. Næst 1-2 glös af hvítvíni og leyfði suðunni að koma upp.  Því næst setti ég tvær dósir af niðursoðnum tómötum og 800 ml fiskisoði. Saltað og piprað á nýjan leik. Þessu var svo leyft að sjóða af nokkrum krafti með lokið á. Bragðað til - saltað, piprað og smá sykur til að vinna á móti tómötunum. Lokið tekið af og leyft að sjóða á lágum hita í nokkrar klukkustundir þar til það hafði helmingast í rúmmáli.

takk_fyrir_matinn.jpg

heimagerðar baguetturMeð matnum bar ég fram heimagert baguette - eiginlega alveg eins og ég var með í færslu hér fyrir skemmstu. Sett textann aftur hingað inn. Svona smá Copy/paste aðgerð. Gerði þetta eftir uppskrift sem ég hef oft sett hérna á netið. Pakki af geri er vakin í 250 ml ylvolgu vatni með 2 msk af strásykri. 600-700 ml hveiti sett í skál, smávegis af salti og 2-3 msk jómfrúarolía. Þessu svo blandað saman og hnoðað í nokkrar mínútur. Leyft að hefast í klukkustund, þá er það lamið niður og klipið úr því og mótað í falleg baguette og leyft að hefast að nýju. Penslað með eggjablöndu (eitt egg, skvetta af vatni - hrært saman). Skorið í brauðið til að gefa því fallega áferð þegar það bakast.

salati.jpgEinnig var ég með einfalt salat borið fram á flötum disk. Græn blönduð lauf, smátt skorin rauðlaukur, avakadó, vínber og feta ostur.

Með aðalréttinum drukkum við Fleur du Cap Chardonnay 2008, vín frá Suður Afríku. Þetta er bragðgott og frískandi hvítvín. Tónar af vanillu, ferskum ávexti og svo smjörkennt bragð sem oft einkennir Chardonnay vínin. Við vorum alls ekki svikinn af þessari flösku. Gaman líka hversu ólík vínin voru - Montes Sauvignion blanc og svo þetta. Mér fannst vínið passa stórvel með þessum rétt.

Í desert var ég með jarðarberjakrumbl - þetta er sama uppskrift og ég var með í Mogganum einhverntíma á frumbernsku þessarar heimasíðu. 250 gr af hveiti, 100 gr af dökkum Muscovado sykri, 50  gr af hvítum sykri, 100 gr af smjöri, 1 tsk vanilludropar og 50 ml af mjólk var blandað saman í hrærivél. 350 gr  (1 1/2 box) jarðaberjum, skorinn í tvennt, og 150 gr af bláberjum (1 box) er blandað saman. Berin eru þvegin og lögð blaut í eldfast mót og sykruð með smá hvítum sykri. Bakað í 190 gráðu heitum ofni í 10 mínútur.  Þá eru þau tekin út og flutt yfir í minni eldföst mót (1 á mann) og deiginu sáldrað yfir. Bakað aftur í um 10 mínútur eða þar deigið er orðið fallega gullið. Borið fram með vanilluís.

jarðarberjakrumbl

 


Ljúffengur forréttur í fyrsta matarboðinu í nýja húsinu; snöggsteikt hörpuskel með Chorizopylsu og avocadomauki og hvítvínsglasi

marinerig.jpgVið vorum með góða gesti í mat síðastliðið laugardagskvöld. Það verður að segjast að þetta var svona fyrsta formlega matarboðið í nýja húsinu. Foreldrar mínir og bróðir mega ekki móðgast við þessa fullyrðingu. Það er aðeins öðruvísi að bjóða vinum í mat en vandamönnum - þó eru báðir frábærir gestir.

Við fengum nokkra nágranna okkar í mat. Jónas, Hrund og Guðrún, mamma Hrundar, úr Pukgranden 5, chorizo.jpgÞórir og Signý Vala, sem flytjast í apríl í sjöuna,  komu í þríréttað og svo komu Elva og Gummi úr Pukgranden 3 og Jón Þorkell og Álfa úr fjörutíuogsexunni í desert. Þetta var gott kvöld. Skálað í brennivíni í byrjun eins og góðum Íslendingum sæmir og svo haldið áfram fram eftir nóttu.

Ég er mikill aðdáandi hörpuskeljar. Það verður að segjast að það er næstum því mitt uppáhalds sjávarfang. Fátt finnst mér flottara en risahörpuskel. Það kemur fiskbíll reglulega til Lundar með fisk frá Íslandi og síðan annar með fisk frá Noregi. Við höfðum misst af þeim íslenska en náðum bílnum frá frændum okkar í Noregi. Keyptum þorsk, ýsu, regnbogasilung og þessa geysistóru risahörpuskel. Ég varð hreinlega spenntur þegar ég sá pakkninguna.

a_lei_a_bor_i.jpgÉg hef nokkrum sinnum bloggað um hörpuskel. Ein af mínum uppáhalds er hörpuskel vafinn  serranoskinku með heslihnetu og kóríandersmjöri (sjá; hér), svo gerði ég einhvern tíma smjörsteikta hörpuskel með flamberuðum jarðarberjum og balsamikkremi (sjá hér; ). Í heimsókn hjá vinum í Danmörku síðastliðið haust gerðum ég og húsráðandi saman Spaghetti Nero með hörpuskel og chilli ( sjá þessa færslu). Það eru öruggulega einhvejar fleiri - hægt að leita í gegnum google með því að skrifa hörpuskel site;ragnarfreyr.blog.is - þá fær maður lista yfir allt sem varðar hörpuskel. 

Ljúffengur forréttur í fyrsta matarboðinu í nýja húsinu; snöggsteikt hörpuskel með Chorizopylsu og avocadomauki og hvítvínsglasi

komi_a_bor_i.jpgÉg fór til slátrarans í Saluhallen og keypti nokkrar pylsur sem hann gerir sjálfur. Hef prófað þær áður í öðrum rétti og þær eru alveg frábærar. Skar þær niður í feitar sneiðar og steikti á pönnu þar til stökkar og fallegar. Lagði þær á disk - með nokkrum grænum laufum á meðan ég kláraði hörpuskelina. Hörpuskelin hafði fengið að liggja í nokkrum matskeiðum af jómfrúarolíu, sítrónusafa, chilli og salti og pipar í nokkrar mínútur áður henni var skellt á heita pönnu og steikt á hvorri hlið í stutta stund. Hörpuskelin var svo lögð ofan á steikta pylsuna og í lokin var sett ein teskeið af heimagerðu guacamole sem ég hafði gert fyrr um daginn. 

Þrjú þroskuð lítil avakadó, einn lítil laukur, tvö hvítlauksrif, 1 stór tómatur, handfylli af fersku kóríander, smá rauður chillipipar, salt, pipar, jómfrúarolía er sett í matvinnsluvél og maukað saman. Oft þarf að bæta við einu og öðru til að ná balans. Það byggir allt á persónulegu mati kokksins (á það ekki við alla eldamennsku).

Með forréttinum drukkum við Montes Sauvignion Blanc 2008 sem er ljúffengt og brakandi ferskt hvítvín. Þetta er vín frá Leyda dalnum í Chile. Ávaxtaríkt, jafnvel dálítið sætt en samt létt hvítvín, engin eikarkeimur enda kemur þetta vín hvergi í snertingu við tunnu að mér skilst. Ég bar það fram beint úr kælinum þannig að það væri vel kalt til að spila aðeins á móti hitanum í pylsunni og chillinu sem var í marineringunni. 

Gestirnir virtust ánægðir og það var ég líka. Bon appetit.

 naermynd_818973.jpg


Pottþétt Penne með reyktum laxi, kapers og rauðlauk og heimagerðu baguette

trén í DisentisÞennan rétt eldaði ég á laugardaginn var þegar við snérum heim til Lundar frá Sviss. Þetta var langur dagur. Vöknuðum um sex um morguninn og tókum okkur til. Ég hafði undirbúið morgunverðinn daginn áður, smurt samlokur og pakkað niður nokkrum drykkjum og ávöxtum. Þannig gátum við sofið aðeins lengur og í staðinn snætt morgunmatinn í lestinni frá Disentis. Þetta gekk allt stóráfallalaust fyrir sig nema hvað ég flaug niður tröppurnar á leiðinni útí í leigubilinn í eina hálkublettinum sem fannst á tröppunni. Lennti illilega á bakinu og úr mér allur vindur. Og í mér virðist nægur vindur. En hvað segja menn -  fall er fararheill.

Fórum með lest frá Disentis til Chur - Alparnir skörtuðu sínu fegursta þennan morgun - glampandi sól og hvassir tindar. Í Chur var skipt um lest og ekið til Zurich meðal annars meðfram Zurichvatninu, þaðan til aðallestarstöðvarinnar í Zurich. Þar var skipt aftur um lest og út á flugstöð. Flogið til Köben og svo þaðan með lest til Lundar. 7 farþegar með 14 töskur. Gott að koma heim.

Okkur langaði öll í eitthvað gott að borða. Bróðir minn var búinn að vera tala um reyktan lax alla ferðina. Ég vildi eitthvað fljótlegt ... pasta. Það tók ekki langan tíma að leggja línurnar. Kjartan og ég fórum að versla. Hentum í brauð ... og úr varð ljúf kvöldstund. Allir þreyttir eftir langan dag en líka saddir og sælir.

gúmmelade í skálPottþétt Penne með reyktum laxi, creme fraiche, kapers og rauðlauk og heimagerðu baguette

Þrjú hvítlauksrif voru skorin í næfurþunnar skífur og steikt með einum smátt skornum rauðlauk upp úr nokkrum matskeiðum af jómfrúarolíu. Þá er tveimur dósum af  creme fraiche 15% bætt á pönnuna og einnig þremur matskeiðum af kapers. Þvínæst tveim matskeiðum af rjómaosti, salt, pipar, handfylli af smátt skorinni steinselju. Svo safi úr hálfri sítrónu, 1-2 tsk af strásykri. Ég keypti eldislax - 400 gr - norskan og afar ljúffengan. Spaghetti var soðið samkvæmt leiðbeiningum í miklu söltuðu vatni. Þegar það var al dente var vatninu hellt frá, sósunni blandað saman við og þá laxinum sem hafði verið skorinn niður í strimla. Skreytt með ferskri steinselju.

baguetteGerði heimagert baguette. Gerði þetta eftir uppskrift sem ég hef oft sett hérna á netið. Pakki af geri er vakin í 250 ml ylvolgu vatni með 2 msk af strásykri. 600-700 ml hveiti sett í skál, smávegis af salti og 2-3 msk jómfrúarolía. Þessu svo blandað saman og hnoðað í nokkrar mínútur. Leyft að hefast í klukkustund, þá er það lamið niður og klipið úr því og mótað í falleg baguette og leyft að hefast að nýju. Penslað með eggjablöndu (eitt egg, skvetta af vatni - hrært saman). Skorið í brauðið til að gefa því fallega áferð þegar það bakast.

drosdyMeð matnum drukkum við það sem var til ísskápnum. Við hjónin eigum venjulega alltaf til búkollu í ísskápnum. Fleiri og fleiri framleiðendur eru farnir að selja vínin sín í þessum pakkningum. Hentugt og ódýrt. Úrvalið í Systembolaget er talvert minna en maður á að venjast hjá ÁTVR. Við erum búin að prófa nokkrar hvítvínsbúkollur og sjálfum finnst mér best að eiga Chardonnay - það er auðvelt að gera þetta vín vel. Ég átti Drostdy-Hof Chardonnay Voigner 2008 sem er frá Suður Afríku og fékk ágætisdóma sem bestu kaupin í búkollum í Aftonbladet.se. Ég er sammála þeim að þetta er prýðisgott vín. Þetta er létt hvítvín, smá kryddað og með keim af sætum ávexti.

Bon appetit.

on plate


Gómsæt nautakássa nautabanans með macaronade, parmaosti og ljúffengu rauðvíni

nautabanaundirbuningur.jpgEins og kom fram í síðustu örfærslu fórum við stórfjölskyldan til Svissnesku alpanna í síðustu viku. Við dvöldum í Disentis, sem er fallegur lítill bær í efri Rínardal. Gríðarlega fallegt umhverfi, djúpir dalir umluktir háum snæviþöktum tindum. Og það snjóaði ... og það snjóaði. Fyrsta daginn var sólskin en síðan snjóaði stanslaust í fjóra daga. Og ég er ekki að kvarta. Við skíðuðum í púðursnjó nær allan tímann. Fór nokkrum sinnum utanbrautar með vini okkar, þrælvönum þessu svæði. Stórkostlegt að skíða í mjaðmadjúpum snjó niður rúma 1600 hundruð metra milli hárra grenitrjáa. 

 

Við elduðum góðan mat þessa viku. Við komum inn seint á laugardagskvöldinu og fengum létta máltíð, brauð, osta, salami og kalt öl. Á sunnudagskvöldinu eldaði vinur okkar Benni Edelstein og ég pasta með kraftmikilli knautabanaundirbuningur2_813157.jpgjötsósu gerða úr nautahakki, tómötum og fleiru. Á mánudagskvöldinu sáum ég og faðir minn um matinn og gerðum Tempura - þríréttað; fyrst grænmeti svo rækjur í lokin nautakjöt, borið fram með hrísgrjónum og "dipping" sósum. Á þriðjudeginum var svo afgangakvöld þar sem enginn okkar var nógu sleipur að meta magnið á réttan máta - þarna breyttum við tempura í nautarétt með lauk og papriku, steiktum gómsætt hrísgrjónasalat, afgangurinn af pastanu var breytt í gratín og svo bakaði ég polentabrauð með. Daginn eftir sá Monica Edelstein um matinn og bar fram hefðbundið svissneskt góðgæti - raclette; kartöflur, sveppi, salami, skinku og margt fleira; allt eldað undir grilli þar sem ákveðinn svissneskur ostur leikur aðalhlutverk. Ég bakaði flatbrauð með matnum. Á fimmtudagskvöldinu sló bróðir minn svo í gegn með þessari máltíð sem ég blogga um hér, eiginlega sér bróðir minn að mestu um færsluna - svona sem gestakokkur á blogginu - Nautakássa Nautabanans - mögnuð. Síðasta kvöldið bakaði ég  kjúkling með 40 hvítlauksrifjum. Reyndar gerði ég fimm kjúklinga með rúmum eitt hundrað hvítlauksrifjum - þetta var borið fram með baguette og soðsósu undan kjúklingnum - ég hef áður bloggað um þennan rétt (sjá; http://ragnarfreyr.blog.is/blog/ragnarfreyr/entry/572405/) 

Og núna tekur Kjartan bróðir við færslunni;nautabani_i_potti.jpg

Nautakássa nautabanans eins og við höfum þýtt úr ensku (Bullfighters Beefstew er þessi uppskrift kölluð af Rick Stein - þaðan sem hugmyndin er sprottinn og er hægt að finna í bók hans French Odissey). Þetta er saðsöm, lystug og bragmikil kjötkássa. Tilvalin fyrir stórt matarboð, sérstaklega á fannasömu, köldu vetrarkvöldi (sakar ekki að það á sér stað í svissnesku ölpunum). Blandan af rauðvíni, negul og kanil skapar einstakan ilm sem gefur kássunni miðausturlenskan blæ. Hægt er að bæta við því grænmeti sem hver hefur áhuga á án þess að hrófla mikið við bragðinu sem einkennir kássuna. Uppskriftin sem hér er blogguð hefur tekið nokkrum breytingum, sem felst einna helst í viðbættu grænmeti, án þess þó að hverfa frá þeim grundvelli sem gerir kássuna að nautakássu nautabanans.

Gómsæt nautakássa nautabanans með macaronade, parmaosti og ljúffengu rauðvíni

Uppskriftin sem fylgir ætti að duga fyrir átta eða jafnvel fleiri (alltaf má bæta í meðlætið eða bjóða upp á brauðhleif með). 1,5 kg af góðu nautakjöti (eða gúllasi) er skorið niður í munnbita og steikt ásamt tveimur laukum og 6 smáttskornum hvítlauksrifjum á vægum hita eða þar til kjötið er brúnað á hverri hlið. Á meðan steikingu stendur er 7,5 kanil, nautakrafti, salti og pipar og 6 negulnöglum bætt ofan í pottinn. Að því loknu (eða þegar kanil/negul lyktin hefur blossað upp) er 750 ml af rauðvíni bætt ofan í. 2 lárviðarlauf, 2 greinar af fersku timían og rósmarín bætt ofan í. Eftir að kássunni hefur verið leyft að malla er síðan 2 sneiðaskornum gulrótum, 100 gr af svörtum, heilum og steinhreinsuðum ólífum, 2 smáttskornum vorlaukum og ca. hálfri rófu eða steinseljurót bætt ofan í. Áður en að kássan er borin fram er ca. 100 gr af parma skinku rifið yfir kássuna.

maceronade.jpgMeð matnum er borinn fram makkarónuréttur - makkarónur soðnar samkvæmt leiðbeiningum þar til al dente. Vatninu er síðan hellt frá, nokkrar ausur af kjötsósunni hellt yfir og svo er raspað ríkulega af parmaosti yfir (ég skrifa parmaostur fyrir hann föður minn sem er í krossför gegn orðinu parmesan - sem er sennilega komið úr frönsku. Hann berst öttullega fyrir því að þýða þetta yfir á okkar ylhýra móðurmál, parmaost eftir borginni eða bara nota upprunalega orðið parmigiano ost - hann tekur engum sönsum með þetta - meira að segja þrátt fyrir að orðin parmigiano og parmesan séy lögvernduð orð í Evrópu og eiga bara við ost uppruninn frá Parma). Hvað um það. Góður er hann - bæði pabbi og osturinn.

vini_me_matnum-1.jpgMeð matnum drukkum við Peter Lehmann Wild Card Shiraz frá því 2006 sem ég keypti í COOPinu í Disentis. Innflutt vín eru talsvert ódýrari en svissnesk (Sviss er ótrúlega dýrt land!!!) og að auki hafa Peter Lehmann vín verið lengi í uppáhaldi hjá mér. Þetta er gott Shiraz, dimmrautt og ilmar af sætum ávexti. Bragðið er ávaxtaríkt og fyllir munninn - dáldið tannín í lokin. Gott vín og á góðu verði - allavega í Disentis - þar sem allt annað kostaði hönd og fót og jafnvel eitt nýra.

Bon appetit. 

 nautabaninnbuinn.jpg

 


Stutt frí á síðunni - svissnesku alparnir kalla

Við höfðum ákveðið að fara í frí til Svissnesku alpanna að hitta vinafólk okkar. Gengið hafði verið frá flugi og íbúð leigð áður en allt fór suður til.... allavega skelltum við okkur til Disentis í Efri Rínardalnum. Vá. Þetta er paradís fyrir skíðafólk - þekkt fyrir utanbrautarskíðamennsku. Netsamband þó frumstætt, og því erfitt að blogga reglubundið eins og planið var að gera. Við erum nefnilega búin að elda góðan mat. Reyni að gera þessu góð skil þegar heim verður komið næsta laugardag.


Stórgóður sunnudagsmorgunverður í nýja húsinu; Amerískar pönnukökur og egg's Ragnarict

matrei_slubaekur.jpgVið erum búinn að búa í nýja húsinu í Annehem í rúma viku. Okkur hefur liðið vel. En það er búið að vera mikið af gera. Setja saman húsgögn - bæði gömul og ný - ég hugsa að ég myndi setja hraðamet í samsetningu IKEA húsgagna um þessar mundir, raða upp úr kössum - komum með 75 kassa til Svíþjóðar, taka til, taka til, taka svo til og síðan fara með í endurvinnsluna. Það er þvílíkt farganið af pappa sem fellur til við svona flutninga. Manni blöskrar hreinlega. Það mætti kalla einn svona flutning nánast náttúruhamfarir. Það eru allir á fullu í kringum okkur. Alls voru sex hús afhent síðast liðin föstudag. Þar af fimm íslenskar fjölskyldur. Hér var einn íslenskur kollegi fyrir og ein bíður eftir að fá afhent í apríl. Þannig að við verðum sjö íslenskar læknafjölskyldur hérna á einum reit. Hálfkjánalegt, en á sama tíma huggulegt að þekkja alla nágrannana sína. Og þekkja þá vel...af þessum sjö, vorum við fjórir saman í bekk og höfum fylgst að í deildinni síðan 1998. Ein útskrifaðist árinu á undan og einn á eftir. Við höfum varpað því fram að breyta nafninu á götunni - Pukgranden - í Aðalstræti, það væri sennilega hægt enda fáir Svíar hérna til þess að mótmæla.

Tengdamóðir mín kom til okkar á fimmtudaginn og er búinn að vera fjandi dugleg að hjálpa til. Við erum svona að leggja lokahönd á þetta. Aðeins nokkrir kassar eftir, gluggatjöld á neðri hæðina og einstaka ljós sem á eftir að klára. Ætli við náum ekki að slútta þessu í vikunni. Það er mikilvægt að reyna að gera þetta allt strax annars er hætt við því að maður láti þetta danka alltof lengi. Ég setti aldrei upp ljós í eldhúsinu í Skaftahlíðinni - ekki í fjögur ár - hætti bara að taka eftir því að það stóðu tveir kóngabláir feitar snúrur útúr loftdrottningin.jpginu. Maður verður alveg blindur á svona. 

Ég er ferlega ánægður með eldhúsið mitt. Ég reyndi lengi að fá þá hjá NCC til að setja gaseldunartæki í eldhúsið en það var ekki tauti við þá komið - það mátti ekki einu sinni hafa ekki neitt þannig að ég gæti sett gashellur - þannig að ég valdi spanhellur - fékk Ittala pottasett með...nánast gefins. Eldhúsið er að drukkna í pottum. Alltént - hafði ég bitið það í mig að vera með gas - enda vanur því - endaði með að kaupa eldvél frá SMEG sem var á útsölu í fallegri verslun fyrir utan Helsingborg. Þannig að núna er ég drukkna í eldunartækjum - ekki bara í pottum. 

Ég hef nefnt það í færslu áður að við erum búinn að gera það svona að hefð að gera pönnukökur á sunnudagsmorgnum. Börnin elska að byrja daginn með þessu - þeim finnst líka gaman að hjálpa til. Valdís er orðin ansi lunkin við þetta. Villi - duglegur að hræra. Efnileg börn, finnst mér! 

Ég keypti þessa koparpotta á markaði í Frakklandi í sumar. Þeir höfðu staðið inn í skáp í áraraðir og eftir því sem ég komst næst aldrei verið notaðir. Það þurfti smá vinnu að bóna þá upp aftur og hreinsa innan úr þeim. Mér finnst þeir vera fallegt skraut og svo eru þetta líka góðir pottar. Þungir og leiða vel hitann frá eldinum.

koparpottar.jpg

kjarnorkukljufurinn.jpg

Ákvað að skella inn mynd af því sem ég kem til með að kalla kjarnorkukljúfinn - þvílíkt og annað eins hvað spanhellur eru öflugar. Það kom mér á óvart að sjá hversu hraðar þær voru að hita upp vatn og svoleiðis - næstum eins og hraðsuðuketill. Ætli spanið verði ekki notað mest í það - sjóða pasta og kartöflur.

kaffibarinn.jpg

Kaffibarinn okkar. Höfum átt þessa prýðis góðu kaffivél lengi - keypti hana í einhverju brjálæði eftir næturvakt með dönskum kollega - Ulrik Overgaard sem ég vann með á sínum tíma á bráðamóttökunni í Fossvogi. Hann er mikill gourmet og kaffibrjálæðingur. Brennir sínar eigin baunir. Hann fluttist einnig í nágrennið og býr utan við Lund í fallegu húsi í Vallakra með eiginkonu sinni  Ingunni lækni og tveimur börnum þeirra. Hann lofaði mér einhvern tíma að kenna mér að brenna mitt eigið kaffi. Málverkið sem sést á myndinni gerði dóttir mín á námskeiði hjá Önnu Gunnlaugsdóttur frænku okkar og myndlistarkonu. 

 velkominn_a_barinn.jpg

Það sést nú ekki mikið í eyjuna hérna. Hún var keypt í IKEA - ekki frá Myresjökök. NCC verslar við myresjökök sem er sænskt fyrirtæki. Ég fékk tilboð frá þeim í eyjuna - hvílíkt okur. IKEA eyjan var 5 sinnum ódýrari. Ég fæ ekki séð að það sé mikill munur. Myresjökök virðist límt en IKEA skrúfað. En skúffusystemið er alveg það sama. Kannski endist IKEA eyjan eitthvað skemur!

Stórgóður sunnudagsmorgunverður í nýja húsinu; Amerískar pönnukökur og egg's Ragnarict

standandi_egg.jpgÞað eru nokkur atriði - kannski í raun eitt - sem mér finnst miklu máli skipta þegar maður er að gera amerískar pönnukökur. Það er að skilja hvíturnar frá eggjunum, rauðurnar fara beint ofan í deigið. En hvíturnar eru þeyttar þannig til þær hafa tvöfaldast. Þá er þeim bætt saman við - þannig fær maður loftkenndari pönnsur - sem drekka betur í sig sírópið. 

Uppskriftin breytist helgi frá helgi - allavega hlutföllin. Ég á erfitt með að segja til um magn af hverju hráefni. Kannski 2-3 bollar af hveiti, 1 tsk salt, 2 msk sykur, 1-2 tsk lyftiduft, 2-3 egg, 2 msk jómfrúarolía og svo mjólk bætt saman þangað til að maður er komin með þykkt deig - sem minnir á vöffludeig eða lummudeig - þykkt þannig að það lekur hægt af skeiðinni í þykkum gullnum taumi. Eins og ég nefndi áðan - eru eggjahvíturnar þeyttar með smá salti þangað til tvöfaldað og blandað varlega saman við deigið, ekki hræra harklega, bara "fold them inn".

Var að leika mér með myndavélina og prófa hvort að ég gæti myndað "flippið". Náðist að nokkru leiti. Börnunum mínum finnst þetta mikill hæfileiki!

 ponnsur.jpg

ponnsur_a_flugi.jpg

 ponnsur_lending.jpg

Þetta lennti á réttum stað!

ponnsur_a_disk.jpgSteiktar á pönnukökupönnu í stutta stund. Maður sér hvernig þær lyfta sér. Raðað á disk. Borið fram með góðu hlynsírópi eða lífrænu agave sírópi. Nammi namm. Ég fær mér reyndar alltaf með osti og einu eggi. Hver hefur sinn smekk.

Í gær var ég að lesa um Egg's Benedict í einni af matreiðslubókunum mínum. Þar raðar maður saman á skonsu góðu kanadísku backbone beikoni (þykkt og mikið beikon sem minnir helst á steik) eða þykkri skinkusneið, hleyptu eggi og svo hollandaise sósu ofan á. Ég gerði mína útgáfu þar sem ég átti afgang af entrecote nautasteikt frá því kvöldinu áður og svo ekta bernaisesósu (gerða frá grunni - sjá http://ragnarfreyr.blog.is/blog/ragnarfreyr/entry/595127/ - einnig er hægt að gera googleleit - bernaise site:ragnarfreyr.blog.is). Ristaði eina brauðsneið. Hitaði niðursneiddar kjötsneiðar á pönnu og raðaði þeim ofan á brauðsneiðina. Hitaði vatn í potti, þegar suðan kom upp lækkaði ég undir þannig að það sauð varlega. Skvetta af ediki og svo braut ég eitt egg útí. Mér skilst að edikið hjálpi egginu að halda sér saman í vatninu fremur en að dreifast um allt vatnið. Þetta var svo lagt ofan á kjötið og í lokin upphituð bernaise sósa frá kvöldinu áður. Skreytt með ferskri steinselju. Dásamlegt. Fær að heita Egg's Ragnarict í staðinn.

Bon appetit. 

 eggs_ragnarict.jpg


Kraftmiklar lambakjötbollur með matarmiklu fattoush salati, couscous og auðvitað góðu rauðvíni

hla_bor.jpgEldaði þetta prýðisgóða rétt á laugardagskvöldið núna fyrir að vera tveimur vikum síðan. Hef ekki verið frumlegur síðustu daga í eldhúsinu - en það er haldbær skýring á því. Og hún er góð. Við fluttum inn í nýja húsið okkar síðastliðin föstudag. Ég hef oft áður sagt frá húsinu okkar. Það er staðsett í Annehem hverfinu í norður hluta Lundar. Kannski í 10 mínútna hjólafjarlægð frá sjúkrahúsinu þar sem ég vinn. Leikskólinn hans Villa er í næstu götu og skólinn hennar Valdísar í nokkra mínútna göngufjarlægð. Snædís hefur hafið störf sem sálfræðingur Alviva í Lundi - fyrirtækjaheilsugæsla sem sinnir m.a. starfsmönnum Sony Ericsson. Og það er líka í nágrenninu.

Það var mikið að gera síðasta föstudag. Þá fengum við afhent húsið, nýja eldvél í eldhúsið, gáminn sem við fengum rúma klukkustund til að tæma. Vorum bara tvö framan af að fleygja úr gámnum inn í hús. Fengum í lokin góða aðstoð frá Áskeli, Hrund, Guðbjörgu tengdamóður hennar Elvu, allt nágrannar fattoush.jpgokkar eða tengd þeim til að hjálpa með stærstu mubblurnar. Við vorum alveg úrvinda eftir daginn. 

Ég hef aðeins náð að elda í nýja eldhúsinu - keyrði gamlar og góðar uppskriftir - sem ég hef áður sett hérna á vefinn; pasta með einfaldri tómatsósu, penne með reykt laxa karbónara, ofnbakaður kjúklingur með fullt af hvítlauk, entrecote með salsa og í kvöld grísakótelettur með steiktum sveppum og brie. Namminamm. En stefnan er sett hátt í nýja eldhúsinu - ég er með 2 ofna, 1 örbylgjuofn, 4 induction hellur og 6 gashellur - nóg af hnífum og allt til alls. Ég get ekki lýst því hvað hefur verið gaman að raða í eldhúsið - setja allt á sinn stað - raða upp matreiðslubókunum mínum.  Núna verður eldað.  Verð með myndasyrpu þegar allt er klárt.

lambabollur.jpgAlltént - tilbaka að verkefni dagsins. Ég er alltaf að verða hrifnari og hrifnari af mat frá miðausturlöndum nær. Það er eitthvað við bragðið af mat sem er innblásinn frá þessum heimshluta; lamb, kanil, kúmen, múskat, sítrónur borið fram með flatbrauði, baunum eða kúskús - eða bara einhverju öðru - eitthvað djúpt við þessa rétti sem kemur manni á óvart - og það finnst mér vera skemmtilegt.

 Kraftmiklar lambakjötbollur með matarmiklu fattoush salati, couscous og auðvitað góðu rauðvíni

Ég fann lambahakk í nærlægri verslun. Því miður ekki frá Íslandi - það verður þó að segjast að það var ekki auðvelt að nálgast lambahakk á Íslandi - ég var vanur að gera það sjálfur úr frampörtum sem ég keypti beint frá bónda. Allavega fékk ég lambahakk af Ný-Sjálensku lambi - það var ágætt jogurtsosa.jpgen ekki eins "gamey" og kraftmikið eins og íslenskt lamb. Setti 800 gr í skál, 1 smátt skorinn rauðlaukur, hálf teskeið af kúmeni, salt, smá chilliduft, pipar, olía, egg, smá brauðmylsna, kóríanderduft, smátt skorinn hvítlaukur. Öllu blandað vel saman og steikt á pönnu þar til var búið að loka því. Þá sett í eldfast mót og klárað í ofni í svona 20 mínútur við 200 gráður. Borið fram á beði af romaine salati, með smátt skorinni rauðri papriku ofan á ásamt flatlaufssteinselju.

Með lambabollunum var borin fram köld sósa; tyrknesk jógúrt, smátt skorinn agúrka, steinselja, salt, pipar, ferskur sítrónusafi, smá síróp - oft gert svona áður og passar með ótrúlega vel með svona mat. 

Með matnum var ég með fattoush salat. Þetta er salat fátæka mannsins þar sem hugmyndin er að endurnýta gamalt flatbrauð til að drýgja máltíðina. Ég átti ekkert gamalt brauð en hitaði tilbúið pitaflatbrauð í ofni sem ég síðan braut ofan í salatskál. Því næst gróft skorið Romaine salat, gróft skorna tómata, rauðlauk, papríku í nokkrum litum, ferskri steinselju og nokkrar radísur. Salatið er bragðbætt með dressingu úr nokkrum matskeiðum af jómfrúarolíu, sítrónusafa, 1 teskeið af sumac (fremur súrt krydd) og þurrkaðri myntu.

Með matnum var ég með cous cous - soðið samkvæmt leiðbeiningum og afar gott rauðvín. Peter Lehmann Barossa Shiraz frá því 2006. Þetta er ljúffengt ástralskt rauðvín - upprunið frá Barossa dalnum. Þetta er kraftmikið vín. Munnfyllir. Dökkt vín - sætur ávöxtur í nefinu og þykkt og ávaxtaríkt á bragðið. Gott vín. Fær góða dóma á vínáhugasíðum. 

 go_ur_diskur.jpg


Stórgott penne pasta með Chorizopylsu, sólþurrkuðum tómötum, rjómaosti og góðu rauðvíni

pylsur.jpgÞað styttist all verulega í að við fáum húsið. Vorum í svona "Visning" á föstudaginn, sem fólst í að sjálfstæður skoðandi fór yfir húsið. Kom með smávægilegar athugasemdir. Vonum að það verði ekkert meira en það. Verktakinn NCC sem byggði húsið hefur lent í vanda áður með hús í þessu hverfi - 2. september á síðasta ári var forsíðan á Sydsvenskan á þá veru að Annehem (hverfið okkar) væri dýrasti skandall í Svíþjóð í húsagerð  - ég fékk tak fyrir hjartað. Það kom á daginn að okkar hús er byggt með öðrum hætti - breytti því þó ekki að maður varð aðeins órólegur ... en þó - verktakanum til tekna hafa þeir gert við það sem útaf hefur brugðið. Vonum bara að okkar hús sé laust við galla svona að mestu.

Við fengum okkur gönguferð eftir vinnu á fimmtudaginn, fórum niður í Saluhallen, sem er svona Delicatessen - kjötsali, fisksali, brauðsali, ostasali og svo að sjálfsögðu kebabbúlla. Kjötsalinn er alveg frábær. Hann gerir sínar eigin pylsur og það er ekkert smá úrval. Svíar elska pylsur - KORV - og eiga gott úrval af pylsum. Frægast er kannski Falukorv sem minnir einna helst á bjúga - eða medisterpulsu. Allavega keypti ég heimagerða chorizo pylsu -sem þýðir væntanlega að kaupmaðurinn hafi gert hana sjálfur- full af grísaketi, papriku, chilli, kryddi og fitu - dásamlegt. Sterkt og bragðmikil! Namminamm!

Veit ekki alveg hvaðan þessi hugmynd er kominn - það hefur áreiðinlega einhver gert eitthvað svipað. Allavega rímar liturinn af chorizo og sólþurrkuðum tómötum saman. Rjómaostur mildir hitann frá pylsunni og sveppirnir soga einhvern veginn allt upp og jafna bragðið. Ég hef aldrei gert þetta áður en ég á örugglega eftir að gera þetta aftur. Alltént tók þetta stuttan tíma. ni_urskornar_pylsur_794339.jpg

Á myndunum sést glitta í nýjasta leiktækið mitt í eldhúsinu - nokkuð sem ég gaf sjálfum mér í afmælisgjöf eða bara í verðlaun fyrir að húka í héraði, einn, í tvær vikur - Kai Shun Ken Onion Chef's hnífur. Framleiddur með sömu aðferðum og samuraia sverð hér áður (segir í bæklingum - hvað veit ég). Mörg lög af stáli lögð saman. Gullfallegt tæki. Stórgott að vinna með. Hönnuðurinn fór milli margra veitingahúsa og fylgdist með kokkum áður en hann lagði upp með þessa hönnun.

Stórgott penne pasta með chorizopylsu, sólþurrkuðum tómötum, sveppum, rjómaosti með baguette og góðu rauðvíni

plate_up.jpgFyrst skar ég sveppina niður í grófa bita og steikti upp úr smá hvítlauksolíu og lagði svo til hliðar. Síðan skar ég chorizo pylsuna og steikti hana upp úr sveppa-hvítlauksolíunni. Þá setti ég grófskorna sólþurrkaða tómata á pönnuna, síðan 150 gr af léttum rjómaosti, salt, pipar, sveppina aftur saman við. Þegar þetta hafði allt blandast saman þá stráði ég smá ferskri steinselju yfir. 

Sauð gott pasta eins og lög gera ráð fyrir - þar til al dente - og blandaði svo saman við chorizorjómaostsósuna. Saltaði og pipraði og stráði þvínæst aðeins meira af ferskum kryddjurtum yfir. 

Borið fram með góðu baguette - sem ég keypti volgt og nýbakað útí búð.

Vínið var lágstemmt og passaði kröftugum matnum vel. Trivento Malbec er vín frá Suður Ameríku - nánar tiltekið - Argentínu og er í billegari kantinum í Systembolaget. Alltaf gott að drekka góð vín - sem eru líka ódýr. Ljómandi ef mann langar til að fá sér samviskulítið tár í miðri viku. Passaði vel með matnum. Bragðgott vín - í ágætu jafnvægi, rauð vínber og jafnvel dáldið kryddað.

 naermynd.jpg


Ljúffengur hlynsírópsgljáður lax með steiktum kartöflum, polkabeðum með ríkotta osti og góðu salati

valdis_og_amma.jpgMamma, pabbi og bróðir minn voru hérna yfir hátíðarnar og það var frábært að hafa þau hérna hjá okkur þó þröngt væri í koti. Mamma er búinn að vera allt síðasta haust í Toronto í Canada að sinna doktorsnámi sínu í kennslufræðum. Í farteskinu yfir hafið hafði hún með sér nokkur blöð LCOB food and wine - sem er svona Gestgjafi þeirra Kanadamanna. Fallegt blað. Í þessu mikla blaði sem er nánast eins og auglýsingableðill rakst ég á girnilega laxauppskrift sem var nokkuð á þá veg sem ég gerði í kvöld. Maður verður nú að geta heimilda. Að sjálfsögðu með breytingum - þannig að ég geti nú tekið heiðurinn af þessu?!

Í uppskriftinni var að finna hvítar beður. Eitthvað sem ég sá ekki í búðinni hér. Gott úrval af rauðbeðum og svo eitthvað sem heitir Polkabeður. Ég sá þessar polkabeður í búðinni á mánudagskvöldið - og það verður nú að segjast að ég hafði enga hugmynd um hvað þetta var þegar ég skellti þessu með öðrum vörum í körfuna. 

kartoflur_og_polkabe_ur.jpgVið eldum oft lax - hvað fiska varðar þá er lax í miklu uppáhaldi. Dóttir mín er líka sérstaklega hrifinn af laxi. Ekki er verra hvað hann er hollur. Einstaka sinnum hefur tengdafaðir minn gaukað að okkur laxi - en þá helst reyktum sem hann hefur veitt sjálfur. Hann lætur reykja fyrir sig í Útey - sem ég held að sé á Laugarvatni - og ekki vantar hvað hann er bragðgóður. Hann stendur fyrir sínu - helst einn á báti, kannski á ristuðu brauði, með smátt söxuðum rauðlauk og blautri eggjahræru og kannski smá sýrðum rjóma. Hann er það kraftmikill að hann er erfiður að nota í mat, eins og pastarétt- það er kannski þannig með allan taðreyktan fisk.

Laxinn sem við elduðum þetta kvöld var keyptur ferskur í nærlægri matvöruverslun. Hann ku hafa verið upprunninn í Noregi - eldisfiskur. Mig grunar að þetta hafi verið lax alin í keri frekar en sjóalinn þar sem hann var frekar feitur. Ef maður kemst ekki í villtan lax, þá vel ég sjóalinn - sá fiskur hefur þurft að hafa fyrir því að berjast við sjávarföllin og verður fyrir vikið vöðvamikill og mun  minna feitur en sá sem hefur fengið að vaxa í straumlausu keri. En allt er hey í harðindum. Laxinn var bleikur og fallegur. Lyktaði meira að segja vel - ég var þó litinn hornauga þegar ég bað um að fá að lykta af flakinu. Mamma hefði verið stolt af mér hefði hún séð til mín - en hún er fræg fyrir þessa hegðun - og hefur oft fengið háð að launum. 

salat.jpgHlynsírópsgljáður lax með steiktum kartöflum, polkabeðum með ríkotta osti og góðu salati og ljúffengu hvítvíni

Stórt beinhreinsað laxaflak var sett í eldfast mót og smurt með eins og tveimur matskeiðum af 100 prósent hreinu kanadísku hlynsírópi. Fatið var svo sett inn í 200 gráðu heitan ofn og bakaður í 15-20 mínútur þar til eldaður í geng. Þá var gróft skorinn flatlaufssteinselja stráð yfir. 

Ég flysjaði nokkrar kartöflur og þessar umtöluðu polkabeður - sem voru hvítar en með svona bleikum röndum - undarlegt. Þær voru skornar fremur smátt niður og svo steiktar á pönnu þar til mjúkar í geng. Saltað og piprað vel. 

Laxinn var lagður á diskinn, pipraður rækilega, ásamt kartöflunum og beðunum, og smávegis af Ricottaosti lagt með - svona til að þjóna sem sósa með matnum.

salat2.jpgVorum með fallegt salat með matnum, klettasalat, smátt skornar gular paprikur, vínber, radísur í sneiðum og smávegis basillauf - bara svona til skrauts.

Með matnum fengum við okkur Fleur de Cap Chardonnay sem er hvítvín frá Suður Afríku. Gott vín, lyktin minnir á sætan ávöxt og kannski smá vanillu. Þetta er milt og ávaxtaríkt Chardonnay - eikað með góðu eftirbragði. Passaði vel með matnum. Chardonnay er hvítvín sem auðvelt er að hugnast. Chardonnay er svona Cab Sauv hvítvínanna. Bragðgóð og ljúf vín - hvað annað vill maður!

matur_a_disk.jpg


Ljúffengar gorganzoladekkaðar grísakótilettur með steiktum eplum og ljúffengu salati

amal.jpgKom heim úr héraði á föstudagskvöldið. Er búinn að vera í héraði hérna í Svíþjóð síðastliðnar tvær vikur. Þetta var áhugaverður tími - en á sama tíma hálf einmannalegur - mikið að gera í vinnunni en svo þegar að vinnunni lauk - sat maður heima í herbergi las eða glápti á sjónvarp. Fyrstu vikuna var ég í Åmål og svo seinni vikuna í Bengtsfors. Þessir bæjir eru Dalarnas Land - mér skilst að myndin Ronja Ræningjadóttir hafi verið tekin upp á þessum slóðum. Skrapp á skíði eitt kvöldið - það var ágætt - ætlaði aftur - en það rigndi. Þetta var svolítil Bláfjallarstemming - Fínar en stuttar brekkur!

Strax eftir vinnu á föstudaginn ók ég frá Bengtsfors, sem liggur 40 km norðan við Vanern vatnið, beina leið til Lundar. Stoppaði einu sinni til að létta á mér. Fjögurhundruðþrjátíufimm kílómetrar. Ég hlustaði á útvarpið alla leiðina - hálf kjánalegt, sömu lögin á öllum stöðvum, kannski ein 12 lög - látin rúlla hring eftir hring. Þetta varð pínuþreytt þegar komið var fram á fimmta tíma í akstri -  I was a boy eftir Beoyncie spiluð á 25 mínútna fresti. Hinar mínúturnar var það svo Kate Perry eða Leona Lewis eða hvað þetta heitir nú allt saman - maður var kominn með upp í kok.

svinakotilettur.jpgÉg kom heim um níuleytið um kvöldið, Snædís hafði eldað kjúkling - ofnbakaðan með fullt af hvítlauk, baguette og gott rauðvín með - dásamlegt. Ég held ég hafi bloggað um þann rétt síðastliðið sumar. Algerlega meiriháttar. Fullkominn comfort matur. Ofboðslega var gott að koma heim! Réttinn sem ég er að blogga um núna gerði ég á laugardagskvöldið. Ég held að ég hafi aldrei bloggað um þetta áður - en ég hef gert nokkra rétti í þessum dúr. Ég er mjög hrifinn af svínakjöti - sem henntar vel þar sem þetta er ódýrasti maturinn sem er á boðstólnum.

Það er margt framundan hjá okkur hérna í Lundi - svona í prívat lífinu. Snædís, var að fá nýja vinnu, var ráðin sem sálfræðingur hjá fyrirtæki hérna í Lundi. Hún byrjar eftir nokkra daga. Hún er mjög spennt að byrja. Við fáum húsið okkar eftir nokkra daga. Það verður spennandi. Við erum búinn að búa í ágætri íbúð í miðbæ Lundar síðustu mánuði - það hefur verið þröngt en gengið lygilega vel. Það verður þó skemmtilegt að fá húsið. Ég verður að segjast að hlakka til að tyrfa garðinn, smíða pall, planta epla-, plómu- og perutrjám. Einnig er á döfinni að setja niður jarðaberjarunna - kollegi minn og fyrrum leiðbeinandi, Helga Ágústa innkirtlalæknir (dr. HÁS), segir að Carola jarðaber séu best - sjáum til hvernig fyrsta uppskera bragðast. 

svo_gott_a_tha_er_ut_fokus.jpgLjúffengar gorganzoladekkaðar grísakótilettur með steiktum eplum og ljúffengu salati

Ég keypti ferskar svínakótilettur, niðursneiddar, penslaði þær með smá olíu, saltaði og pipraði, kryddaði með salvíu, rósmarín og örlitlu fennel og steikti örstutt - kannski mínútu á hvorri hlið - rétt þannig að loka þeim. Þá voru sneiðarnar lagðar í eldfast mót og þykkar sneiðar að gorganzolaosti (reyndar sænskum - ekki að það sé slæmt - Svíar fíla osta og er duglegir í ostagerð). Þetta var svo lagt inn í heitan ofn - 200 gráður - í um tuttugu mínútur þar til kótiletturnar voru eldaðar í gegn. Alger óþarfi er að hafa sósu með - osturinn þjónar því hlutverki. 

steikt_epli.jpgÁ meðan var meðlætið undirbúið. Ég skar niður 4 græn epli, þurrkaði, og steikti upp úr blöndu af smjöri og olíu ásamt rósmarín þangað til að þau fóru að taka lit og verða pínu gullin - aðeins karmelliseruð. Undir lokin blandaði ég svo ferskri flatlaufssteinselju. Mér finnst voðalega gott að vera með eitthvað sæt með svínakjöti - einhvern veginn finnst mér bragðið af svínakjöti kalla á það að því fylgi eitthvað sætmeti - oft er ég með góða sultu. Núna fengu eplin bæði að þjóna því hlutverki að vera meðlæti og sulta - allt í senn.

Valdís dóttir mín tók að sér að gera salat, grænt kál, papríka, tómatar, vínber og nokkrar ostsneiðar. 

Með matnum drukkum við Montes Alpha Cabernet Sauvignion frá 2006. Ég man ennþá þegar ég ákvað að kaupa þessa tegund í fyrsta skipti. Það var snemma á ferli mínum sem "matgæðingur". Þá var ég að vafra í ríkinu og sá þegar starfsmenn ÁTVR voru af fylla á hillur. Þessar flöskur voru fluttar inn í viðarkössum - mér fannst það óhemjuflott. Veit ekki hvernig það er í dag, með kassana - en þetta var ástæðan fyrir því að ég keypti þetta í fyrsta sinn. Bragðið af víninu er síðan ástæðan að ég hef keypt það aftur og aftur - og notið þess sérlega vel. Þetta er stórt Cabernet Sauvignion - kraftmikið, munnfyllir, þungt á tungu, eikað og með löngu eftirbragði - kannsk myndu einhverjir segja að það væri full bragðmikið til að bera fram með svínakótilettum. En mér fannst þetta sóma sér mjög vel með matnum. Alltént leyfðum við engu - hvorki mat né víni. 

 _a_er_kominn_matur.jpg


Stórkostlegur bulgurfylltur kjúklingur með taizhiki sósi, flatbrauði með svörtum baunum og ofnbökuðum nípum og gulrótum

matur_a_lei_i_ofninn.jpgEr eins og sakir standa er ég staddur í héraði. Það má segja að ég sé staddur í snemmkomnu sumarfríi  í Dalslandi í (norður) suður Svíþjóð - kannski 200 inn í landi frá Gautaborg. Í seinustu viku var ég staddur í bænum Åmål (þar sem fyrsta mynd Lukas Moodyson var gerð - F&#king Åmål) sem liggur við Norður hluta Vanern vatnsins í Svíþjóð. Í þessari viku er ég svo staddur í Bengtfors. Þetta eru litlir bæir, með tilheyrandi smábæjarbrag. Þó svo að í hvorum bænum búa 9-11 þúsund manns er þetta eins og að koma í 1-2 þúsund manna bæjarfélag á fróni. Allavega, hérna er ég í aukavinnu þar sem ég er í leyfi frá gigtardeildinni. Planið var að ég færi til Íslands og pakkaði í gám en vegna fjármálakrísunnar fór Snædís og börnin heim og ég sendi sjálfan mig í hérað. 

Þennan rétt eldaði ég heima hjá Jónasi kollega mínum og Hrund eiginkonu hans laugardagskvöldið áður en ég stakk af í hérað. Ég fékk að sjálfsögðu góða hjálp frá Jónasi. Álhildur og Jón Þorkell borðuðu einnig með okkur. Við kjöftuðum að sjálfsögðu fram eftir kvöldi, að sjálfsögðu um ástandið á Íslandi, og ekki óraði manni fyrir þeim atburðum sem áttu svo eftir að eiga sér stað á Íslandi. Djöfull er ég stoltur af Íslendingum um þessar mundir - búsáhaldabyltingin, mótmælin, afsagnir ráðherra og fjármálaeftirlits og svo stjórnarslit. Loksins. Til hamingju! 

kjuklingur_a_lei_ut_ur_ofninum.jpgAllavega...þessi vefur á ekki fjalla um pólitísk eða samtíma málefni - annað en það sem sett er í pottana eða pönnuna hjá mér.  En það er bara ekki hægt að byrja á færslu á blogginu án þess að nefna þetta á nafn. Þetta er sögulegt...sama hvað stuttbuxnadrengirnir segja! 

Þessi matur byggir á uppskrift sem ég sá í bók Nigellu Lawsson, bresku matargyðjunnar, Feast. Þar var hún með hrísgrjónafylltan kjúkling innblásin frá Georgíu. Mín uppskrift er svona blanda af hennar og síðan kannski einhverju sem maður myndi kenna við suðurstrendur miðjarðarhafsins. Notaði - kúmen, kóríander og svoleiðis. Ilmurinn í eldhúsinu var frábær. Allir höfðu góða matarlyst. 

Ljúfengur bulgurfylltur kjúklingur með taizhiki sósi, flatbrauði með svörtum baunum og ofnbökuðum nípum og gulrótum

kominn_a_diskinn.jpgFyllingin var einföld. Fyrst steikti í smáttskorin rauðlauk, 4 hvítlauksrif, 1 gulrót í smávegis af jómfrúarolíu. Síðan setti ég fullt af bulgur útí, salt og pipar og steikti í smástund. Þá setti ég kröftugt kjúklingasoð, meira salt og pipar, dáldið af kúmeni og kóríanderdufti útí og sauð í 15 mínútur. Síðan setti ég hálfskorna kirsuberjatómata, hálfan niðurskorin kúrbít og handfylli af saxaðri flatlaufssteinselju. Þessu var síðan troðið inn í 3 kjúklinga...gerði náttúrulega alltof mikið og setti restina í álpappír og bakaði með kjúklingum. Allur vökvinn sem rann af kjúklingum við eldunina var svo hellt í könnu sem var svo hellt aftur yfir bulgurið í álpappírnum. Lítið annað var gert við kjúklinginn fyrir eldun fyrir utan að nudda með olíu og salta og pipra. Bakað þangað til gullið og fallegt - kannski eina og hálfa klukkustund.

brau_i.jpgGerði ljúffengt flatbrauð með matnum.  Flatbrauð var einfalt, 500-600 gr af hveiti, 2 tsk af salti, 4 msk af ágætri olíu. 2 tsk af geri er vakin í volgri mjólk og er þessu síðan hrært saman. Hellti um 200 ml af sænskri filmjölk saman við ásamt smá skvettu af vatni þar til að ég var kominn með mjúkt og meðfærilegt deig. Því var leyft að hefast rúmar tvær klukkustundir, þangað til að það hefur tvöfaldast. Biti og biti er klipinn af deiginu, og svörtum baunum blandað saman við deigið, það síðan flatt út, penslað með jómfrúarloíu og steikt á pönnu þar til gullið og girnilegt.

Skar einnig niður nokkrar nýpur og gulrætur í fjóra hluta á lengdina, sáldraði olíu yfir og svo salti, pipar og dáldið af heilu kúmeni. Bakað í ofni í rúma klukkustund. Gerði líka einfalda kalda sósu til að hafa nypuroggulraetur.jpgmeð matnum. Stór dós af tyrkneskri jógúrt, 2-3 smátt skorinn hvítlauksrif, 2 msk síróp, handfylli af niðurskorinni flatlaufssteinselju og svo helli kjarnhreinsaðri niðurskorinni gúrku (hver sneið í fjórðungum). Þetta er svona dæmigerð jógúrtsósa sem ég geri oft. Passar með næstum flestu. 

Með matnum drukkum við góð vín. Ég keypti Peter Lehmann - The Barossa - Cabernet Sauvignion -  frá árinu 2006. Vínið er dökkt á litin, djúprautt - næstum svarrautt. Fær lit sinn með því að gerjast með berjahýðinu í 7 daga. Það fær svo að eldast á eikartunnum í 12 mánuði.  Þetta er kröftugt vín, klassískt Cabernet, munnfylli af ljúffengu berjabragði, tannín og jafnvel aðeins kryddað.

veislubor_783439.jpg

 

 


Einn besti forrétturinn; Foie gras tvenna - karamelliseruð gæsalifur með annars vegar rauðlaukssultu og hins vegar með eplaskífum á ristuðu brauði

Einhver á eftir að segja að þessi forréttur sé "so 2007" og hver bloggar um svona á mánudegi? -  núna er tími heimagerðs sláturs og kindakæfu en ekki svona lúxus! - en mér til varnar þá hafði ég keypt þessa lifur fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar ég var í Frakklandi með fjölskyldunni minni. Þá vorum við á ferðalagi um heimahérað Fois gras. Ég verslaði lifrina sem ég notaði á markaði í litlum yndislegum bæ rétt hjá okkur af konu sem elur sínar eigin gæsir og framleiðir þetta allt sjálf. Þvílíkt og annað eins hef ég aldrei smakkað. Þetta var svo gott að ég elti hana á næsta markað til þess að kaupa þetta aftur til þess að taka með mér. Himneskt.

Ég var með þennan forrétt á gamlársdag. Mig grunar að margir á Fróni hafa reynt að lyfta sér upp um hátíðarnar - nógu erfitt var haustið, meira að segja fyrir okkur sem fylgdust með að utan. Kannski svolítið seint að skella þessari uppskrift á Netið. Núna er kannski meiri stemming fyrir léttari réttum - eftir svona kjötveislu sem áramótin eru! Ég eldaði forsmekk af þessu á sextugs afmæli tengdaföður míns við ljómandi undirtektir. Mig langaði mikið til þess að endurtaka leikinn en auðvitað varð að reyna að gera eitthvað nýtt. Maður verður að gæta sín að vera ekki ekki að hjakka í sama farinu. 

eplaskifur.jpgÉg hef nokkrum sinnum eldað úr þessu frábæra hráefni. Fólk hefur blendnar tilfinningar til þess og er það vel skiljanlegt. Þess vegna er ég alltaf með smá inngang að því að áður en ég birti uppskriftina. Það verður að segja að ást mín á fois gras hafi ekki minnkað við ferð okkar um heimahérað þess. Þvert á móti jókst hún. Ég hef nokkrum sinnum bloggað um þetta hráefni - hef notað það í humarsúpu (og var jafnframt sett í Villibráðarblað Gestgjafans 2007).  Á myndinni má sjá foie gras du entier - sem er heill lifrarlappi án mengunar af blóði eða galli.

Meðferð fuglanna orkar þó tvímælis. Orðið decadent á sérstaklega við uppruna þessa dásamlega réttar. Um er að ræða gæsa/andalifur þar sem um þremur vikum fyrir slátrun hefur andfuglinn verið þvingaður til átu á afar kolvetnaríku fæði. Þetta gerir það að verkum að lifrin blæs út og safnar í sig fitu og getur orðið allt að 800-900 gr þung. Þetta hljómar illa, en þessi aðferð á sér langa sögu, eftir því sem ég kemst næst síðan 2500 BC, vinsældirnar jukust gífurlega um síðustu aldamót - og gott er það, það er á hreinu. Nóg er inngangurinn að þessum rétti langur - en svona réttur verðskuldar útskýringar - svo góður er hann.

Einn besti forrétturinn; Foie gras tvenna; karamelliseruð gæsalifur með rauðlaukssultu annarsvegar og með eplaskífum hinsvegar á ristuðu brauði

tilbuinn.jpgFyrst er að útbúa rauðlaukssultuna. Fallegur rauðlaukur var skorinn í þunnar sneiðar og steiktur upp úr smjöri við lágan hita í 10 mínútur eða svo þangað til að hann var orðin mjúkur og góður. Smá salt, smá pipar og svo balsamic edik sem er síðan soðið upp - þannig að ljúft bragðið verður eftir. Í lokin setti ég rúma matskeið af lífrænu sírópi á og hrærði vel saman. Lagt til hliðar. 

Næst var það eplaskífurnar. Grænt epli var skorið í næfurþunnar skífur. Steikt upp úr smjöri þar til stökkt (sumar enduðu þó mjúkar - en bragðið var dásamlegt)

Þá er brauðið útbúið - gott hvítt brauð var snyrt þannig að skorpan var klippt frá. Skar það út í svona hring - en hvaða form sem er hlýtur bara að vera í fínasta lagi. Það var penslað með góðri jómfrúarolíu og svo steikt fallega gullið. Þá er brauðið sett á disk.

Pannan er þurrkuð með klút - það er alger óþarfi að setja smjör/olíu á pönnuna þegar maður steikir foie gras þar sem lifrin er um 90 prósent fita. Hver biti er settur á heita pönnuna og um leið verður smá vökvi á pönnunni. Lifrin er karmelliseruð að utan og vökvanum sem rennur af henni er hellt yfir hana aftur. Henni snúið einu sinni - ætli maður eldi hana ekki um mínútu á hvorri hlið. Þá er henni varlega smeygt ofan á brauðsneiðina og smávegis af fitunni leyft að seytla með yfir. Þá er rauðlaukssultan lögð ofan á aðra sneiðina, og svo eplaskífa á hina. Skreytt með sítrónumelissu. 

roda_i-1.jpgMeð forréttinum nutum við RODA I Riserva frá því 2004. Ég held að þetta sé eitt af mínum uppáhaldsvínum. Kynntist því fyrst fyrir ári síðan þegar vinur minn Harold Köndgen sem er kollegi frá Sviss kom til landsins í janúar fyrir ári, ásamt öðrum kollegum sem ég kynntist í Lissabon á ráðstefnu 2007. Hann er vínáhugamaður fram í fingurgóma og var mjög ánægður þegar hann sá þetta vín í hillum ÁTVR. Hann keypti nokkrar sem við drukkum saman.

Þetta er kraftmikið vín. Mikið af dökkum berjum, kannski kirsuberjum, jafnvel dökku súkkulaði og svo munnfylli af eik. Dvelur lengi á tungu með ljúfu eftirbragði. Vínið er unnið úr 100 prósent Tempranillo þrúgum af framleiðendum sem eiga sér ekki langa sögu, hófu víngerð í upphafi níunda áratugarins. Samt eru þetta margverðlaunuuð vín, kannski ekki að undra þegar maður les manifesto framleiðendanna, þeirra Mario og Carmen - http://www.roda.es/english/index.html. Ég á ábyggilega eftir að leggja leið mína þangað ef ég verð einhvern tíma á ferðinni um þetta svæði. Alltént var það frábær réttur og vínið passaði stórvel með.


Brandade du eglefin, saumon et les crevettes avec pain de seigle et de beurre (plokkfiskur með rúgbrauði og smjöri)

Það varð að láta þetta hljóma eitthvað flottar heldur en bara - plokkfiskur. Mér finnst plokkfiskur eitthvað dapurlegt heiti yfir rétt sem flestum finnst ansi góður. Þessi franski titill er aðeins meira sexy. Jæja, fiskur á mánudegi, eins og hefðbundið er og maður er alinn upp við. Við hjónin höfum verið að reyna að vera vinna í því að elda meiri fisk og þetta voru svona tilburðir til þess. Ekki veitir af eftir þessa miklu kjöthátíð sem jólin eru.

Eins og ég hef sagt frá áður þá hefur mér ekki litist nógu vel á fiskinn sem er seldur í verslunum hérna. Þetta er sennilega bara fordómar í mér. Hef þó núna prófað að kaupa ferskan fisk.  Keypti um daginn ferksvatnskarpa í Saluhallen sem ég bakaði í ofni með blöndu af brauðmylsnu, steinselju, hvítlauk, jómfrúarolíu, salti, pipar, ferskum sítrónusafa. Þetta varð að svona hjúp ofan á fisknum - heppnaðist ágætlega. Borið fram með hrísgrjónum og einfaldri creme fraiche sósu. Bragðgott.

Allavega. Fyrir nokkru fékk ég að gjöf pakka af íslenskri sjófrystri ýsu frá góðu vinafólki okkar sem er búsett í Kaupinhöfn. Þau hafa verið dugleg að gauka að okkur íslensku fiskmeti; þorsk, saltfisk og nú síðast ýsu. Frábært fólk! Almennt er ég ekki mikill ýsumaður, sennilega þjáist ég af því að hafa verið ofskammtur sá fiskur í æsku af henni móður minni - en hún er mikil baráttukona fyrir ýsunni.  "ýsa í öll mál"- hún á ábyggilega eftir að hringja í mig á eftir útaf þessu - sem er ágætt - það er alltaf gott að heyra í henni mömmu!

Plokkfiskur er alltént eitthvað sem mig hefur langað til að gera lengi. Plokkfiskur er okkar útgáfa af brandade du morue - frægur franskur réttur, sem er gerður úr saltfisk, jómfrúarolíu, salt, pipar og mjólk/rjóma. Sumstaðar er settur hvítlaukur, öðrum laukur og á öðrum stöðum kartöflur. Þetta er gjarnan maukað og síðan borið fram kalt. Við kjósum að hafa þetta aðeins grófara og heitt. 

Brandade du eglefin, saumon et les crevettes avec pain de seigle et de beurre (plokkfiskur með rúgbrauði og smjöri).

Ég djassaði þetta aðeins upp með því að bæta við laxi og nokkrum rækjum. Fyrst steikti ég smátt saxaðan gulan lauk, lítin rauðlauk og nokkur smátt skorin hvítlauksrif upp úr smjöri og jómfrúarolíu. Þegar þetta var orðið mjúkt bætti ég hveiti - smávegis í senn (þarna fær maður í raun mjúka smjörbollu), sem maður síðan bætur mjólk útí þar til að maður fær þykkan jafning. Þvínæst nokkrum kartöflum skornum í bita. Þá bætti ég soðinni ýsu (mest af henni - kannski 600 gr), laxabita og svo handfylli af rækjum. Átti einnig smá afgang af hvítum kastala sem ég skar útí - kannski 30-40 gr. Svo nóg af salti og pipar. Skreytt með nóg af ferski flatlaufssteinselju.

Borið fram með sænsku rúgbrauði og smávegis smjörklípu. 


Seyðandi kínverskt nautakjöt með spínati og baunaspírum borið fram með ljúfu hrísgrjónasalati og góðu rauðvíni

domkirkjan_i_mariestad_769317.jpgVar að koma úr héraði á föstudagskvöldið. Átti leyfi í seinustu viku, gigtardeildin fer rólega af stað eftir áramótin, og því brá ég mér í hérað í Svíþjóð. Fór til Mariestad sem er 25 þúsund manna bæjarfélag sem liggur við Vanern vatnið í Vestur Gautalandi í miðri Svíþjóð. Þetta var skemmtileg vika, mikið að gera í vinnunni - fjölbreytilegir sjúklingar - áhugavert. Mariestad er bær með tæplega 500 ára sögu. Einhver sem síðar varð kóngur lagði grunn að bænum árið 1583. Þarna er dómkirkja sem þykir merkileg fyrir þær sakir að enginn er biskupinn sem þjónar kirkjunni. Fór í nokkrar góðar gönguferðir í frostinu - nóg var kalt. Það var mínus 16 þegar ég kom. Ég hefði átt að elda þennan rétt þegar ég kom í hérað - hann er sterkur og bragðgóður.

Bróðir minn var með okkur um helgina. Hann snéri til baka frá Prag þar sem hann var yfir áramótin með vinum sínum. Þetta var því kveðjumáltíð fyrir hann. Hann fór á Frónið með flugi núna í kvöld. Þessi réttur er innblásinn af rétti sem faðir okkar gerði nokkrum sinnum fyrir mörgum árum. Þunnskorin nautavöðvi er steiktur í wok með fersku grænmeti og borinn fram með hrísgrjónum og góðri soyasósu. Man í raun lítið hvernig þessi réttur var gerður, man þó eftir bragði og áferð - náði ekki í pabba fyrir matinn í gær - þannig að ég lét nægja að hugsa til baka og reyna að skapa réttinn aftur eftir minni. marinering.jpgTókst ágætlega held ég - allavega dæstum við öll sællega að máltíð lokinni. 

Þegar ég segi kínverskt - þá verður að viðurkennast að ég hef ekki hugmynd hvaðan þessi réttur er kominn - hann er alltént innblásinn frá Austurlöndum, og ef maður veðjar á eitthvert land þá er ágætt að veðja á það land sem hefur flesta íbúa - eykur líkurnar á því að maður hittir á rétt. 

Seyðandi kínverskt nautakjöt með spínati og baunaspírum borið fram með ljúfu hrísgrjónasalati og góðu rauðvínimarinering2.jpg

Fyrst er að huga að nautavöðvanum. Ég hafði keypt entrecote í heilum bita á tilboði fyrir nokkrum vikum. Skar í þunnar sneiðar með flugbeittum hníf og lagði í skál með nokkrum smátt söxuðum hvítlauksrifjum, einum smáttsöxuðum rauðlauk, einum smátt skornum chilli, vænum slurk af soyasósu, smá skvettu af jómfrúarolíuolíu, smá hvítvínsediksletta,1 tsk engiferduft (átti ekki ferskt), handfylli af ferskri flatlaufssteinselju, salt og pipar. Þetta fékk að marinerast í rúma klukkustund. Undir lokin setti ég svo hálfa dós af svörtum baunum saman við. 

Hefði ég verið með wok þá hefði ég að sjálfsögðu notað wok. En þar sem allt dótið mitt er ennþá á Íslandi var að láta duga að nota pönnuna sem við leigðum með íbúðinni. Steikti hluta í senn og lagði síðan í eldfast mót. Í lokin setti ég allar restarnar í skálinni, marineringuna, baunirnar, 2-3 handfylli af spínati, handfylli af baunspírum og fullt af steinselju á pönnuna og steikti í 2-3 mínútur. Blandaði svo saman við kjötið. Setti jafnframt handfylli af fersku spínati og baunaspírum saman við til að hafa þetta ferskt og gott. 

so_i_af_ponnunni_hellt_a_rettinn.jpgHrísgrjónasalatið var einfalt. Smátt skornar gulrætur, sellerí, laukur og hvítlaukur steikt á pönnu, næst eru soðin hrísgrjón sett saman við og þegar þau hafa tekið lit er tveimur eggjum bætt á pönnuna og hrært snöggt samanvið. Saltað og piprað. Soyasósu bætt samanvið og svo smá sykri til að fá jafnvægi. Steikt í smá stund. 

Með matnum drukkum við Baron de Ley Rijoa frá 2003. Frábært vín - 100 prósent Tempranillo þrúga, sem hefur fengið að þroskast í tunnu í 20 mánuði. Flösku í 3 ár. Spánskt vín frá ökrum Mendavia.  Ilmurinn af víninu minnti dökk ber, bragðið hvasst í byrjun, en eftir að hafa verið þyrlað í glasi varð bragðið silkimjúkt, tannín og ávöxtur. Sem betur fer áttum við tvær flöskur. Baron de Ley svíkur ekki frekar en fyrri daginn. 

rettur_a_bor_i.jpg


Stórkostlegur kalkúnn með ljúffengri fyllingu, sætkartöfluböku, waldorfsalati á aðfangadagskvöldi

kalkunn_i_me_fer.jpgÞað er kominn aðfangadagur og farinn reyndar líka. Þetta var skemmtilegt. Mér hefur alltaf fundist þessi dagur vera ljúfur. Fyrst vegna pakkanna, þegar ég var lítill, en núna vegna eldamennskunnar að sjálfsögðu - já, og svo pakkanna! - mér finnst alltaf gaman þegar mínir nánustu opna pakkana. Það er einhverslags barnaleg skemmtun fólgin í því. En það besta er að elda. Það er svo gaman þegar maður leggur svona mikið í matinn og maður veit, eiginlega áður en maður byrjar,  hvað hann verður góður. Þetta verður með aðeins breyttu sniði hjá okkur í ár. Kannski ekki að undra því maður er búinn að snúa lífi sínu algjörlega við. Í því samhengi eru smá hrókeringar á matseðli yfir hátíðirnar smáatriði. Við erum vön að hafa kalkúnn á jóladag, en verður þess í stað á aðfangadagskvöld. Meiriháttar, því ég elska kalkún, þeas. að eld´ann og borð´ann!

valdis_me_sprautuna_756881.jpgOkkur var boðið í skötuveislu á Þorláksmessu. Ég nefndi þetta í síðustu færslu. Ég var búinn að kvíða þessu allan daginn. Við fórum yfir brúna yfir til Kaupinhafnar og fórum til vina okkar í Ordrup, þeirra Kristins og Helgu. Þarna var gott safn af Íslendingum sem nutu veitinganna. Á boðstólunum var vestfirsk skata með hnoðmör og svo einnig skata frá Vestmannaeyjum sem var aðeins minna kæst. Með þessu var að sjálfsögðu kartöflur, rúgbrauð og nóg af íslensku smjöri (sem er það besta - smá þjóðremba). Ég veit ekki alveg með skötuna. Mér flaug í hug setningu sem Bill the Butcher sagði í bíómyndinni Gangs of New York "it was the finest beating I ever took!". Með þessu var líka borið fram öl og snafsar af bestu gerð. Í morgun leið mér eins og ég væri með múrstein í maganum, það þurfti smakk_smakk_sosan.jpgað éta svo mikið smjör og hnoðmör til að þræla þessu ofan í sig. Hvílíkt og annað eins. 

Skötuveisla skýrir líka margt í okkur Íslendingunum. Við látum okkur hafa þetta og ekki nóg með það þá hlakka margir til að borða þetta. Grátt og illalyktandi. Bara Íslendingar láta bjóða sér svona með bros á vör Tölum um alvöru góðan mat aftur. 

Stórkostlegur kalkúnn með ljúffengri fyllingu, sætkartöfluböku, waldorfsalati á aðfangadagskvöldi

Fyllingin sem við höfum gert undanfarin ár hefur verið fengin úr frábærri matreiðslubók The Silver Palate eftr Julee Rosso og Sheilu Lukins. Bókin átti fyrir nokkru 25 ára afmæli og var gefin út á nýjan leik með fullt af myndum. Sennilega með betri matreiðslubókum sem ég á.

Fyllingin er algerlega frábær, hún er svo gómsæt að hún gæti eiginlega staðið sem sjálfstæður réttur. Ég breytti lítið út frá upphaflegu uppskriftinni - bætti einu smávegis og breytti hlutföllum aðeins - ekkert stórvægilegt. Fyrst er 1-2 gulir laukar skornir niður, 3-4 stór hvítlauksrif og steikt í 20 mínútur við lágan hita í 50 gr af smjöri eiginlega þangað til að hann karmellisekast. Laukurinn er færður af pönnunni og settur í stóra skál. Næst eru tvö græn og þroskuð epli flysjuð, kjarnhreinsuð og skorin í bita. Þau eru því næst steikt á pönnunni þar til þau taka aðeins lit, þvínæst eru þau færð í skálina. 700 gr af svínahakki er svo steikt á pönnunni (Valdís tók þetta að kalkunn_tilbuinn2.jpgsér) upp úr smjöri/olíu og þegar tilbúið er það fært yfir í skálina með lauknum og eplunum. Þá er hökkuðum brauðsneiðum bætt útí (ég notaði hvítt brauð). Svo handfylli af pecanhnetum sem höfðu verið saxaðar gróft niður. Þá 2-3 teskeiðar af timian, 1 teskeið af salvíu, bæði þurrkað, svo handfylli af saxaðri ferskri flatlaufssteinselju, saltað og piprað og svo 1 matskeið af góðu hlynsírópi blandað samanvið. Þessu er svo blandað saman og leyft að kólna. 

Þá er það kalkúnninn. Að þessu sinni var ég með 5 kg kalkúnn frá Ingelstad uppi í Smálöndunum. Hann er þrifinn, þurrkaður, innmaturinn að sjálfsögðu fjarlægður (lagður til hliðar fyrir sósuna). Næst er væn klípa af smjöri og olía hituð á pönnunni sem saet_kartoflubaka.jpgvar notuð til að undirbúa fyllinguna. Bræðingurinn er síðan dregin upp í sprautu og fuglinn svo sprautaður í vöðvana, bæði bringur og leggi. Þannig verður kalkúnninn mjúkur þannig að hann bráðnar uppí manni. Þá er fuglinn fylltur, nuddaður með olíu, saltaður og pipraður og smjörbleyttur klútur lagður yfir hann. Bakaður í hálftíma, fyrir hvert kíló við 170 gráðu hita. Namminamm.

Sósan var einföld. Niðurskornar gulrætur, laukur, sellerí, hvítlaukur er smátt skorinn og steiktur á pönnu þar til mjúkt, þá er hálsinn af kalkúninum brúnaður að utan með grænmetinu. Pannan fyllt með vatni, krafti bætt saman við og soðið af miklum krafti á meðan kalkúnninn eldast með lokið á. Þannig tapar maður ekki vökvanum. Ég þurfti að bæta vatni í pottinn 2-3 sinnum, lokið var ekki nógu þétt. Soðið er svo sigtað, þannig fær maður hreint soð. Tók svo allan vökvann sem féll af kalkúninum og blandaði saman við. Á meðan kalkúnninn bíður og jafnar sig klárar maður sósuna. Ég slökkti aðeins undir sósunni, þannig lyngonsylt.jpgflýtur öll fitan ofan á og hún veidd af og lögð til hliðar. Hluti af henni er notaður til að búa til smjörbollu til að þykkja sósuna. Söltuð og pipruð eftir smekk. Sósan var svo kraftmikil að það þyrfti ekkert að gera fyrir hana til að djassa hana upp.

Gerði einnig ferska Lyngon sósu. Lyngonber eru í miklu uppáhaldi hjá Svíum og vilja þeir helst frá Lyngonsultu með flestu. Einhver sagði mér hérna á vefnum að þau kölluðust títuber á íslensku. Fersk lyngonsosa.jpgeru þau aðeins bitur og það þarf að höndla þau með ást til að ná því besta úr þeim. Keypti pakka af frosnum lífrænum berjum, kannski 300 gr, setti í heitan pott með 70 g af sykri, einni kanilstöng, sítrónusafa úr einni sítrónu og svo börkinn (the zest) og sauð við lágan hita í 20 mínútur. Sett í skál og borið fram með fuglinum. 

Var einnig með sætkartöfluböku með pecanhnetum. Sætar kartöflur voru soðnar þar til mjúkar, svo stappaðar með smjörklípu og vænni klessu af rjómaosti, saltað og piprað, sett í eldfast mót og pecan hnetum raðað ofan á. Bakað í ofni í 30 mínútur. Dásamlegt. 

Mamma gerði klassískt Waldorf salat, með eplum, valhnetum, vínberjum og sellerí, með þeyttum rjóma og mayonaise. Verð að fá uppskriftina hjá henni. 

Pabbi gerði kartöflurétt. Niðursneiddar kartöflur lagðar í eldfaskartoflur.jpgt mót með smávegis af góðum blámygluosti, vel kremuðum, rjómaslettu og hvítvíni, saltað og piprað og bakað í ofni í klukkustund. 

Með matnum drukkum við frábær vín. Við vorum með Wolf Blass Grey label frá Ástalíu og svo Masi Costasera Amarone, vín sem ég hef drukkið áður og bloggað aðeins um. Þetta eru vín sem sem mér hefur þótt sérstaklega góð og pössuðu vel með jólamáltíð sem þessari. Bæði vínin voru kröftug með mikið og gott bragð og eftirbragð sem lifði lengi. Það ástralska var skarpara og lifði lengur á tungunni fannst mér! Það voru þó skiptar skoðanir á því. Engu að síður rann vínið ljúft niður - hvort sem það var fyrri eða síðari tegundin.

Kalkúnnin var alveg frábær. Lungamjúkur og bráðnaði í munni. Og ekki var hann verri daginn eftir í samloku. Hvílíkur lúxus!

jolabor_i_og_sma_graflax.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 


Gómsætur ofnbakaður þorskur með steinselju og feta pestói, hrísgrjón og hvítvínstári

Það eru að koma jól. Það fer ekki framhjá neinum. Það er ljúf stemming hérna í Lundi. Bróður minn kom á miðvikudaginn var og mamma og pabbi komu á föstudagskvöldið. Það var stórkostlegt að hitta þau aftur. Ég, og við öll, erum búinn að sakna þeirra mikið. Þau verða hjá okkur yfir hátíðarnar. Grísirnir mínir voru ekkert smá glöð að hitta þau. Villi og Valdís voru sko búinn að sakna ömmu Lilju og afa Ingvars. Verð með einhverjar færslur yfir hátíðirnar um jólamatinn. Kannski náum við að vera eitthvað sniðug.

Það er ágætt að elda fisk fyrir þessa miklu kjöthátíð. Eldaði þennan rétt á dimmu mánudagskvöldi núna fyrir að verða viku síðan. Jónas, Hrund og guttinn þeirra hann Hrafnkell komu og borðuðu með okkur. Eldri strákurinn þeirra var staddur á fróni og var því  augljóslega ekki á staðnum. Við höfum notið þeirra forréttinda að vera umkringd frábærum vinum hérna á Skáni, margir af mínum bestu vinum mínum úr læknadeildinni og fjölskyldur þeirra eru hérna líka í sömu erindagjörðum og það er ómetanlegur styrkur af því að vera með svona gott fólk í kringum sig.

Við höfum reynt að hafa þá reglu að hafa fisk á mánudagskvöldum núna í haust. Góðan fisk er erfitt að fá hérna á Skáni. Það hefur verið reynt. Maður er alltof góðu vanur frá Íslandi hvað fiskinn snertir. Samanburðurinn er ansi óhagstæður. Hér er hægt að kaupa ferskan fisk í Saluhallen sem liggur að Marteinstorgi sem er í miðbænum. Í Saluhallen eru nokkrir skemmtilegir veitingastaðir og nokkrar prýðisverslanir; ostabúð, slátrari og fisksali. Ég hef ekki lagt í að versla við hann...það er eitthvað við lyktina við stallinn. Fiskur á að lykta eins og fiskur, ferskur og á að minna á hafið. Allir sem hafa rekið trýnið ofan í ferskt sjávarfang vita hvað ég er að tala um. 

Sjávarfangið sem ég hef fengið hefur því verið fengið frá Íslandi. Vinir okkar í Danmörku, Kristinn og Helga, hafa verið svo almennileg við okkur að gauka að okkur bæði ýsu og þorsk. Af frábærum gæðum. Frábært. Við erum á leið til þeirra í skötuveislu á Þorláksmessu. Það verður í fyrsta sinn sem ég mun bragða á skötu. Ég hef gert mitt besta að láta kæsta skötu ekki verða á vegi mínum þar sem ég hef þá stefnu að prófa allt að minnsta kosti einu sinni, en núna verður ekki undankomu auðið. Það er víst hægt að deyfa bragðið með nokkrum snöfsum. Þá er maður fær í flestan sjó.

Ofnbakaður þorskur með steinselju og fetapestó, hrísgrjón, brauðhleif og hvítvínstári

Rúmlega kíló af þorski, mest hnakkastykkjum, var lagt í eldfast mót. Smávegis af jómfrúarolíu var sáldrað yfir og saltað og piprað. Vænt búnt af ferskri flatlaufssteinselju er skorið eins smátt niður og hægt er (pestóið er auðveldast að gera í mortéli, matvinnsluvél - en bæði mitt er fast í Geymslum og bíður flutnings til meginlandsins) og sett í skál. Ferskur fetaostur er líka skorin smátt niður, nokkrar hnetur - ég notaði paranötter - sem ég held að séu kallaðar brasíluhnetur á íslensk, jómfrúarolía, nokkur smáttskorinn hvítlauksrif, salt, pipar. Allt þetta var skorið niður eins smátt og hægt var! Ég notaði nýja Global Deba hnífinn sem ég gaf sjálfum mér í jólagjöf, bit bara öðrumegin, beittur eins og rakvél (hef kynnst því á eigin skinni). Pestóið er hrært vel saman og smurt yfir fiskflökin. Ég átti 200 ml af matreiðslurjóma sem ég hellti líka yfir og bakaði í ofni þar til fiskurinn var tilbúinn. Ég er með hefðbundinn ofn sem byggir á leiðni (convection) og þetta tók alveg góðar 20-25 mínútur við 180 gráður. Þetta hefði tekið mun skemmri tíma í venjulegum blástursofni. 

Með matnum var borið fram hrísgrjón, brauðhleifur og einfalt grænt salat með laufum, niðurskornum tómötum, gulum paprikum og ólífum

Með matnum fengum við okkur Lindemans Chardonnay úr belju sem var vel kalt og frískandi. Gott og lifandi kassavín. Glitraði vel í glasinu. Það er ekkert svo slæmt að fá sér tár úr belju þó að fátt sé betra en að draga tappa úr góðri vínflösku. 

Verði ykkur að góðu! Og gleðileg jól!

Ps. fékk fyrirspurn hvernig Glóbal Deba hnífur lýtur út. 

global_deba.jpg

 


Smávægilegur glaðningur í skammdeginu; ein matreiðslubók og tvær einfaldar uppskriftir

Ég hef verið latur við að blogga síðustu vikurnar. Ætli það sé ekki stemmingin frá Fróni sem smitar mann hingað yfir Atlantshafið. Samt er það þó þannig að þegar svoleiðis stemming liggur í loftinu er gott að reyna að lyfta sér upp. Þessi færsla er um þrjár hluti; tvær uppskriftir (svo einfaldar að það er varla hægt að kalla þær uppskriftir) og svo eina bók sem mér var færð að gjöf nýverið alveg óvænt.

Matreiðslubókin

Ég hef verið að fylgjast með heimasíðu Júlíusar Júlíusarsonar sem er með bloggsíðuna, http://juljul.blog.is. Frábær heimasíða ... frábærar uppskriftir. Fyllir mann innblæstri að lesa þessa bloggsíðu, sérstaklega á þessum síðustu og verstu tímum. Ekki nóg með það að hann hefur verið að halda út áhugaverðri síðu þá hefur hann verið að skrifa bók með Friðriki Karlssyni sem rekur veitingastaðinn Friðrik V. Þeir gera þessa bók í samvinnu ... Meistarinn og Áhugamaðurinn í samvinnu við slyngan ljósmyndara, Finnboga Marínósson.

Afraksturinn er hreint útsagt frábær. Þeir tækla 42 viðfangsefni auk sitthvorar útgáfu af fiskisúpu, hvor með sinni nálgun án þess að vita hvað hinn er að sýsla. Niðurstaðan er ótrúlega girnileg. Og ljósmyndarinn skilar svo sannarlega sínu á síðurnar. Ef ég hefði ekki fengið hana að gjöf sjálfur þá hefði ég óskað mér þessa bók í jólagjöf. Sannarlega jólalesning matgæðingsins. 

Ég ætla að fá að verja nokkrum orðum í að segja frá ferð minni á veitingahúsið Friðrik V fyrir tveimur árum - þegar góðærið var ennþá á fullum krafti og maður skrapp norður í land í leikhúsferð bara svona sísona ... vinkona mín var að leika í leiksýningu á fjölum LA, Herra Kolbert - og eftir sýninguna fórum við út að borða. Sennilega skemmtilegasta heimsókn á veitingastað sem ég hef farið. Þetta var áður en þau fluttu á nýja staðinn. Eiginkona Friðriks, Arnrún, tók á móti okkur - og þjónustan var engu lík. Mig rekur í minni að dóttir þeirra hafi verið með myndlistarsýningu, þá fjórtán ára, og afraksturinn var á veggjum staðarins. Hæfileikarík, sennilega ekki langt að sækja sköpunargáfuna. Manni leið eins og maður var í mat hjá gömlum vinum, móttökurnar voru þannig. Arnrún og Friðrik kynntu hvern einasta rétt, hvert hann átti rætur að rekja í héraðið, settust og spjölluðu við okkur. Mér leið eins og ég hefði þekkt þau lengi - án þess að hafa hitt þau fyrr eða síðar. Vona þó að ég eigi eftir að rata á veitingahúsið þeirra aftur. Maturinn var líka ógleymanlegur. Við pöntuðum matseðil hússins, sem kokkurinn ákveður, með víni. Fengum frábæra forrétti - ansi marga - tengsl við héraðið var að finna í hverjum bita. Í aðalrétt fengum við kjúklingabringu sem hafði verið fyllt og marineruð og elduð í roner (vaccúmpakkað og eldað undir þrýstingi við lágan hita) og svo nokkra dásamlega deserta. Ég held að ég eigi aldrei eftir að gleyma þessari heimsókn. 

Einfaldur forréttur í jólaskammdeginu

Ég er búinn að fara í eina jólaglögg í Svíþjóð - en ekki hvað. Kollegi minn, Carmen Roseman og maðurinn hennar, buðu vinnufélögum í glögg fyrsta í aðventu. Þar smakkaði ég í fyrsta sinn rétt sem ég hafði hafnað hjá Jónasi kollega mínum nokkrum dögum áður. Piparkaka með mygluosti og sultu. Ég veit - þetta er ekki uppskrift - en þetta er algerlega dásamlega bragðgott. Góð piparkaka, væn sneið af Stilton, eða líkum blámygluosti og svo góðri sultu. Ef ég hefði verið á Íslandi þá hefði ég stolist inn í ísskáp í Lönguhlíðinni og fengið mér smávegis af rabbbarasultunni sem pabbi hefur verið að sýsla við að laga á haustin úr rabbara ú Lækjarkoti. Hann gerir nokkrar krukkur, hver með sínu bragði, smá balsamikedik hér, smá koníak þar og þar fram eftir götunum. Dásamlegt. Eins og þessi skringilegi jólaréttur þeirra Svía.

Einfaldur pastaréttur fyrir sálina - ekki svo mikið fyrir hjartað

Ég hef verið að spila með Lundsskvass klubb síðustu vikurnar. Það verður að segjast að það hefur ekki gengið vel. Ég hef keppt átta sinnum og núna tapað sjö sinnum í röð. Maður verður nú samt að berjast áfram. Gæfan hlýtur að snúast mér í hag. Það bara hlýtur að koma að því. Hvað sem því líður þá kom ég seint heim í kvöld þar sem ég var að spila skvass og setti grísina mína í rúmið. Snædís skrapp í saumaklúbb með nokkrum íslenskum vinkonum sem búa hérna í Lundi. Á meðan lagaði ég þessa lygilega bragðgóðu máltíð. Ég hef lesið nokkrum sinnum um þennan einfalda rétt og jafnvel séð hann eldaðan einu sinni í einhverjum matreiðsluþætti. Allavega. Mér hefur aldrei dottið í hug að elda þennan rétt. Bæði vegna þess að hann er ansi óhollur og líka vegna þess að hann er óhollur. Tvær góðar ástæður. En í dag var ekkert annað til í skápunum annað en þetta. Pasta, smjör og salvía. Einfaldara verður þetta ekki. 

Gott spaghetti soðið í ríkulega söltuðu vatni. Á meðan er 50 gr af smjöri brætt á pönnu með smávegis af jómfrúarlolíu. Þegar smjörið er búið að freyða er ferskum salvíulaufum skellt útí og þau steikt - þau nánast poppast - lyktin í eldhúsinu verður stórkostleg - maður einhvern veginn lyftist upp af salvíu blandinni smjörlyktinni. Spaghettíið er soðið þar til það er al dente, og svo er því skellt á pönnuna og blandað saman við salvíusmjörið. Nóg af nýmöluðum pipar og parmaosti er dreift yfir. Borðið með smá brauðhleif og rauðvínstári. Þetta var bragðbetra en ég hafði ímyndað mér. Salvían verður flauelsmjúk á bragðið og seltan í smjörinu passar vel samanvið. 

Bon appetit!


Smásálarbjarmi í svartnættinu; Ljúffengt lambalæri þakið herbes de provence, ofnbakað rótargrænmeti með seiðandi sósu

snjor_i_lundi.jpgÞað er fallegur sunnudagur hérna í Lundi. Það er búið að vera kalt síðustu tvær vikurnar og rakt í lofti þannig að kuldinn bítur mann í nefið. Það snjóaði meira að segja um daginn. Gráðurnar virðast því vera kaldari en á Fróni. En í dag er milt og nærri heiðskýrt. Ég byrjaði snemma í morgun í eldhúsinu. Við höfum tekið upp þá hefð að búa til pönnukökur á sunnudagsmorgnum. Þetta er eitthvað sem við höfum lært af vinahjónum okkar Jóni Þorkatli og Álfhildi. Hefð sem ég vona að verði áfram. Fátt yndislegra en heit, þykk pönnukaka á sunnudagsmorgni, ostsneið og rjúkandi kaffi. Dásamlegt!

Ég fór í göngutúr áðan út í búð - bráður kaffibrestur á heimilinu - og á leiðinni í búðina gekk ég yfir Clemenstorgið þar sem var verið að undirbúa útifund - sem er víst árlega hér á torginu.  Þetta er kokkurinn_i_vinnunni.jpgvíst dánardagur Karl XII Svíakonungs (við búum einmitt við götu sem ber hans nafn) - síðasti stríðkóngur Svía. Ég segi stríðskóngur því hans helsta dægrastytting var að heyja stríð við alla í kringum hann; Rússa, Pólverja, Dani og Norðmenn. Öfgasinnaðir hægrimenn - nýnasistar - hafa mikið dálæti á þessum kóngi og hylla hann á þessum degi. Það hefur komið fram í blöðunum í vikunni að aktívistar ætli að mótmæla nasistunum og því má búast við einhverjum látum hér. Það hefur verið hefð fyrir því að vera með læti þennan dag - fyrir hálfum öðrum áratug komu hingað farmfylli af aktívistum frá Danmörku til að slást við nýnasistanna. Þá var nánast stríðsástand í þessum bæ, steinum úr heilu götunum fræstar upp og grýtt í andstæðingana. Þessi kóngsauli æsir upp fólk langt fram yfir líf og dauða. Helvítið á honum. Svo fór sem fór - hér voru læti!

Ýmsar kenningar voru uppi um andlát hans en hann fékk kúlu í höfuðið í Noregi. Norðmönnum að sjálfsögðu kennt um en einnig er möguleiki á að einhver úr hirðinni hafi ákveðið að slútta þessu - langþreyttir á stríðsbrölti hans um norðanverða Evrópu. Það er lítið gott hægt að segja um þennan mann nema hvað hann rosmarinrunni.jpgkynnti skandinövum fyrir ágætum rétt sem hann sótti eitt sinn þegar hann var í stuttri útlegð í Tyrklandi - Kjötfars/kjöthakk í kálböggli. Það þurfti víst ekki að fórna nema nokkur hundruð þúsund manns til að kynna þessa hefð! Fráleitt - en kálbögglar geta verið prýðisgóðir!

Smásálarbjarmi í svartnættinu; Ljúffengt lambalæri þakið herbes de provence, ofnbakað rótargrænmeti með seiðandi sósu

Jæja nóg um þetta. Vindum okkur að matnum. Ég fór í smá stuð við pönnukökubaksturinn og ákvað því að klára að undirbúa kvöldmatinn. Innblásturinn er sóttur til Frakklands þar sem við vorum í ágúst í stórkostlegri ferð. Héraðið sem við vorum í í Suður Frakklandi, Tarn, er þekkt fyrir lambakjötið sitt og því auðvitað á boðstólnum þessa vikuna.

lamb_herbes_de_provence.jpgHerbes de Provence er fræg kryddblanda frá Provence sem á víst ekki svo langa sögu. Samkvæmt því sem kemur fram á Wikipediu var þetta sett á markað á áttunda áratug síðustu aldar. Þetta er hægt að kaupa víða - oft selt í fallegum pokum á mörkuðum í Frakklandi og samanstendur af þurrkuðu rósmarín, majoram, basil, lárviðarlaufi, timian og lofnargjörð. 

Þetta er alltént nógu einfalt. Lambalærið er tekið og spekkað með hvítlauk. Það er gert með því að stinga nokkur göt á það og setja hvítlauksrif í götin. Lærið er þvínæst nuddað með góðri jómfrúarolíu, salti, pipar og kryddblöndunni og leyft að standa í nokkra klukkutíma áður en það er eldað. Þannig ná kryddjurtirnar að ljá kjötinu sitt ljúfa bragð. Lambalærinu er leyft að lúra í 150 gráðu heitum ofni þangað til að það verður með kjarnhita um 65 gráður. Síðasta hálftímann er kannski 300 ml af vatni hellt í botninn á fatinu til að safna kraftinum til að búa til sósuna. Þegar allt er tilbúið er lambið tekið út og leyft að standa á meðan sósan en kláruð. 

lamb_a_diski.jpgOg nóg er sósan einföld. Soðinu er hellt í pott, suðunni hleypt upp og soðið niður um þriðjung. Þá  er smá matreiðslurjóma, saltað og piprað og soðið niður áfram í smá stund.

Borið fram með rótargrænmeti, ofnbökuðu eins og kemur fram í titlinum - það má nota í raun hvað sem er; kartöflur, sætar eða venjulegar, gulrætur, rófur, næpur, seljurót, lauk og hvítlauk - nefndu það bara. Bleyta með smá jómfrúarolíu, salta og pipra og baka í klukkustund. Í kvöld vorum við með kartöflur, gulrætur, rauðlauk og hvítlauk. Rósmarínið, þurrkað, kom sterkt inn. Ljúffengt.

Í kvöld drukkum við alvöru vín, beljan var tóm - grét ekki yfir því - vegna þess að í staðinn opnuðum við Penfold Kalimna Shiraz bin 28 frá því 2005. Þykkt og mikið vín. Fyllir munninn bragði af dökkum vínberjum, sólberjum og kannski leðri, dáldið tannín. Vín sem lifir í munninum og aðeins lengur í blóðrásinni, sem betur fer!

matur_a_bor_um.jpg

 


Smá birta; kjúklingabringur með parmaskinku, osti og basil með spaghetti og fersku salati

sonurinn_a_hjalpa_til.jpgSíðasta vika var ansi ljúf hjá okkur Íslendingunum á Karl Xii götunni í Lundi. Við fengum góða gesti, mágkonu mína, Kolbrúnu Evu og son hennar Patrek, sem voru hjá okkur í næstum viku. Við reyndum að gera okkar besta að gera þetta heimilislegt hérna í íbúðinni okkar og ég held það þetta hafi bara tekist vel hjá okkur. Allavega var alveg frábært að hafa þau hérna.

Ég horfði á mótmælin í gær. Djöfull var ég stoltur. Mörg þúsund Íslendingar að mótmæla. Mér fannst ræðurnar vera góðar, þá sérstaklega Viðar Þorsteinsson - hvílík ræða! Eitthvað verður að gerast á Fróni. Þetta getur ekki haldið svona áfram. Ætli Andri Snær hafi ekki bara hitt naglann á höfuðið með orðum sínum um vini okkar - hver ætti að vilja lána okkur peninga. Þeir sem stýra hafa bara sýnt getu og ráðaleysi. Allir ríghalda í stólinn sinn, enginn ætlar að víkja. Ótrúlegt.

Allavega. Ég hef verið að renna í gegnum uppáhalds matreiðslu heimasíðurnar mínar og á heimasíðu Jamie Oliver rakst ég á uppskrift sem ég byggði þessa á. Þetta virðist vera úr nýjustu bókinni hans sem heitir Ministry of Food. Hef ekki eignast hana - en ætli ég biðji ekki um hana í jólagjöf. Eins var ég að skoða heimasíðu, Júlíusar Júlíussonar, sem heitir matarsíða áhugamannsins. Frábær síða hjá honum og gaman að lesa hversu metnaðarfullar hugmyndir eru í farvatninu. Hann og Friðrik V eru að gefa út matreiðslubók sem heitir Meistarinn og áhugamaðurinn - hlakka mjög til þess að glugga í þessa bók.

kjuklingur_undirbuinn.jpg Smá birta; kjúklingabringur með parmaskinku, osti og basil með spaghetti og fersku salati

Fyrst er kjúklingabringan þvegin og lögð á milli plastfilmu og svo lamin nokkrum sinnum þar til að hún er orðin nokkuð jöfn að þykkt. Þetta tryggir að hún steikist jafnt. Þá er smávegis af olíu penslað yfir bringuna, saltað og piprað, rifnum osti, parmesan osti, sáldrað yfir og svo nokkrum niðurskornum basillaufum dreift yfir. Því næst er 2-3 sneiðum af góðri skinku, t.d. parmaskinku - ég notaði reyndar sænska vindþurrkaða vestfirska skinku - lagt jafnt yfir þannig að það hylur ostinn og kryddið alveg. Þá er bringan steikt, fyrst skinkusneiðar hliðin niður,við meðalhita í 4-5 mínútur. Svo er þessu snúið við og steikt í nokkrar mínútur. Þá er sneiðunum stungið inn í ofn á meðan meðlætið er gert tilbúið. 

kjuklingur_a_lei_inni.jpgSósan var ágæt. Eftir að búið var að steikja kjúklinginn, hellti ég smávegis (30ml) rauðvíni á pönnunna, smá balsamikedik (20ml) og dropa af jómfrúarolíu. Þetta var soðið niður og pannan skröpuð á sama tíma til að ná öllu bragðinu sem bundist hafði við hana. Hellt í skál í gegnum sigti. Þetta er kröftug sósa þannig að einungis þarf teskeið eða svo á hverja sneið af kjúklingi. 

Meðlætið var einfalt. Spaghetti soðið samkvæmt leiðbeiningum. Vatni hellt af og góðu pestói - best væri náttla að gera heimagert, en það eru krepputímar svo við notuðum bara keypt pestó sem var á tilboði út í búð. Ég notaði hefðbundið grænt pestó en eftir á að hyggja þá held ég að rautt pestó, eða tapenade úr sólþurrkuðum tómötum hefði verið frábært. 

Einnig var ferskt salat með matnum. Nokkur græn lauf, tómatar, sneiðar af mozzarellaosti, salt, pipar, smá olía. Einfalt. 

Með matnum drukkum við prýðisrauðvín, Wolf Blass yellow label, Cab Sauv. Bragðmikið og talsverð munnfylli, svört ber og prýðisgott eftirbragð. Þetta er vín þar sem maður fær mikið fyrir peninginn. Bang for the buck eins og sagt er í USA. 

kjuklingurinn_tilbuinn.jpg


Núna er það svart; Spaghetti Nero með tómat/chilli sósu, góðu brauði og úrvals hvítvíni

Fjölskyldan var í heimsókn hjá vinafólki hinu megin við brúna fyrir að verða fimm vikum síðan. Það var í upphafi bankakrísunnar og ég man vel eftir því hvað við vorum að ræða saman um hvernig myndi spilast úr þessu öllu. Lítið af því sem okkur datt í hug varð að veruleika ... ekki það að hugmyndirnar væru eitthvað fjarstæðukenndar eða slæmar. Allir mega koma með hugmyndir og það gleður mann hversu margir, hér í netheimum eru með hugmyndir ... svo er annað að útfæra þær. Ekki að ég hafi einhverjar kunnáttu í þessum efnum ... en allir mega hafa sýnar skoðanir. Sérstaklega í krísum.

Það sem vekur athygli mína er hugtakið ábyrgð. Það að bera ábyrgð er mér ekki framandi, þvert á móti, sem læknir ber maður ábyrgð á aðgerðum sínum, hjá því verður ekki komist. Þegar maður horfir á það ástand sem blasir við í dag ... katastrófískt ... ber enginn ábyrgð á neinu. Ráðamenn, bankamenn, eftirlitið ... voru á staðnum en virðast bara hafa verið saklaus fórnarlömb skelfilegra aðstæðna. Þetta fólk var innsti koppur í búri en virðast bara hafa rettur_a_ponnu.jpgverið farþegar í stjórnlausu fleyi, túristar án leiðsagnar, sauðir án hirðis. Lygilegt. Við þegnarnir erum augljóslega hálfvitar. Enda ekki við öðru að búast af okkur! Hvað höfum við borgarar gert til þess að tekið se mark á okkur.

And&/&(s ... þetta er matarblogg ... en maður getur bara ekki setið á sér. Það er bara ekki hægt ... kannski hægt en það er erfitt. Og eins og sjá má á blogginu mínu þá er ég maður sem læt undan freistingum. Þannig er ég bara gerður. Þetta er einmitt réttur sem varð til í heimsókn okkar hinum megin við sundið ... Aurasundið. Þetta var spontant matur, kannski eins og margar af lausnunum sem hafa legið í loftinu ... og bragðgott var það. 

spaghetti_nero_a_disk.jpgNúna er það svart; Spaghetti Nero með tómat/chilli sósu, góðu brauði og úrvals hvítvíni

Þetta var einfaldur matur. Ekki í fyrsta sinn sem ég byrja færslu með þessum orðum, en engu að síðar satt. 

Fyrst voru nokkur smátt skorin hvítlauksrif, ein smátt skorinn skarlotulaukur og einn smátt skorinn rauður chillipipar (kjarnhreinsaður) steiktur í blöndu af smjöri og olíu á pönnu í nokkrar mínútur þar til mjúkt. Saltað og piprað. Því næst var 300 gr af stórri hörpuskel skellt á pönnuna og svissað aðeins að utan og veitt af pönnunni. Þá va smá hvítvíni skvett yfir, alkóhólið soðið af, hálfri dós af niðursoðnum tómötum bætt saman við, smávegis af rjómaosti, hörpuskelin aftur saman við. Skreytt með basllaufum. 

closeup.jpgBorið fram með svörtu pasta - Spaghetti Nero - sem var eldað samkvæmt leiðbeiningum. Spaghetti Nero er gert á þann máta að bleki frá kolkrabba er bætt saman við hefðbundna pasta uppskrift til að leggja til þennan sérstaka lit. Ótrúlegt en satt leggur það ekki mikið til bragðsins, nema hvað það verður aðeins flauelskenndara þegar maður rennir því niður. Ljúffengt. 

Einnig var borið fram gott baguette, smá salat og gott hvítvín. Auðvitað hvítvín. Hvað er lífið án þess að hafa glas af köldu og góðu hvítvíni. 

Við fengum okkur meðal annars Beringer Napa Valley Fumé Blanc, sem stundum er selt undir nafninu Sauvignion Blanc. Hvað sem því líður þá er þetta sama vínið. Unnið úr Sauvignion Blanc þrúgu. Ferskt, ávaxtaríkt hvítvín með ágætu eftirbragði. Þetta er vín sem hefur fengið ágæta dóma á Wine Spectator, um 85 púnta. 

 

hofundur_i_rettu_ljosi.jpg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband