Jólaundirbúningurinn hefst snemma í ár: Ţrjár tegundir af síld međ öllu tilheyrandi

 
Mér finnst ákaflega jólalegt ađ gera mína eigin síld fyrir jólin. Og ţegar ég segi gera mína eigin síld - ţá meina ég auđvitađ ađ bragđbćta síldina sjálfur. Ég hef aldrei fariđ og verkađ síldina frá grunni - enda er ţađ óţarfi ţegar unnt er ađ kaupa hana tilbúna, ţ.e.a.s. verkađa, og klára svo međ ţví ađ kynna hana fyrir ýmis konar sósum og kryddi. Mađur hefur, jú, ekki endalausan tíma. 
 
Í ţessari fćrslu ćtla ég ađ leika mér mest međ sýrđan rjóma og majónesi - persónulega eru ţađ síldarréttirnir sem ég leita helst í ţegar ég sćki hlađborđ heim. Ćtli ég geri ekki ađra fljótlega - međ ađeins öđrum áherslum. Á ţessum síđustu og verstu tímum er nauđsynlegt ađ teygja vel og rćkilega á ađventunni. 
 
Jólaundirbúningurinn hefst snemma í ár: Ţrjár tegundir af síld međ öllu tilheyrandi
 
Ég kynntist ţessari síldartegund, Klädesholmen, ţegar ég bjó í Svíţjóđ. Ég bloggađi meira ađ segja um ţćr uppskriftir. Eins og ţá - var fađir minn, Ingvar, mér innan handar en foreldrar mínir eru miklir síldarunnendur og bera ábyrgđ á ţví ađ hafa komiđ mér á bragđiđ. 
 
Ég var svo á kynningu í sćnska sendiráđinu fyrir tveimur árum og sá ađ hún er komin á markađ á Íslandi. Jón, sem flytur síldina inn, var svo almennilegur ađ gefa mér nokkra pakka af síldinni og reyna ađ gera henni góđ skil. Ţ
 
 
Ţetta eru ekki flóknar uppskriftir og ţađ góđa viđ ţćr er ađ ţađ má gćđa sér á ţeim strax. En ćtli ţćr verđi ekki enn ljúffengari viđ ađ fá ađ standa í ísskáp í sólarhring. Ţá fá allar bragđtegundirnar ađ kynnast betur. 
 
Ég geri mér grein fyrir ţví ađ ekki skilja allir ţetta hrafnaspark og ćtli ţađ sé ekki best ađ skrifa ţetta upp aftur. 
 
Jólasinnepssíld 
 
Hráefni
 
1 pk Klädesholmen 5-minuterssild
1 dós sýrđur rjómi 
3 msk majónes 
handfylli hakkađ dill
1 msk hlynsíróp 
1 1/2 msk Edmont Fallot dijon sinnep 
salt og pipar eftir smekk. 
 

 

Ađferđafrćđin er ekki flókin. Hella af síldinni, skola undir köldu vatni. Skera í munnbitastóra bita. Hrćra saman öllum hráefnum, smakka til međ salti og pipar. Fćra yfir í fallega krukku. Setja í ísskáp á međan unniđ er í nćstu síldarréttum. 
 
 
Västerbottensíld 
 
Ţessi uppskrift sló í gegn. Ég stal ţessari uppskrift af netinu ţar sem ég hafđi aldrei gert ţetta áđur. 
 
Hráefni
 
1 pk Klädesholmen 5-minuterssild
1 dós sýrđur rjómi 
2 harđsođin egg
1/2 dl majónes 
handfylli hökkuđ steinselja
hnífsoddur af chilidufti
1 1/2 dl rifinn Västerbottenostur 
salt og pipar eftir smekk
 
 
 
Ţessi uppskrift er líka ofureinföld - en kannski sú eina sem krafđist einhverrar eldamennsku, ef eldamennsku skyldi kalla. Ţađ ţurfti ađ sjóđa eggin! 

 

 

Og rífa ostinn. 
 
Hella af síldinni, skola undir köldu vatni. Skera í munnbitastóra bita. Hrćra saman öllum hráefnum, smakka til međ salti og pipar. Fćra yfir í fallega krukku. Setja í ísskáp á međan unniđ er í nćstu síldarréttum. 
 
 
Hvítlaukssíld
 
Hráefni
 
1 pk Klädesholmen 5-minuterssild
1 dós sýrđur rjómi 
2 harđsođin egg
3 msk majónes 
handfylli hökkuđ steinselja
1/2 tsk Bera chilisósa
3-4 stór hvítlauksrif
1 tsk hlynsíróp
salt og pipar eftir smekk. 
 
Hella af síldinni, skola undir köldu vatni. Skera í munnbitastóra bita. Hrćra saman öllum hráefnum, smakka til međ salti og pipar. Fćra yfir í fallega krukku. Setja í ísskáp á međan gengiđ er frá og máltíđin undirbúin.
 
 
Einfalt og meira ađ segja fljótlegt. 
 
 
Mamma mín, Lilja María, tók ađ sér ađ smyrja rúgbrauđiđ. Allir fengu einhver verkefni. 
 

 

 

Ţađ var dálítiđ sćnsk slagsíđa á ţessu hjá okkur. Bárum fram sođnar kartöflur sem viđ veltum upp úr góđri jómfrúarolíu, sođin egg, hrökkbrauđ og meiri Västerbottenost. Og smá jólabjór. 

 
Ţetta reyndist sannkölluđ síldarveisla. 
 
Verđi ykkur ađ góđu. 
 
-------
 
 
 
Flest hráefnin í ţessari fćrslu fást í verslunum Hagkaupa

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband