Höfđingleg skyrterta međ hvítu súkkulađi, ţeyttum rjóma, hindberjamarmelađi og ferskum hindberjum

Í október fór ég í bođi íslenska fyrirtćkisins Kerecis og eldađi fyrir gesti á ráđstefnu sem haldin var í Las Vegas. Sú borg er vćgast sagt furđuleg - ćtli absúrd sé ekki lýsingarorđiđ sem á best viđ, alltént ađ mínu mati. Ég sá ekki mikiđ af borginni - fór í stutta gönguferđ um "The Strip" og heimsótti svo Ceasar's Palace nokkrum sinnum en ţar var veislan sem ég eldađi fyrir haldin.

 

Ég varđi bróđurpart tímans í Las Vegas bak viđ eldavélina ásamt bróđur mínum - og viđ áttum saman góđar stundir. Hlustuđum á tónlist, smökkuđum á craftbjór og elduđum níu rétta veislu fyrir 100 manns.

 

Og ţó ađ ég segi sjálfur frá ţá heppnađist hún ljómandi vel. Ţennan eftirrétt bjó ég til - en hann byggir á annarri uppskrift sem ég gerđi fyrir nokkrum árum. En niđurstađan er frábrugđin - ţessi er mun meira frískandi.

 

Ég ćtlađi ađ byggja ţetta upp eins og litlar tertur á disk en ţegar á hólminn var komiđ áttađi ég mig á ţví ađ ég hafđi gleymt mótunum mínum - í Las Vegas.

 

Ţessi fćrsla birtist nýveriđ á heimasíđunni Gott í matinn, sjá hér, sem er heimasíđa á vegum Mjólkursamsölunnar en ţar kennir ýmissa grasa, sjá hérna.

 

Höfđingleg skyrterta međ hvítu súkkulađi, ţeyttum rjóma, hindberjamarmelađi og ferskum hindberjum

 

Fyrir sex

 

Fyrir botninn

 

100 g pekanhnetur

130 g haframjöl

100 g smjör

4 msk hlynsíróp

 

350 g hreint Ísey skyr

300 hvítt súkkulađi

250 ml ţeyttur rjómi

2 gelatínplötur

 

12 msk hindberjamarmelađi

2 öskjur af hindberjum

 

1. Byrjiđ á ţví ađ mala hneturnar í matvinnsluvél og blanda saman viđ haframjöliđ.

2. Brćđiđ smjör og blandiđ saman viđ mjöliđ ásamt hlynsírópinu.

3. Smyrjiđ deiginu á ofnskúffu og bakiđ í 15 mínútur viđ 180 gráđur. Látiđ kólna.

4. Brjótiđ svo kexiđ niđur og rađiđ í skálar.

5. Blandiđ saman skyrinu, ţeyttum rjóma og brćddu hvítu súkkulađi og svo gelatínplötunum (hćgt ađ leysa ţćr upp í heitu súkkulađinu).

6. Setjiđ ţví nćst skyrblönduna ofan á kexiđ og setjiđ í ísskáp til ađ kólna og stífna.

7. Dreifiđ hindberjamarmelađinu ofan á og skreytiđ međ hindberjum.

 

 

------

 

 

 

 

Flest hráefnin í ţessari fćrslu fást í verslunum Hagkaupa

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af sjö og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband