Gamlir vinir í heimsókn: Marókósk veisla - ofnbakađur kjúklingur međ harissa og ólívumauki, spćsí eggaldinturn međ granatepli, kúskús međ feta og petispois, marglitar gulrćtur međ hunangi og fennel og flatbrauđ steikt á flatoppnum

 

Mér finnst endalaust gaman ađ elda. Og best er ađ elda fyrir vini og vandamenn. Ađ ţessu sinni voru gamlir vinir okkar hjóna í heimsókn. Viđ bjuggum í sömu götu í Lundi í Svíţjóđ - Álfhildur býr ţar enn ásamt eiginmanni sínum og ţremur sonum.

 

 

Hún er á landinu í nokkra daga ásamt yngsta syninum, Grími. Viđ buđum einnig Addý og Gumma og ţau komu međ ţrjár yngstu dćtur sínar međ sér, Önnu, Ellu Mćju og Helenu. Úr varđ ekta sćnsk veisla - fullt af ćrslafullum krökkum og góđum vinum. Viđ erum endalaust ađ vona ađ Álfa, Jón Ţorkell og drengirnir fari nú ađ flytja heim. Viđ söknum ţeirra!

 

Ţannig ađ til ađ reyna ađ lokka ţau heim - var lagt í heljarinnar veislu! Og hún heppnađist stórvel!

 

Gamlir vinir í heimsókn: Marókósk veisla - ofnbakađur kjúklingur međ harissa og ólívumauki, spćsí eggaldinturn međ granatepli, kúskús međ feta og petispois, regnbogagulrćtur međ hunangi og fennel og flatbrauđ steikt á flatoppnum

 

Fyrir kjúklinginn

 

1,8 kg af kjúklingaleggjum og lćrum.

1 bolli heimagert ólívumauk (krukka af svörtum ólífum, hvítlaukur, salt og pipar og jómfrúarolía)

4 msk heimagerđ harissa (siracha, jómfrúarolía, harissablanda frá Kryddhúsinu)

handfylli af steinselju

2 msk sítrónupipar

1 msk salt

2 msk broddkúmen

1 msk túrmerik

250 g kalamataólívur

1/2 bolli jómfrúarolía

4 msk hunang

 

Fyrir eggaldinturninn

 

4 eggaldin

250 ml bragđbćtt grísk jógúrt (bragđbćtt međ 3 hvítlauksrifjum, safa úr heilli sítrónu, hunang)

spćsí tómatsósa (laukur, hvítlaukur, karríduft, 2 dósir tómatar og 1 krukka af tómatachutney frá Friđheimum, salt og pipar)

1/2 granatepli

mynta til skreytingar

 

Fyrir kúskúsiđ

 

1 pakki kúskús

1 fetakubbur

1 rauđ papríka

1 grćn papríka

1 bolli petit pois

góđ jómfrúarolía

salt og pipar

mynta til skreytingar

 

Fyrir gulrćturnar

 

400 g íslenskar regnbogagulrćtur

3 msk jómfrúarolía

2 msk hunang

1 msk fennelfrć

salt og pipar

 

Fyrir flatbrauđiđ, sjá hérna - nema ađ ég sleppti kjúklingabaununum.

 

 

Fyrsta skrefiđ var ađ marinera kjúklinginn. Ég hafđi gleymt ađ kaupa ólífumauk - svo ég bjó til mitt eigiđ. Tók krukku af svörtum ólífum, skolađi og setti í litla matvinnsluvél ásamt heilum sólóhvítlauk, salti, pipar og jómfrúarolíu og maukađi.

 

 

Svo var ađ útbúa chilimaukiđ - harissa, sem ég átti ekki heldur. Ţá var ekkert ađ gera annađ en ađ henda saman sirachasósu, jómfrúarolíu og 1 msk af marókkóskri chiliblöndu.

 

 

Nćsta skref var ađ mala broddkúmeniđ í mortéli. 

 

 

Ađ lokum var ađ sameina hráefnin - ólívumaukiđ, steinseljuna, chilimaukiđ, túrmerikiđ, sítrónupipar, salt og hunang.

 

 

Notađi góđa jómfrúarolíu.

 

 

Sett í stóra skál og látiđ marinerast í fjórar klukkustundir.

 

 

Nćsta skref var ađ gera tómastósuna. Steikti laukinn, hvítlaukinn og karríiđ saman upp úr jómfrúarolíu og bćtti svo tómötunum saman viđ. Nćst var ađ bćta tómatmaukinu saman viđ og láta krauma í um klukkustund viđ lágan hita. 

 

 

Tók ţessu nćst eggaldin og skar niđur í ámóta stóra bita, penslađi međ jómfrúarolíu og bakađi í 200 gráđu heitum ofni í um 30 mínútur. Sneri einu sinni.

 

Á međan eggaldiniđ var í ofninum bjó ég til jógúrtsósuna. Blandađi saman grískri jógúrt, sítrónusafa, smátt söxuđum hvítlauk, hunangi, salti og pipar og lagđi til hliđar.

 

 

Svo var bara ađ rađa ţessu upp. Fyrst eitt lag af eggaldini, svo tómatsósa, svo jógúrt og endurtaka ţar til hráefniđ var uppuriđ.

 

Sáldrađi fullt af myntu yfir. Áđur en ég bar réttinn á borđ skóf ég innan úr hálfu granatepli og setti yfir. Klikkađi á ţví ađ taka ljósmynd, afsakiđ ţađ.

 

 

Gulrćturnar voru ofureinfaldar. Flysjađi tvo poka af regnbogagulrótum og skar í fernt eftir lengdinni og lagđi í eldfast mót. Velti upp úr jómfrúarolíu og hunangi, salti og pipar. Sáldrađi svo fennelfrćjum yfir og bakađi í 180 gráđu heitum ofni í ţrjú kortér. Velti ţeim nokkrum sinnum á eldunartímanum til ađ hindra ađ ţćr myndu brenna. 

 

 

Ţćr urđu líka alveg fullkomar. Skreytti međ myntulaufum.

 

 

Hrćrđi í brauđinn fyrr um daginn svo ađ ţau fengu tíma til ađ hefast, ţar verđur bragđiđ af ţeim til. Hćgt er ađ sjá uppskriftina hérna. Eins og fram hefur komiđ sleppti ég kjúklingabaununum og steikti brauđin frekar en ađ grilla ţau. Ţau heppnuđust ljómandi vel!

 

 

Kúskús er líklega einfaldasta međlćti sem um getur. Setti kúskúsiđ í skál og hellti sjóđandi kjúklingasođi yfir og setti plastfilmu yfir skálina og beiđ í fimm mínútur. Voila - tilbúiđ. Svo setti ég ţađ á skálar og skreytti međ fetaosti, petis pois, rauđlauk, papríku, ferskri myntu og svo góđri jómfrúarolíu. Og salt og pipar ađ sjálfsögđu.

 

 

Kjúklingurinn ilmađi dásamlega ţegar ég sótti hann í ísskápinn. Lagđi hann í eldfast mót, hellti 250 g af kalamataólífum yfir og bakađi í 180 gráđu heitum ofni í fimm kortér. 

 

 

Kjúklingurinn ilmađi ennţá betur ţegar hann kom út úr ofninum. Skreytti međ ferskri steinselju. Ferskt kóríander hefđi einnig veriđ ljúffengt en sumir í minni fjölskyldu ţola ekki kóríander - svo ađ úr varđ steinselja, sem er líka dásamlega ljúffeng.

 

 

Maturinn var lagđur á borđ - og úr varđ sannkallađ hlađborđ. 

 

 

Međ matnum nutum viđ svo rauđvíns sem ég hef drukkuđ áđur og meira ađ segja heimsótt víngarđinn. Viđ tókum upp sjónvarpsţćtti á vínekrunni fyrir rúmum tveimur árum. Valiano 6.38 Gran Selezione Chianti Classico frá 2010. Ţetta vín er ađ mestu unniđ úr Sangiovese ţrúgum (90%) eins og flest vín frá Toskana. En til ađ gefa ţví en meira fútt er ţađ blandađ međ Merlot ţrúgu. Og ţá kallast vínin oft Super Toskana vín. Ţetta er kraftmikiđ vín, sultađ - međ kirsuberjum og ögn kryddađ međ mjúku og bragđmiklu eftirbragđi. Passađi vel međ matnum. Seinast ţegar ég smakkađi ţetta vín parađi ég ţađ líka međ maróskóskum mat, sjá hérna!

 

 

Ţetta var ótrúlega ljúffeng máltíđ.

 

Kannski ađ okkur takist ađ lokka Álfu, Jón Ţorkel og drengina til Íslands. Hver veit?

 

------

 

 

 

Flest hráefnin í ţessari fćrslu fást í verslunum Hagkaupa


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband