Pönnsuklám; beikon og ostapönnukaka međ steiktu eggi, fínt skorinni púrru og steiktum tómat

 

Ţetta er bara örfćrsla.

 

Viđ fórum í tvöfalt fertugsafmćli í gćr hjá vinum okkar, Steinunni Ţórđardóttur og Árna Grími Sigurđssyni. Ţar var bćđi fjölmennt og góđmennt. Ţetta var sérstaklega vel heppnađ gilli enda eru ţau hjónin stórskemmtileg! Viđ vorum saman í lćknadeildinni og útskrifuđumst sumariđ 2004 - síđan eru liđin ţrettán ár. Og ţarna voru samankomnir margir góđir vinir úr deildinni - mikiđ var gaman ađ sjá ţessa gömlu vini aftur. Og eins og í veislum á árum áđur ţá var skálađ og dansađ.

 

Og ţađ hefur, jú, sínar afleiđingar daginn eftir. Ţađ er eđlilegt ađ verđa örlítiđ framlágur eftir slíka veislu.

 

En ţessi uppskrift réttir mann, sko, viđ ... ég lofa, í ţessum skrifuđu orđum hafa syndir gćrkvöldsins horfiđ út í heiđbláan sumarhimininn.

 

Pönnsuklám; beikon og ostapönnukaka međ steiktu eggi, fínt skorinni púrru og steiktum tómat

 

Og, já, ţetta er líklega ekki hollt - en međ illu skal illt út reka!

 

2 bollar hveiti

2 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

1 tsk salt

2 egg

3 dl mjólk

3 epli

2-3 msk smjör til steikingar

2-3 msk smjör til steikingar

beikon (ad libidum - háđ líkamlegri líđan) 

nokkrar handfyllir af cheddarosti

fullt af eggjum

 

 

Hveiti í skál, svo salt, lyftiduft og matarsódi. 

 

 

Fáiđ ţessa yndislegu morgunhressu prinsipissu til ađ hrćra! Hún er í stuđi!

 

 

Skiljiđ hvíturnar frá eggjarauđunum og ţeytiđ međ písk ţangađ til ţćr eru hálfstífţeyttar.

 

 

Hrćriđ deigiđ saman og blandiđ svo eggjahvítunum saman viđ - varlega, međ sleif eđa sleikju - viđ viljum ekki slá loftiđ úr ţeim.

 

 

Hitiđ grilliđ - í dag er kjörinn dagur til ađ elda utanhúss.

 

 

Veljiđ álegg. Ţađ er metiđ eftir frammistöđu gćrkvöldsins. Í mína pönnsu fóru tvćr sneiđar af beikoni, allur ţessi ostur, og svo smá púrra - mađur verđur alltaf ađ hafa grćnmeti međ!

 

 

Steikiđ beikon.

 

 

Já, og tómat, hann ku vera fullur af andoxunarefnum - og ţeirra er ţörf í dag!

 

 

Brćđiđ smjör.

 

 

Byrjiđ ađ steikja pönnukökuna.

 

 

Saxiđ beikon.

 

 

Og dreifiđ ţví svo á pönnsuna.

 

 

Svo rifinn ost. Nóg af rifnum osti.

 

 

Steikiđ egg, sunnyside up!

 

 

Snúiđ pönnukökunni til ađ steikja ostinn.

 

 

OMG!

 

 

Hvílík fegurđ sem í frelsaranum felst!

 

 

Ţiđ hljótiđ ađ sjá ađ ţetta hafi veriđ ótrúlega gott! 

 

 

 Nú er mađur, sko, til í tuskiđ! 

 

Bon appetit!

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband