Grillađur lax međ teriyaki, chillisósu og sesam međ hrísgrjónasalati og nýju salati

hrísgrjónasalat í undirbúningiÉg var ásamt mörgum kollegum á lyflćknaţingi á Selfossi um helgina. Ţar var mikil og góđ stemming. Ráđstefnan var skipulögđ var fyrirtćki Birnu Ţórđardóttur - Menningarfylgd og heppnađist afar vel. Ţar voru góđir fyrirlestrar, mikiđ kynnt af nýlegum rannsóknarverkefnum og svo var félagslífiđ vel heppnađ. Ţađ er geysimikil vćgt fyrir stétt á landi norđur í ballarhafi ađ rútta sér saman af og til og rćđa um gang mála. Kollegar voru á einu máli ađ ţingiđ hafi veriđ success.

Mađur var ansi lúinn eftir ţingiđ. Sinnti bćđi frćđastarfi og félagsstarfi af miklu kappi og var ţví ađ gera eitthvađ til ađ lyfta mér upp. Í flóđi fregna um slćmt gengi í hagkerfinu, lánamarkađi, verđi á bensíni og allri ţessari bölsýni ţá lék veđriđ samt viđ okkur í gćrkvöldi. Hlýtt, glampandi sól, grćnt á trjánum, hitinn frá grillinu á svölunum. Fátt er betra. Eftir ţétta ráđstefnu međ tilheyrandi matarrćđi bćđi á föstu og fljótandi var rétt ađ vera međ fćđu sem hreinsađi mann ađeins ađ innan. Lax gerir slíkt, sömuleiđis hrísgrjónasalat og ţá hreinsar kannski mest salat međ ávöxtum og gulum baunum. 

IMG_4224Grillađur lax međ teriyaki, chillisósu og sesam međ hrísgrjónasalati og nýju salati  

800 gr stykki af lax var settur á álţynnu, botninn fyrst penslađur međ smá olíu, salti og pipar og svo var flakiđ lagt yfir. 4 msk af góđri teriyaki sósu var smurt yfir ásamt 2 msk af heitri chillisósu. Ţá var sesamfrćjum sáldrađ yfir. Ţetta var svo bakađ á funheitu grilli í um 20 mínútur ţar til fiskurinn var eldađur í gegn. Af og til á međan eldun stóđ yfir var sósunni sem rann af fisknum skóflađ upp međ skeiđ og dreift yfir laxinn á nýjan leik. Ţá var handfylli af ferskum kóríander sáldrađ yfir og maturinn borin fram.

lax og vínHrísgrjónasalatiđ var ekkert ólíkt ţví sem ég hef gert áđur. Ţessi hluti er eiginlega klón af fćrslu sem ég var međ fyrir nokkrum vikum síđan;

Hrísgrjónasalatiđ var eins einfalt of hugsast getur (ég er alltaf međ svona frasa en ţetta er satt). Ég međ algera dellu fyrir hrísgrjónasalötum. Ţau eru bragđgóđ, létt, ljúffeng og mjög fyllandi međlćti sem passađi vel núna ţar sem ég var ađ metta marga munna en ekki međ svo mikiđ af kjöti. Fyrst voru tveir bollar af jasmín hrísgrjónum sođin skv leiđbeiningum. Ţađ fékk svo ađ kólna ađeins á međan grćnmetiđ var undirbúiđ. Ţá var gulrót, sellerístöng, laukur og hvítlaukur skorinn smátt niđur ásamt nokkrum sveppum sem ég átti afgangs og steikt á pönnu ţar til mjúkt í smávegis af grćnmetisolíu. Ţá var chilli, nokkrum niđurskornum sveppum, hálfum niđurskornum kúrbít bćtt viđ á pönnuna. Ţetta er svo steikt í nokkrar mínútur.  Ţá er hrísgrjónunum bćtt saman viđ og ţeim velt saman viđ grćnmetiđ. Steikt í smá stund ţar til ţetta hefur blandast vel og ţá er tveimur eggjum bćtt viđ salatiđ. Blandađ vel saman - eggin kekkjast fljótlega. Ţá er einhverjum góđum bragđefnum bćtt viđ - t.d soya sósu, teriyaki, kannski smá chillisósu, saltađ og hrísgrjónasalatpiprađ og jafnvel smá sykri.

Salatiđ var hins vegar ađeins nýtt á nálinni. Ég átti afgang af plómum frá ţví á fimmtudaginn var ţegar ég var međ kollega minn í mat og fannst gráupplagt ađ nota ţađ í salat. Fátt sumarlegra enda glampandi sólskin á svölunum ţegar ţetta var eldađ.

Grćn blönduđ lauf, ein gul paprika skorinn í grófa bita, ein plóma skorinn í bita var dreift yfir laufin. Ţá voru ţrjár radísur skornar niđur og sáldrađ yfir. Ég tók 2 maísstöngla og grillađi í 20 mínútur í álpappír. Ţá var korniđ skoriđ af og dreift yfir salatiđ. Skreytt međ smá smátt skornum graslauk. Salatiđ var skerpt međ smá skvettu af olíu og sítrónusafa.

nýtt salatMeđ matnum var boriđ fram smávegis hvítvínstár.  Castillo di Molina Chardonnay frá ţví 2006. Ţetta er prýđisgott létt hvítvín međ talsverđum ávexti. Ég hafđi keypt tvćr flsökur fyrir helgi af ţessu víni og átti eina í afgang - svo ţađ má náttla ekki skemmast! Víniđ fćr ágćta einkunn í Wine spectator - um 86%. Mér fannst víniđ sóma sér betur međ ţessari máltíđ - hvađa skýring veit ég ekki - kannski var einhver ţorsti eftir krappa helgi. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

girnilegt eins og alltaf.  Ţađ er gott ađ pensla lax og silung međ blöndu af brćddu smjöri og soya......altso ţegar grillađ er.

Hólmdís Hjartardóttir, 11.6.2008 kl. 22:24

2 identicon

Vá hvađ ţetta hljómar yndislega, er einmitt búin ađ vera ađ leyta mér ađ gómsćtri laxauppskrift. Takk:):)

Vala Dögg (IP-tala skráđ) 12.6.2008 kl. 09:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband