Sírópssinnepsgljáđur lax međ hrísgrjónasalati

Fremur rólegur dagur í dag. Svefndagur eftir vakt og allt gerist fremur hćgt á svoleiđis dögum. Ég verđ alltaf dáldiđ myglađur eftir nćturvaktir. Ćtli ţađ sé ekki aldurinn ađ segja til sín. Náđi ađ skreppa á fund međ undirbúningshóp fyrir árshátiđ lyflćkningasviđs I á LSH sem verđur á föstydagskvöldiđ nćstkomandi og svo skella mér í skvass. Kunningi minn Benedikt fékk ađ flengja mig rćkilega í dag...ekkert nýtt ţar á ferđinni.

Maturinn í kvöld var svona samsuđa úr ólíkum áttum. Viđ vorum međ lax í matinn í kvöld og bauđ bróđur mínum í mat, svo átti bara ađ hafa hrísgrjón og ferskt salat međ. Hrísgrjónin breyttu ađeins um stefnu á síđustu stundu og urđu talsvert betri en til stóđ - pössuđu kannski ekkert sérstaklega vel međ laxinum en ţađ kom ţó ekki viđ kaunin á neinum, ćtli vćntingar manns til veislumáltíđa séu ekki minni á mánudögskvöldum.

Laxauppskriftin er ekkert ósvipuđ ţví og ég bloggađi um fyrir nokkrum mánuđum sem var undir nafninu - Lax á fjóra vegu - ţar notađi ég hunang í stađ síróps núna. Hrísgrjónasalatiđ er ţó nýtt á nálinni. Pabbi er mjög lúnkinn viđ ađ gera hrísgrjónasalöt - hefđi ég ekki nefnt hann á nafn í sömu andrá og ég geri hrísgrjónasalat hefđi ég fengiđ símtal - í ţađ minnsta tölvupóst til áminningar.

Sírópssinnepsgljáđur lax međ hrísgrjónasalati

Eitt kíló af sjóöldum laxi var hreinsađur og bein plokkuđ út međ flísatöng. Svo er rósmaríni, í ţetta sinn ţurrkuđu (ferskt er betra, ţó er rósmarín ein af ţeim kryddjurtum sem nokkuđ vel heldur bragđi sínu viđ ţurrkun) sáldrađ yfir laxaflakiđ. Ţví nćst er sírópssinneps gljáinn útbúinn, 2 msk af Djion sinnepi er blandađ saman viđ 3 msk af hreinu hlynsírópi. Svo er sírópssinnepsgljáanum dreift yfir laxinn. Laxinn er svo bakađur viđ 180 gráđu hita í 12 mínútur.

Međ ţessu átti ađ vera hrein Basmati hrísgrjón - en svo fór ég í einhvern gír og fór ađ reyna ađ hressa ađeins upp á ţetta. Á međan ég sauđ hrósgrjónin ţá skar ég niđur einn lítil lauk, 3 hvítlauka, 3 cm af engifer fremur smátt og hitađi í jómfrúarolíu. Svo var 1/3 af niđursneiddum kúrbít, 10 sveppum sneiddum í fjórđunga, 1/3 af niđurskornum blađlauk, og heil rauđ papríka í fremur smáum bitum bćtt á pönnuna og steikt í smástund. Saltađ og piprađ. Svo var 4 bollum af sođnum basmati hrísgrjónum bćtt á heita pönnuna og velt samanviđ grćnmetiđ. 2-3 msk af kikkoman soya sósu var svo hellt útí, saltađ og piprađ, 1/6 búnt af smátt skorinni ferskri steinselju bćtt viđ og 1-2 tsk af hvítum sykri. Í lokin er 1 hrćrt egg blandađ saman viđ og steikt í smástund. Fćrt á disk og skreytt međ ferskri steinselju.

Boriđ fram međ einföldu salati, blönduđ grćnlauf, tómatar og fetaostur. Einfalt. Laxinn heppnađist afar vel en hrísgrjónasalatiđ var meiriháttar gott - hefđi í raun getađ veriđ máltíđ í sjálfu sér.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Ţetta blogg ţitt er hrein og ómenguđ snilld, og ţađ er mikill léttir ađ vita til ţess ađ ţađ eru fleiri en ég sem nota eldhúsiđ sem aflsöppunarstađ eftir langan vinnudag; ég hélt mig einan í heiminum um stund... ;)

Ađ draga fram bretti og hnífa, potta og pönnur, og loks hráefni, og láta líđa úr sér viđ kokkeríiđ međan tilhugsunin um afraksturinn endurnćrir mann. Hljómar kunnuglega?

Takk aftur fyrir bloggiđ - hreinlega ómissandi ţáttur í Moggablogginu.

Jón Agnar Ólason, 23.4.2007 kl. 21:56

2 Smámynd: SigrúnSveitó

sammála síđasta rćđumanni...slef og slafr...

SigrúnSveitó, 24.4.2007 kl. 18:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband