Purusteik međ eplum, ofnbökuđum kartöflum og sođsósu

purusteikBúinn ađ eiga meiriháttar dag. Dóttir mín gisti hjá ömmu sinni í nótt - sonur minn svaf til klukkan tíu, viđ fengum ţví ađ sofa út - dásamlegt - alltof sjaldan sem ţađ gerist. Fór í skvass um hádegiđ - kollegi minn Tómas Guđbjartsson hjartalćknir lamdi mig sundur og saman - aftur meiriháttar - alltaf gaman ađ skvassa - meirisegja ţó ađ mađur tapi. Náđi ađ vinna ađeins seinnipartinn á međan ég undirbjó matinn.

 Tengdamóđir mín, Hrafnhildur, Mágkona mín, Kolbrún, og svilkona mín hún Inga Dóra, Marteinn sonur ţeirra og Petra frćnka voru í mat.

Fékk ráđleggingar frá tveimur sálfrćđingum um hvernig ćtti ađ elda purusteikina, bćđi frá manni frćnku minnar, Andrési Magnússyni og hinsvegar Magnús F Ólafsyni kunningja okkar. Uppástungur ađ ađferđafrćđi voru algerlega ólíkar - Magnús vildi steikja svínabóginn fyrst á pönnu - puruna niđur, pressa hana alveg á pönnuna - Andrés ráđlagđi ađ leggja steikina í sjóđandi vatn međ krafti, puruna niđur, í 20 mínútur í 200 gráđu heitan ofn - báđir vildu svo salta, pipra og spekka međ negul og baka síđan í ofni á hefđbundinn hátt.

Ég ákvađ ađ ţiggja ráđlegginar Andrésar - hann hefur eldađ svínalćri á gamlárskvöld fyrir fjölskylduna undanfarin tuttugu ár - og hverju ári hefur steikin veriđ perfekt - ég meina perfekt!!! Ţannig ađ ég gat ekki annađ en fariđ ađ hans ráđum - mađur er ţá ađ byggja á 20 ára reynslu - sem mađur hefur smakkađ öll nema 4 af ţessum 20 árum.

 Svínabógurinn (2,6 kg) var skoruđ af starfmanni í Kjötborđi Nóatúns - ég nennti ţví ekki sjálfur. Fyrst 2 L vatni sođnir og hellt útí ofnpott - svo var 2 teningum af krafti leyst upp í vatninu sem var saltađ lítillega. Svínabógurinn var svo settur útí puran ofan í vatninu og bakađ í 200 gráđu heitum ofni í 25 mínútur. Svo var hann tekin út og salti nuddađ vandlega ofan í puruna, einnig piprađ ađeins. Í stađinn fyrir negul spekkađi ég bóginn međ fersku rósmaríni. Svo var steikin bökuđ í 180 gráđu heitum ofni ţar til kjarnhiti varđ 77 gráđur - tók um 2 klst. Steikin er sett á grind fyrir ofan fat sem inniheldur vatniđ úr ofnpottinum auk 1 tening af svínakrafi,  20 piparkorn og 2 lárviđarlauf - sem grípur allt sem rennur af steikinni. Ţegar 1 klst var liđin af eldunartímanum bćtti ég 1/2 líter af vatni útí til viđbótar. Síđustu mínúturnar er yfirhiti/eđa grilliđ sett í gang og ţannig "poppast" puran, og verđur svona eins og pura á ađ vera. Ţarna verđur ađ passa steikina vel ţví ađ ţađ er stutt á milli vel heppnađar puru og brunarústa.

Ţegar 45 mínútur voru eftir af eldunartímanum á purusteikinni rađađi ég 10 kartöflum skornar í 8 skífur međ hýđinu á, 2 rauđlauka í 8 bitum, 150 gr af kastaníusveppum, 4 skarlottulaukar og heilan hvítlaukur í rifjum í eldfast mót. 5 msk af hvítlauksolíu hellt yfir og hrćrt vel saman. Sett í 180 gráđu heitan ofn í 45 mínútur.

 Fjögur grćn epli voru flysjuđ og skorinn í ţunna báta og lögđ í sítrónuvatn (ţannig verđa ţau ekki brún). 50 gr af smjöri voru brćdd á pönnu og ferskt rósmarín, eins og af 4 greinum, sett útí ţegar smjöriđ var tilbúiđ. Steikt í smá stund - lyktin gýs á móti vitum manns - eplinn sett útí og steikt ţar til ţau karmelliserast. Smá dash af Cognac Frapin skvett yfir og sođiđ niđur.

Konan mín bjó til ferskt salat, 1/5 haus iceberg, 1/4 poki klettasalat, 2 plómutómatar, 1/2 rauđ paprika, 15 lauf af ferskri myntu, ristuđ graskersfrć og smá fetaostur var rađađ á disk.

Sósan heppnast vonum framar - Ţegar steikin var ađ ná réttum kjarnhita var hún tekin út úr ofninum (á međan var kveikt á grillinu og ofnin hitađur í 250 gráđur). Vatninu hellt af í stálkönnu. Smjörbolla var undirbúinn í potti  - 40 gr af smjöri brćtt og hveiti bćtt útí ţar til orđiđ ađ mjúkum leir - Sođinu svo hellt varlega saman viđ (í gengum sigti svo piparinn eđa lárviđarlaufinn fćru ekki međ) og hrćrt stöđugt. Sósan verđur fallega gljáandi. Bćtti svo viđ 50 ml af matreiđslurjóma til ađ fá fallegri lit á sósuna - suđan fékk ađ koma upp á ţá var hún tilbúinn.

Boriđ fram međ Val Sotillo crianza rauđvíni frá 2001. Frábćrt.

 Í desert var Vanilluís međ muldu Nóakroppi (tćtti ţađ međ töfrasprota) ţannig ađ ţađ varđ ađ grófu dufti. Einnig var útbúinn heimagerđ súkkulađisósa, nokkrir tobleronebitar leystur upp í smá matreiđslurjóma - namminamm.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já loksins var Mákonunni boðið í mat og ÞVÍLÍKUR MATUR!! Ragnar þessi málsverður fer í topp 5 af öllum mötum sem ég hef borðað. Bragðlaukarnir eru ennþá í sjokki eftir þessa fullnægingu. Vigtin var kannski ekki eins glöð:( Enn og aftur takk fyrir okkur.

Kolbrún (IP-tala skráđ) 5.2.2007 kl. 11:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband