Færsluflokkur: Matur og drykkur

Langeldaður lambaframpartur með ferskum hvítlauk og rósmarín með splunkunýjum hvítum strengjabaunum

img_2175_1012917.jpg 

Við höfum verið svo heppin upp á síðkastið að njóta þess að vera með góða gesti. Mér finnst það alveg ljómandi þegar húsið iðar af lífi. Mamma mín var hjá okkur í rúma viku nýverið og við gerðum okkar besta að dekra við hana í mat og drykk. Hún saknar barnabarnanna sinna mikið og þau hennar - það var virkilega gott að hafa mömmu í heimsókn þessa rúmu viku. Daginn sem hún fór kom mágkona mín og fjölskyldan hennar í heimsókn og verða hjá okkur næstu daganna. Við eigum síðan von á fleiri góðum gestum frá Íslandi og svo einnig kollegum frá Evrópu. Það verður nóg að gera!

Þegar svona mikið er um að vera á heimilinu er auðvitað mikið um að vera í eldhúsinu. Um helgina gerði ég rétt sem ég fékk fyrst hjá Vigdísi Hrefnu og Bassa, vinum okkar, þegar við vorum í heimsókn á Fróni. Það er erfitt að segja það, en þau gerðu besta lambakjötsrétt sem ég hef nokkru sinni smakkað. Og fyrir mig er þetta munnfyllir að segja - þau toppuðu lambalærið mitt og mömmu sem mér hefur hingað til þótt það allra besta sem ég smakkað (hógvær að venju!). Rétturinn hennar var innblásinn af Jamie Oliver, úr bók hans Jamie at home. Sú bók er eiginlega það besta sem hann hefur gefið út síðan að hann gaf út sína fyrstu bók - The Naked Chef.

Þetta er engin uppskrift sem Jamie Oliver fann upp á - því fer fjarri. Þetta er fræg aðferð og finnst í ýmsum útgáfum í flestum löndum Evrópu og norðanverðri Afríku. Síðan að ég fékk þetta hjá Viggu og Bassa þá hef ég rekist á þetta í mörgum matreiðslubókum - einkennilegt að ég hafði ekki rekið nefið í þetta áður!

 ferskurhvitlaukur.jpg

Ég sá þennan fallega nýupptekna hvítlauk á markaðnum um morguninn og þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um að nota hann í stað þurrkaðra rifja. Nýjan hvítlauk má nota eins og alla lauka, hann er mildari og ekki næstum eins hvass eins og hinn þurrkaði - en hvítlauksbragðið leynir sér ekki.  

Langeldaður lambaframpartur með ferskum hvítlauk og rósmarín og splunkunýjum hvítum strengjabaunum

aleidiofninn.jpg 

Ég hafði hringt í Holmgren slátrara og lagt inn pöntun fyrir frampartinum - mér fannst það öruggara. Hann átti þetta auðvitað til. Þegar ég kom á staðinn sýndi hann mér hvað hann átti af bitum og þá kom hann fram með heilan frampart – hægri og vinstri. Ég bað hann um að hluta hann niður og taka hálsinn af þannig að skepnan kæmist inní ofninn hjá mér.

maturyfirlit.jpg 

Fyrst hellti ég nokkrum matskeiðum af olíu í botninn, síðan dreifði ég ferskum lárviðarlaufum, 7-8 rósmaríngreinum, reif í sundur 2 ferska hvítlauka, salt, piparkorn. Frampartarnir voru síðan nuddaðir með olíu, salti og pipar og síðan lagðir á ofnfatið. Fleiri hvítlauksrifjum var svo dreift yfir ásamt fleiri rósmaríngreinum. Fatinu var síðan pakkað þétt inn í álpappír þannig að hann var vel lokaður. Ofninn hafði verið hitaður í fullan hita en síðan lækkaður niður í 160-170 gráður þegar kjötið var sett inn. Þarna fékk steikin að eldast í rúmar fjórar klukkustundir.

 pakkadinn.jpg

Kjartan, bróðir minn, tók að sér sósugerðina og var aðferð Ragnars Blöndal kokks, sem við kynntumst við undirbúning afmælis foreldra minna, höfð til hliðsjónar. Sveppir voru skornir í teninga, kannski 300 gr af sveppum, sem voru síðan steiktir í 50-60 gr af smjöri. Fyrst gáfu sveppirnir frá sér vökva sem síðan gufaði upp og þá byrjuðu sveppirnir að ristast í smjörinu. Saltað aðeins og piprað. Síðan var bætt við lambasoði og matreiðslurjóma og soðið við lágan hita í klukkustund. Auðvitað var öllum vökva af kjötinu bætt í sósuna. Niðurstaðan var kraftmikil og góð sveppasósa með talsverðu bragði af rósmaríni - enda engu til sparað með rósmarínið á kjötið. 

matur-1_1012931.jpg 

Það er alltaf markaður á Martenstorgi á laugardögum (kannski öðrum dögum líka). Þar er hægt að fá ferskt grænmeti frá bændum í nálægum sveitum. Á milli Lundar og Dalby er falleg Gårdsbutik (bændabúð) sem er líka með sölubás á torginu. Ég keypti nýjar sænskar vaxbaunir – sem eru í raun eins og hvítar strengjabaunir.  Snædís fékk að sjá um þær. Steikti þær þangað til mjúkar í hvítlauksolíu og smá hvítvíni. 

Með matnum vorum við með Peter Lehmann Shiraz frá því 2008. Lehmann vínin eru frá Ástralíu og hef ég oft haft þau á borðum eins og færslur mínar bera vitni um. Þetta ástralska Shiraz er kraftmikið vín, þó ekki eins „full bodied“ og Cabernet Sauvignion. Aðeins kryddað, dökkt á litinn, þykkt og blómkennt, sem hefur fengið góðar mótttökur af víndómurum víða. Ég var mjög ánægður. 

 takkfyrirmig.jpg

Um matinn er þetta að segja; Hann var alveg ótrúlega góður - þó að ég segi sjálfur frá. Kjötið var svo meyrt að það féll algerlega áreynslulaust af beinunum. Hnífurinn var alveg óþarfur - bara svona meira til skrauts. Kjötið var svo meyrt að það bráðnaði í munninum, milt lambakjötsbragð (ekki eins villt á bragðið og íslenskt lambakjöt) með ljúfum hvítlauks og rósmarín keim. Hvet alla til að prófa þessa uppskrift - framparturinn hefur verið vanræktur af mér (og kannski fleirum) en ekki lengur. Þessi réttur er "instant klassíker".

Bon appetit!  


Er íslenskur humar besta hráefni sem fyrirfinnst á þessari jarðkringlu? Eða er það stórlúða?

adelda

Eins og mér hefur verið tíðrætt í síðustu færslum þá vorum við í heimsókn á Íslandi nýverið. Það var ákaflega ánægjuleg ferð í alla staði! Á leiðinni út á flugvöll komum við við í fiskbúðinni Hafberg, sem er í Vogunum. Þar hafði ég ekki verið síðan að við fluttum út til Svíþjóðar haustið 2008. Þar var augljóslega búið að endurinnrétta og fiskborðið leit vel út. Það var heldur snemma morguns þannig að starfsmennirnir voru ennþá að undirbúa fyrir daginn, gera að fisknum, fylla á borðið og útbúa "tilbúnu" réttina.

Ég pantaði þverskorna lúðu sem var nýkominn inn af fiskmarkaðnum og hafði að sögn sölumannanna verið veidd kvöldið áður. Hann var ekki einu sinni búinn að skera hana niður...hún var svona nýkominn inn í hús! Á meðan hann var að verka stórlúðuna fór Snædís eitthvað að rýna ofan í frystikistuna í búðinni og rak þá augun í þessa fínu humarhala – skelbrot 2 kg. Þetta reyndast vera alveg risahalar – heysú kristí! Það var ekki hægt að standast þetta. Hann var að sjálfsögðu gripinn með líka! Lúðunni var pakkað í loffttæmdar umbúðir. Við þurftum aðeins að rútta til í töskunni og var lúðan látin liggja ofan á frosnum humrinum, allt vafið inn í plastpoka. Síðan var haldið rakleiðis út á flugvöll. Vorum reyndar aðeins seinni kantinum en...hei...það var þess virði að bíða eftir lúðunni. Og viti menn, þegar heim var komið var humarinn ennþá gaddfreðinn og lúðan ennþá köld og fersk. Namminamm. Það var veisla framundan!

Um kvöldið grillaði ég þverskorna lúðu og bárum hana fram með steiktu fennel og blómkálsmauki eiginlega alveg eftir þessari færslu hérna – og maturinn var dásamlegur. Þetta var sko mánudagsfiskur að mínum smekk!!!

Hélt svo í hérað daginn eftir sæll og glaður. Föstudagskvöldið eftir, þegar heim var komið úr héraði, þá var ekkert annað að gera enn að elda humarinn. Ég var eiginlega búinn að vera spenntur alla vikuna að komast heim og elda þennan mat. Rétturinn sem slíkur er ekkert sérstaklega frumlegur – en það þarf ekkert að vera frumlegur þegar maður er með hráefni af þessum gæðaflokki. Eina sem þarf að gera er að leyfa hráefninu að njóta sín...og njóta síðan humarsins.

humar

Ég klippti upp humarhalana og hreinsaði görnina úr. Tók humarinn ekki alveg úr skelinni heldur leyfði honum að hanga föstum á sjálfum halaendanum. Síðan klemmdi ég skelina saman undir kjötinu og lagði síðan halan ofan á hálflokaða skelina. Þannig ber skelinn halann uppi. Þetta er gert við alla halana og þeim raðað fallega á álpappír eða álbakka. Útbjó hvítlauksolíu með góðri spænskri jómfrúarolíu og fráleitu magni af hvítlauksrifjum sem ég síðan dreifði rausnarlega yfir halana. Síðan skvetti ég smá hvítvíni yfir, salti, pipar og safa úr hálfri sítrónu og til að kóróna verkið skóf ég með „zester“ íslenskt smjör yfir – kannski 2 msk. Yfir helminginn af hölunum setti ég síðan smáttskorinn rauðan chilli pipar.

kominnabordid

Borið fram með einföldu salati: nokkur spínatlauf, fallegir tómatar, rauð papríka,  mozzarellaostur og ristuð sólkjarnafræ, nýtt baguette (reyndar úr búðinni) og svo náttúrulega hvítvíni sem við höfðum kippt með okkur á leiðina í gegnum fríhöfnina. Við vorum með vín sem ég hef ekki drukkið lengi. Montes Alpha Chardonnay frá því 2007. Vín frá Montes hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér - Montes Alpha Cabernet Sauvignion var fyrsta vínið sem var í algeru uppáhaldi! Þetta er náttúrulega hvítvín og er einstaklega ljúffengt. Fallega gullið vín, lyktar af ávöxtum, þykkt og frískandi á tungu. Gladdi manns heimska hjarta!

Þá verður maður að reyna að svara þessari spurningu – er humar besta hráefnið á jarðarkringlunni eða er það þverskorinn lúðusteik. Á að vera að svara þessari spurningu?– ég held að ég verði hreinlega að elda þennan mat aftur og síðan ákveða mig! Og jafnvel aftur og aftur  - en þarf eitthvað að ákveða hvað er best.

Hvað finnst ykkur?

Bon appetit

matur-1


Þrír gómsætir forréttir í aðalrétt: Reyktur þorskhnakki, grænskel og risarækjur – fiskiveisla á grillinu

Stundum finnst mér forréttir hreinlega bestir. Litlir skammtar af einhverju góðgæti og stundum er gott er að fá nokkra litla forrétti til að æsa upp bragðlaukana. Það sem mér finnst best við að fara út að borða er að þegar maður fær að njóta marga lítilla rétta. Sumir eru rétt nógu stórir til að botnfylla kaffibolla og aðrir rétt þekja eina matskeið. Þetta er kannski ekki besta leiðin til að borða sig saddan. En sennilega er þetta er besta leiðin til að njóta margra ólíka áhrifa og kynnast ólíku hráefni. Við ákváðum um daginn að í staðinn fyrir að gera aðalrétt væri að gera nokkra litla rétti. Þetta reyndist hin ljúfasta máltíð og ekki slæm leið til að verja fallegu sumarkvöldi.

Þrír gómsætir forréttir í aðalrétt: Reyktur þorskhnakki, grænskel og risarækjur – fiskiveisla á grillinu

Ég keypti íslenskan þorskhnakka af fiskibílnum nýverið, þykk og falleg stykki. Þeir lofa mér að fiskurinn sé frystur úti á sjó og ég er farinn að trúa þeim því þegar hann hefur þiðnað virkar hann ferskur og lyktar vel. En frosinn fiskur er aldrei jafngóður og ferskur – en svona málamiðlanir verður maður að lifa við þegar maður býr ekki á Íslandi og nokkra kílómetra frá næstu höfn.

thorskhnakkiisalti.jpg

Þorskhnakkinn var settur í pækil með bolla af grófu salti og 10 greinum af sítrónu timian í 15 mín. Á meðan er kynnt upp í grillinu. Setti eplaviðarspæni í álpappirsvasa og stakk á hann nokkur göt. Álpokinn var svo settur beint á kolin og það leið ekki langur tími þangað til að það fór að koma heitur reykur. Fiskurinn var svo reyktur í 20 mínútur þar til eldaður. Þá verður hann fallega hvítur að innan og tekur á sig mildan brúnan lit að utan. Borinn fram með einfaldri sósu, creme fraiche, smá sætt sinnep og raspaður hvítlaukur, salt og pipar. Borðað með fingrunum.

 img_2028.jpg

Síðan var ég með krækling – þessi var reyndar frá Nýja Sjálandi (hann fékk ég gefins frá bílnum þar sem ég var að versla þar í fimmtánda skipti – venjulega reyni ég að forðast hráefni sem er fengið svona langt að). Þetta er alltént stór og mikill kræklingur – stærri en bláskelinn okkar – með stórum kraftmiklum krækling. Skelin hefur á sér grænan blæ og gæti allt eins gengið undir nafninu grænskel. Hana bragðbætti ég með smátt skornum rauðlauk, smá hvítvinsediki, jómfrúarolíu, ferskum sítrónusafa, salti og pipar. Grilluð við háan hita í nokkrar mínútur. Borðuð nánast beint af grillinu.

img_2024.jpg 

Síðast var ég með risarækjur – gambas. Þær steikti ég á hellunni við hliðina á grillinu. Bræddi smjör á pönnunni, þegar smjörið var hætt að freyða þá var hvítlaukur steiktur þangað til gljáandi, kannski teskeið af rauðu chilli og þá var rækjunum skellt í, síðan limesafa, skvettu af hvítvíni, salt og pipar. Sett í skál, vökvanum hellt yfir og borðað hið snarasta með fingrunum.

img_2031.jpg 

06317.png

Við höfðum með matnum bara einfalt salat og síðan baguette og auðvitað hvítvínsopa. Það er eiginlega ekki hægt að vera með svona fiskiveislu án þess að njóta smá hvítvíns með henni. Sérstaklega þegar það er heitt í veðri og sólin er á lofti. Við vorum með Fleur de Cap Chardonnay frá því 2008. Þetta er vín sem ég keypti í Kaupinhöfn þegar við vorum á leiðinni þar í gegn. Það var á ansi góðu verði og því var kippt með nokkrum flöskum. Við höfum drukkið þetta vín nokkrum sinnum áður og verið mjög ánægð. Það var borið fram beint úr kælinum og þannig vilja nú delicatessurnar í víninu hverfa - en það er ávaxtaríkt og heldur þurrt. Ljúfengt með matnum. 


Dásamleg grilluð dádýrslund úr Smálöndunum með jógúrtsósu, nýjum kartöflum og fersku salati

 

 husid.jpg

Jæja ... þá er maður kominn aftur heim til Svíþjóðar. Eins og kom fram í seinustu færslu þá vorum við á Íslandi í lok síðasta mánaðar og svo þegar heim var komið fórum við til Danmerkur þar sem við vorum í tæpar tvær vikur. Þar var ég að vinna smávegis aukavinnu á heilsugæslustöð og gat verið búinn að vinna rétt eftir hádegi. Þannig var þetta ekki bara vinna heldur jafnvel smávegis frí. Veðrið var ljómandi, sól í himni, við fórum í gönguferðir, elduðum góðan mat (marga jafnvel blogghæfa rétti) og ferðuðumst um svæðið. Virkilega indælt. Eigum kannski eftir að snúa þangað aftur einhvern tíma - hver veit?

Við komum heim á föstudaginn var og tókum því rólega í húsinu okkar í Púkagrandanum. Elduðum íslenskan steinbít með grænmetisspjótum og hrísgrjónum og sátum að spjalli fram eftir kvöldi á pallinum. Það er og var heitt - og á svona dögum er erfitt að sofa, þrátt fyrir viftur og létt klæði. Þetta eru góðir dagar og oft langar nætur. En það er varla hægt að kvarta. Það að kvarta yfir sól og hita á fallegu sumri er eins og að kvarta um að fætur manns séu of stórir fyrir demantsskóna sína - svoleiðis gerir maður bara ekki. 

bustadursmal0nd_1009576.jpg

Eins og kom fram á blogginu mínu, sjá hérna, var þann 22. maí var haldin mikil veisla í götunni okkar og allir tóku þátt. Þar kynntumst við mörgu góðu fólki og meðal annars þeim ágætu hjónum, Gustav og Ulriku Brogren sem búa í húsi númer 20. Þau eiga fallegt sumarhús sem liggur rétt fyrir utan Bellö sem er í Smálöndunum. Það var frábært að heimsækja þau - það er alltaf gaman að eignast nýja vini! Húsið er klassískt sænskt sumarhús málað með falu-rauðum lit með hvítum gluggum og liggur í hlíð sem lútir niður að vatninu. Karlpeningurinn gerði heiðarlega tilraun til að veiða villisvín, sáum dádýr, grísamömmu með unga og vorum bitnir nærri til ólífis af mýinu á svæðinu - ég áætla að ég hafi verið bitin 100-120 sinnum - og einna mest í hælana - OMG - hvað það er sárt!

Áður en við fórum á veiðar buðu hjónin upp á þennan frábæra mat. Ég gerði ekkert annað en að standa vörð um grillið - heiðurinn af matseldinni á hún Ulrika og hvílíkur snilldarkokkur, já ... hún gaf mér leyfi til að setja þetta á bloggið mitt. Gustav hafði veitt dýrið seint um haustið í fyrra og maturinn var stórkostlegur.

Dásamleg grillum dádýrslund úr Smálöndunum með jógúrtsósu, nýjum kartöflum, fersku salati

agrillinu.jpg

Þetta var ekki hefðbundinn sænsk matseld, heldur með austurlensku ívafi með áhrifum frá Miðjarðarhafinu. Sannkölluð samsuðumáltið - fusion, sem mér finnst oft vera alveg meiriháttar. Að fanga það sem manni finnst best úr einni matarmenningu og reyna að para það saman við eitthvað annað úr annarri átt. Auðvitað getur slíkt mislukkast - en ekki þetta skiptið - nei ... alls ekki!

Dádýrslundin var marineruð í 50 ml olíu, 2-3 msk af góðu hunangi, 50 ml af japanskri soyasósu, 3 hvítlauksrifjum, salti og pipar og nokkrum greinum af timian. Þetta fékk að standa í ísskáp góðan part úr degi. 

Með matnum var gerð jógúrtsósa - raita - sem er jú ættuð frá Indlandi - en líkar jógúrtsósur finnast einnig við Miðjarðarhafið. Fyrst var agúrka rifin niður og síðan sett í kaffipoka og látin standa þannig að vökvin lak af henni. Þá var jógúrt sett í skál, smávegis af hvítlauk, salt, pipar, smá sykur og svo auðvitað agúrkan. Blandað vel saman.

Með matnum var borið fram salat. Grænlauf, margar gerðir af smáum tómötum, gulir, rauðir og grænir, einnig soðnar og kældar strengjabaunir og spergilkál með einfaldri vinagrettu.

Með matnum fengu dömurnar sér kalt rósavín úr búkollu en við herrarnir þurftum að staldra við þurrbrjósta um stund þar sem við hugðumst leggja stund á skotveiðar. Það er jú það eina sem mér finnst stangveiði hafa umfram skotveiði - öldósin í annarari og veiðarfærið í hinni - það má alls ekki þegar skotvopn eru um hönd.  

matur_1009580.jpg

Bon appetit! 


Besta opna samlokan: Steikarsamloka með dijon sinnepi, karmelliseruðum lauk, sveppum og steiktu eggi

Eins og kom fram í seinustu færslu þá var ég grasekkill í vikutíma vegna þess að fjölskyldan mín fór viku á undan mér til Íslands. Ég lifði nokkuð góðu lífi á meðan, var oft boðið í mat og hafði það barasta alveg ágætt - þrátt fyrir söknuð og tómlegt hús. Ég hafði reyndar ekki búist við því að fá svona mörg heimboð þannig að ég hafði tekið út entrecote bita sem ég átti í frysti til að gæða mér á. Það gekk bara ekkert að borða bitann vegna heimboða - ekki að ég sé að klaga. Á sunnudagsmorguninn var því brugðið á það ráð að gera steikarsamloku. Þessi matur er því afleiðing þess að vera boðin of oft í mat. Kjötbitinn var ansi stór þannig að ég bauð líka Þóri, Signýju Völu og systur hennar Unni, til að borða með mér.

Annars var ég á Íslandi seinustu helgi - svona extra löng helgi. Þetta var alveg einstaklega vel heppnuð heimsókn -frábær ferð - veðrið var dásamlegt. Lennti á miðvikudaginn í morgunsárið og fór í morgunverð hjá mömmu og pabba. Fórum svo í gönguferð niður laugarveginn, fengum okkur pylsu (að sjálfsögðu Bæjarins bestu). Fórum í mat hjá Sverri og Bryndísi í nýja húsinu þeirra í Hrefnugötunni, á fimmtudaginn fórum við í sund á Álftarnesi og síðan um kvöldið í mat hjá Viggu og Bassa. Helgin fór svo í að undirbúa afmæli foreldra minna í Kjósinni - þetta var stórafmæli eins og þau gerast best - tvöfalt sextugs afmæli. Allur föstudagurinn fór í að undirbúa forréttina með foreldrum mínum og frænkum. Á laugardaginn vorum við bræðurnir að hjálpa Ragnari Blöndal kokki að elda aðalréttinn - ég tók mjaðmabeinuð úr 16 lambalærum. Um kvöldið var síðan meiriháttar veisla á bænum Hjalla í Kjósinni. Mér fannst veislan heppnast alveg stórkostlega. Mamma og Pabbi takk fyrir mig!

Besta opna samlokan: Steikarsamloka með dijon sinnepi, karmelliseruðum lauk, sveppum og steiktu eggi

Þessa opnu samloku er best að gera þegar maður hefur setið aðeins frameftir kvöldið áður með góðum vinum!

IMG_0535

Fyrst er að er að byrja á lauknum vegna þess það að karmellisera hann tekur lengstan tíma. Skera hvítan eða rauðlauk niður í fínar sneiðar og steikja í olíu við lágan hita í um 15-20 mínútur. Hann má brúnast örlíitð, hann á að verða mjúkur og girnilegur. Salta aðeins og pipra. Svo er ekkert verra að hella matskeið af hlynsírópi og blanda saman.

Síðan er að steikja sveppina í smávegis hvítlauksolíu. Þá er næst að steikja kjötið - fyrst þó að skera það í þunnar sneiðar, salta og pipra og síðan steikja örstutt á hvorri hlið. Tekið af pönnunni. Síðan er brauðið steikt á sömu pönnu. Á annarri pönnu er svo eggið steikt. Núna er ekkert annað að gera en að bera á borð.

Fyrst er að smyrja brauðsneiðina með dijonsinnepi eða grófu sætu sinnepi. Síðan að setja smávegis af karmelliseruðum lauk á brauðið, síðan raða kjötsneiðunum. Þá er setja nokkrar sveppasneiðar, svo eggið. Saltað og piprað og síðan sáldra smávegis af smátt skorinni steinselju úr garðinum.

IMG_0536

Bon appetit.

ps. biðst afsökunar á myndunum - þær voru teknar með iphone - og myndavélin er ekki upp á marga fiska.

Sjá hér á miðjunni - stærri myndir og ýmislegt annað áhugavert


Grasekkill bloggar: Spaghetti con burro e salvia e un bicchiere di vino bianco

Eins og stendur er ég grasekkill. Snædís og börnin mín fóru til Íslands núna á miðvikudaginn heilli viku á undan mér! Ég er með hefðbundna afsökun - ég þurfti að vinna. Mér bauðst í vor að vinna aftur í Helsingborg í íhlaupum sem nokkurskonar uppdubbaður sérfræðingur. Það var erfitt að hafna tilboðinu og í staðinn fékk ég ekki sumarfríið sem ég hafði hugsað mér að taka - en það er nú gaman í vinnunni. Nóg er  af krefjandi verkefnum!

Sjálfur kem ég á til Íslands núna í næstu viku og ég er farin að hlakka mikið til. Ég var á Íslandi seinast í október í fyrra og gafst þá tækifæri til að hitta vini og ættingja og  til að bregða mér á rjúpnaveiðar. Núna er aðeins annað upp á teningnum. Yndislegu foreldrar mínir, Lilja og Ingvar, ætla að halda upp á sextugs afmælið sitt upp í Kjós. Mamma varð sextug í janúar og pabbi verður  sextugur í nóvember. Ég er alveg viss um að þetta verður glæsileg veisla. Ég fæ að aðstoða kokkinn og svo var ég fengin til að sjá um veislustjórn. Vonum það besta.

Ég held annars að ég hafi aldrei verið svona lengi einn heima síðan að ég gifti mig. Ég hef nokkrum sinnum farið einn í hérað - en það er einhvern vegin öðruvísi. Það er tómlegt að vera einn í húsinu. Ég ætla samt að reyna að vera duglegur. Elda góðan mat - fyrir einn. Það er í raun að mörgu að hyggja - garðurinn er fullur af verkefnum: slá grasið, reyta arfa, vökva, taka til í bílskúrnum og svo þrífa húsið. Ég verð ekki iðjulaus.

Spaghetti con burro e salvia e un bicchiere di vino bianco

Þessi réttur er eins einfaldur og hugsast getur. Hann er fullkominn fyrir þann sem er að elda fyrir einn!

Fyrst er að rölta út í garð (eða búð) með skæri og klippa nokkur salvíulauf af búntinu sem vex í einu af kerjunum mínum. Síðan er bara að skella sér inn í eldhús og setja yfir vatn í stórum potti. Salta vel. Sjóða handfylli af pasta þar til al dente - Það er sérstaklega mikilvægt að pastað sé eldað al dente (aðeins undir tönn), það þarf að klára sína eldun í pönnunni og hafa getu til að sjúga upp smjörið/olíuna - þannig að það má alls ekki vera alveg mettað vatni.

Fimmtíu grömm af smjöri og skvetta af jómfrúarolíu er hitað á pönnu þangað til að smjörið freyðir og tekur örlítið að brúnast - þó ekki brenna. Þá er salvíunni hennt útí og henni leyft að "djúp" steikjast í smjörinu í nokkrar sekúndur. Þá er að bæta pastanu á pönnuna og blanda vel saman þannig að pastað hjúpist vel olíunni. Saltað vel og piprað. Fært yfir á disk og nóg af parmaosti rifin yfir heitt pastað. Njóta strax.

12006

Þar sem ég var einn heima þá var ekkert annað að gera enn að fá sér hvítvínstár með. Eins og oft áður þá átti ég ágæta búkollu í ísskápnum - Drostdy Hof Chardonnay Voigner sem mér finnst vera alveg ansi vel lukkuð búkolla. Þetta er ekki flókið vín - langt í frá - en þetta er skarpt, þurrt, ávaxtaríkt og jafnvel aðeins smjörkennt - alveg eins og Chardonnay eiga að vera. Frábært til að fá sér tár þegar maður er hálfeinmanna einn heima!

Bon appetit! Það er einnig hægt að skoða færsluna á miðjunni - stærri myndir og svoleiðis og svo fullt af öðru spennandi dótaríi.


Marineraðar BBQ svínakótilettur með maísstöngli og fersku salati

undirbuningur_1000460.jpg

Það hefur skipt á með skini og skúrum núna seinustu vikurnar. Svíar eru orðnir ansi langeygir eftir sumrinu. Ég segi þeim í gríni að þeir séu núna að upplifa íslenskt sumar – rigning og rok. Svo kíkir maður á íslensku veðurspárnar og verður fullur öfundar. Við höfum alltént reynt að nýta og njóta sumardagana þegar þeir koma. Núna á þriðjudaginn kom einn slíkur, glampandi sól eftir hádegi og heitt og rakt. Þá þýðir ekkert annað en að grilla.

Ég er farin að fara meira og meira að grilla á kolum. Það er auðvitað aðeins meira vesen en þegar maður er búinn að prófa fram og tilbaka gas og kolagrill þá er vinningshafin augljós - kolin! Og það er ekki bara stemmingin við að kveikja upp í kolagrillinu - reykurinn skilar sér líka í bragðinu af matnum. Og svo má svo sannarlega leika sér með reykinn - henda sagi eða bara þurrum spýtum og þannig fá ennþá meira bragð af reyknum.

Marineraðar BBQ style  svínakótilettur með maísstöngli og fersku salati.

maturabordum.jpg

Þessi uppskrift er í grunninn ekkert svo frábrugðin svínarifjunum sem ég hef áður bloggað um – nema hvað kryddblandan sem ég notaði til þess að krydda grísinn var aðeins frábrugðnari. Ég útbjó þessa marineringu; tæplega 3/4 bolli púðursykur, hálfur bolli sæt-paprikuduft, 4 msk svartur pipar, 4-5 msk gróft salt, 2 msk af reyktu sjávarsalti, 2-3 tsk hvítlauksduft, 2-3 tsk laukduft, 2-3 ceyenne pipar, fennel fræjum, smá kúmen, þurrkað rósmarín, chilli - everything but the kitchen sink! . Þessu var svo nuddað í kjötið og látið standa í rúman klukkutíma.

Maður þarf ekkert að vera hræddur við að það sé nóg af fitu á kjötinu - bróðurpartinn af henni sker maður hvorteðer burtu að eldun lokinni. Fitan tryggir að kjötið verði safaríkt og bragðríkt - það er enginn vitleysa - sú fullyrðing að góða bragðið sé í fitunni. Fitan eykur þó á líkunum á því að það kvikni í grillinu - gæta vel að hitastjórn. Vatnsbrúsi til að sprauta á eldinn kemur þar að góðum notum.

Grillaði kóteletturnar sirka 8-10 mínútur á hvorri hlið – snéri þeim reglulega. Þegar helmingur var liðin af eldunartímanum smurði ég á BBQ sósu – Sweet baby Ray’s BBQ sauce – where sauce is the boss. Ég hef gert mína eigin, en á virkum dögum þá verður maður að vinna aðeins tíma. Og svo skemmir það ekki að sósan er fjári góð.

matur_1000462.jpg

Vafði maísnum inn í álpappír og grillaði í góðar 40 mínútur aftast á grillinu. Með matnum vorum við einnig með gott salat, fersk græn lauf, avacadó, tómatar og steinselja.

Við fengum okkar rauðvínsglas með matnum – það verður nú stundum að lyfta sér upp, eða hvað? Við áttum til flösku af El Coto Rioja frá árinu 2008. Þetta er prýðisgott Rioja vín, ögn kryddað, fremur léttur ávöxtur og ágætt eftirbragð. Þetta er ágætt vín til að vera með svona grillmat – sem er heldur bragðmikill. Vínið yfirgnæfir ekki né hverfur með svínakjötinu.

Þetta reyndist alveg ljúffengur matur. Bon appetit! Hægt er að sjá færsluna á miðjunni með stærri myndum hérna....

alltbuid.jpg


Gómsæt ofnbökuð þykkvalúra (lemon sole) með nýjum kartöflum, salati og hvítvínstári

 

img_1677.jpg

Erum með frábæra gesti frá Íslandi um þessar mundir. Vigdís og Bassi vinir okkar og yndisleg dóttir þeirra Úlfhildur Ragna komu í heimsókn á föstudaginn var og verða hjá okkur í viku. Við erum mikið búin að hlakka til þessarar heimsóknar. Vigdís á alltaf sérstakan sess í hjörtum okkar hjóna því án hennar hefðum við aldrei kynnst. Við Vigdís urðum vinir í menntaskóla og hún kynnti mig síðar fyrir æskuvinkonu sinni, elskunni minni, Snædísi. Kann ég henni bestu þakkir fyrir - enn þann dag í dag!

Við elduðum góðan mat á föstudaginn í glampandi sólskini - grilluðum nautasteik og gerðum bernaise sósu með fáfnisgrasi úr garðinum - gerðu úr íslensku smjöri og skánskum eggjum. Á laugardaginn skelltum við okkur í ferð um Skán, fengum lánaðan bíl hjá nágrönnum okkar og keyrðum til Simrishamn, þaðan í gegnum Brantevik og stoppuðum síðan á Kylsstrand rétt austan við Skillinge á suðaustur hluta Skánar. Þar vorum við næstum ein á ferðinni - einstaka hræða gekk framhjá. Sólin skein og ljúfur gustur blés yfir okkur frá Eystrasaltinu. Konurnar okkar sváfu í sandinum á meðan við strákarnir lékum við börnin í sandinum. Dásamlegt alveg! Um kvöldið grilluðum við flatbökur og drukkum rauðvín úti á palli. Á sunnudaginn drösluðum við okkur framúr og keyrðum á markað í Veberöd. Þar var mikið af drasli, en inn á milli má finna ýmsar gersemar. Við hjónin keyptum gamaldags upptrekta klukku til að hengja á vegginn inn í stofunni og síðan fann ég skál - sennilega vaskafat - til að hafa undir ávöxti í eldhúsinu frá Rörstrand - kannski 30 ára gamla. Um kvöldið grilluðum við Bjäre-kjúkling með bjórdós í rassinum með rjómasósu og baguette.

Í gær var svo mánudagur og þarf að byrja að greiða fyrir syndir helgarinnar. Og þá finnst mér sæmandi að hafa fisk. Ekki satt? Eins og ég nefndi áður þá var búið að vera svo góð helgi að við urðum að hafa fisk. Ekki að það að elda fisk sé einhver kvöð - hvað þá einhver refsing fyrir syndir helgarinnar. En það er samt alltaf einhver spartanskur fílingur að elda fisk. Eitthvað úr fortíðinni. Kannski var það ýsan sem hér forðum sem risti þessar tilfinningar í mig. En hvað um það. Fiskur er góður og hreinsandi og þannig hlýtur hann að reiknast á móti öllu öðru. Hann smakkast líka oft betur með hvítvínstári og þannig friðar maður sálina enn frekar.

Gómsæt ofnbökuð þykkvalúra (lemon sole) með nýjum kartöflum, salati og hvítvínstári

maturundirbundingur.jpg 

Þykkvalúra heitir á ensku lemon sole og er algengur fiskur í Norður Evrópu. Ég hef fundið margar uppskriftir í bókum Rick Stein með ýmsum tegundum skyldum þessum flatfiski. Ég hafði keypt mikið af fiski nýverið frá fyrirtækinu Ishavsexpressen - þeir selja mikið af fiski frá Íslandsmiðum og reyndar víðar. Ég keypti þorkshnakkastykki frá Íslandi, skötusel og síðan þessa lúru frá Noregi.

Fyrst skar ég 6-8 vorlauka, 2 skarlottulauka, 2 heilagan hvítlauk og setti í ofnskúffu. Síðan lagði ég fiskinn yfir. Síðan setti ég meiri lauk, ferskt oregano, ferska steinselju, niðurskorna kirsuberjatómata, svartar olífur sem við keyptum í delicatessu í Simrishamn, skvetti síðan olíu yfir, hvítvíni, sítrónusafa, saltað og piprað. Bakað í blússheitum ofni í 12-15 mínútur.

Gerðum kalda hvítasósu með úr sýrðum rjóma, safa úr hálfri sítrónu, 1-2 hvítlauksrif, smá graslauk, 1 tsk síróp og salt og pipar.

Við vorum einnig með ný uppteknar kartöflur frá Brandby. Moldin hreinsuð af. Soðin. Í skál . Olíu sáldrað yfir salt og pipar og svo nóg af fersku dilli. Við vorum einnig með salat með lambakáli, papríkum, tómötum og haloumiosti -sem er í miklu uppáhaldi.

img_1737.jpg 

Og Semifreddo í desert. Þetta gerði Vigga eftir einhverri góðri uppskrift. Fyrst eru 300 gr af heslihnetum bakaðar í ofni í 5 mínútur til að ná af þeim hýðinu. Síðan er 200 gr af sykri ásamt 4 msk vatni hitað á pönnu þar til maður er kominn með ljósbrúna karamellu. Þá er hnetunum bætt saman við. Hrært - hellt á smurt fat og látið kólna. Þegar kaldar er helmingurinn hakkaður í matvinnsluvél.

Ein vanillustöng er hreinsuð fræum sínum og hrært saman við 50 gr af sykri og fjórar eggjarauður. Hvíturnar eru þeyttar þar til þær fá á sig hvíta toppa. Síðan er hálfum lítra af rjóma þeyttur. Þá er rjómanum, eggjarauðunum með vanillunni og þeyttar hvíturnar hrært varlega saman - passa sig að slá ekki loftið úr hvítinum og þvínæst er hnetunum blandað saman við - bæði mylsnunni og grófu hnetunum. Sett í form og sett í kæli. Borðað með hindberjum tveimur klukkustundum síðar.

img_1744.jpg 

Með matnum drukkum við hvítvín - bara úr búkollu. Það þarf ekki að vera neinn lúxus á mánudagskvöldum. Ég hafði sótt nokkrar kusur í Danmörku um daginn. Við drukkum Drostdy-Hof Chardonnay Voigner úr búkollu. Þetta er vín frá Suður Afríku. Þetta er ljómandi gott vín á búkollu - mildur gulur litur, ávaxtaríkt og fremur þurrt. Ísskalt og frískandi. Virkilega góður kvöldverður með góðum vinum.

Til að sjá færsluna á miðjunni með stærri myndum...sjá hér


Heilgrillað lamb í frábærri götuveislu í Pukagrandanum - Gatufest i Pukgränden

img_1550.jpg

Í þessari færslu ætla ég að gera tilraun til þess að blogga á tveimur tungumálum. Ég tala orðið alveg ágætis sænsku svosum en það má margt bæta þegar ég skrifa - mjög margt. En með hjálp google þýðingarvélarinnar (www.translate.google.com) og vonandi yfirlestra nágranna minna (nýrra vina) ætla ég að reyna að gera grein fyrirþessari frábæru veislu sem við héldum í götunni núna á laugardaginn. Við hjónin vorum fengin ásamt öðrum til að vera með í skipulagsnefndinni sem við gerðum með glöðu geði. Ég hef fengið margar fyrirspurnir um að blogga á sænsku frá vinnufélögum og núna fannst mér tilvalið að prófa út af tilefninu.

I det här inläggetkommer jag att försöka blogga på två språk. Mitt eget - och på svenska. Ärligt talad så pratar jag rätt så hyfsad svenska men min skrivande skvenska er heltkass. Men - med hjälp av Googleoversättningverktyget (www.translate.google.com) och förhoppningsvisoverläsning av mina grannar (och nya vänner) hoppas jag att jag kan beskriva denna underbara kalas vi höll på vår gata nu i lördags.  Min hustru och jag ombads att delta i planeringskommittén som vi gjörde med glädje. Jag har fått några frågor om att börja att blogga på svenska från mina kollegor och jag tyckte att nu var de dags att prova -framföralt pga detta fina tilfälle.

img_2516.jpg
<!--[if !supportLineBreakNewLine]-->
<!--[endif]-->

Það voru nágrannar okkar hérna ofar í götunni sem voru forsprakkarnir að veislunni; Ulrika í númer 18 og svo Signe í 20. Þau fengu til liðs við sig, Olof úr ellefunni. Hrund í fimmunnivar fengin í teymið og allt fór á flug! Olof var úthlutað að fara á stúfana og kanna hvað það kostaði að kaupa inn atvinnugrillara til að sjá um matinn - það reyndist alveg fokdýrt! Snemma í vor spjallaði hann við Áskel í húsi númer 40 sem stakk upp á því að spara aurin og fá mig til að grilla ístaðinn. Ég lét hljóma eins og ég vissi hvað ég ætti að gera - natural born besserwisser!  Eina sem ég vissi fyrir víst var að þetta yrði meiriháttar gaman.

Det var våra grannar som initierade denna fina gatufest; Ulrika i nummer 18 och Signe i 20. De rekruterade Olof från elvan och Hrund i femman. Olof fick uppgiften att  kolla vaddet kostade att hyra en professionell grillare samt grejer - de visade sig attvara jåttedyrt. En söndagsmorgon tidigt i vår, pratade han med medÁskel i nummer 40 som tyckte att det skulle gå att spara pengar och foreslogatt få mig att att ta hand om grillet i stället. Jag lät som om jagvisste vad detts skulle innebära  - Natural Born besserwisser! Det enda jag visste for visso var att detta skullevara riktigt kul. H

Snædís stjórnaði barnanefndinni og fékk nokkra krakka í götunni m.a. Valdísi, Gustaf í númer 20 og Kristinn í númer 5 til að hjálpa til. Hérna voru skipulagðir leikir, fótboltamót  og kýló, farið í fjársjóðsleik og svo var leigður hoppukastali. Þeir sem vildu voru einnig fallega andlitsskreytt. Dagurinn heppnaðist stórvel - börnin voru ánægð og foreldrarnir líka.

 img_1553.jpg

Snædís hjälpte till ibarnfestkommittén som innehöll några barn på gatan; vår dotter Valdís, Gustav från 20 och Kristinn i nummer 5. Detanordnades masser av olika spel, fotbolltävling, brännboll, skattejakt och vi åven  hyrde en hoppborg.Dagen var en rejäl succé - barnen varglada och de var föräldrarna också.

Við í skemmtinefndinniskiptum með okkur verkum. Signe sá um fjármál, Ulrika og Hrund sáu um skipulagningu og flest öll innkaup fyrir matinn, Olof reddaði stóru tjaldi sem og stólum og borðum og ég pantaði inn kjötið og hafði yfirumsjón með að reisa grillið. Þetta var sannkölluð samfélagsstemning og komu flestir að því að hjálpa til með einum eða öðrum hætti. Ég, Jón, Jónas og Áskell reistum grillið. Áskell, Valur í 44 og Patrick í númer 6 sáu um að taka það niður. Margir komu að því að reisa og fella tjaldið. Get ekki nefnt alla þar sem öll mín athygli fór öll í að setja upp þetta títtnefnda grill og hlúa að kjötinu.

Vi i festkommitténdelade på uppgifter. Signe var ansvarig för ekonomi,Ulrika tillsammans med Hrund tog ansvar att handla nästan all mat ochsamordna, Olof beställde ett stort tält och hämtade. Jag beställde kött ochdrycker och tog hand om att bygga grill. Allasamarbetade bra och flesta kom för att hjälpa till på ett eller annat sätt. Jag,Jón, Jónas och Áskell byggde grillet. Áskell, Valur ochPatrick tog ner de. Många deltog att slå upp tältet. De var ju såkert fleresom kom och hjälpte till - tyvärr kan jag inte nämna alla, eftersom allmin uppmärksamhet riktades mot grill, grilla kött och laga mat.

 img_1565.jpg

Víkjum þá að matseldinni- hún er nú það sem þetta blogg mitt gengur út á.

Men nu till matlagningen - det är vad den här bloggen handlar om!

Heilgrillað lambalæri í frábærri götuveislu íPukagrandanum -

Helgrillad lamm för en härlig gatufest på Pukagränden

img_1540.jpg

Ég hafði samband við slátrarann fyrir nokkrum vikum og lagði inn pöntun að lambinu. Við erum eiginlega farnir að þekkjast þannig að hann ætlaði að gá að því hvort að hann gæti skaffað eitthvað af græjum til að grilla lambið - snúningsteinn og opin tunna og svoleiðis. Því miður kom á daginn að áhöldin hans voru ónýt og því voru góð ráð dýr. Ég fór á stúfana á netinu og fann youtube myndband þar sem sýnd var sú aðferð sem við notuðum. Og nú kom að góðum notum að búa á byggingarsvæði. Við fengum lánað járnabindinganet og steina og reistum grillið sem sjá má á myndunum. Það tók ekki nema tvær klukkustundir að reisa grillið. Þegar nokkrir dugnaðarforkar koma saman er allt hægt.

Jagkontaktade slaktaren - Holmgrens - för några veckor sedan och lade innbeställning for lammet. Jag och slaktaren är nästan kompisar (jag handlar rättmycket och ofta hos Holmgrens - en riktigt bra affär) och hann lovade att kollaom han hadde utrusning for att helgrilla ett lamm. Tyvärr var de så att hans grejer var helt förstörda och då behövde vi akutlösningar. Jag kollade nätet direkt och hittadeett youtube video som visade metoden som vi till sluts använde.Och nu var detpraktiskt att bo på ett  byggplats! Vi ficklåna armeringsnät och stenar och byggde ett grill. Dettog bara två timmar att bygga den. När så många duktigagrabbar jobbar ihop är allt möjligt.

 img_0763.jpg

Lambið fékk ég svoafhent á föstudaginn. Samtals tuttugu og sjö kíló. Einn skrokkur og 3 læri. Keypti líka fjögur kíló af nautahakki til að búa til hamborgara handakrökkunum. Ég átti bala fyrir lærin en ekkert fyrir lambið. Fékk þennan fína bala lánaðan hjá Gustav í húsi númer 20 en hann er veiðimaður og hafði bala á reiðum höndum.

Lammet hämtade jag i fredags - tjugosju kilo i det hela. Ett helt lamm och tre lammstekar. Jag köpte också fyra kilo av nöttköttför att göra hamburgare för barnen. Jaghade en låda för lammstekarna men ingenting för lammet. Fick då låna en jåttestoroch fin låda lånade av Gustav från nr. 20 som är jagare och hade därför sonagrejer lättillgängliga.

img_1567.jpg

Ég gerði kryddlög fyrirlambakjötið. Tæpir tveir lítrar af jómfrúarolíu, átta heilir hvítlaukar,handfylli af bergmyntu og lofnargjörð (lavender), 2-3 handfylli af ferskristeinselju, ein krukka af timian, fullt af Maldon salti og fullt af nýmöluðumpipar. Blandaði vel saman og svo nuddaði með krafti inn í kjötið. Lambakjötiðvar svo sett ofan í bala, rauðvíni úr belju var svo hellt yfir, kannski líteryfir sjálft lambið og kannski 300 ml yfir lærin þrjú. Sett útí bílskúr og látiðstanda þar fram á næsta dag.

Jag gjorde kryddolja förlammet. Knappt två liter extra jungfruolja,åtta hela vitlökar, handfylla av mynta och lavendel, 2-3 handfylla av färskpersilja, en burk torkat timjan, massor av Maldon salt och massor av nymalatpeppar.  Blandas ihop och masseras med kraft in i köttet. Köttet var sedanlagt i lådan, röttvin hälldes över, kanske en liter på lammet och kanske 300 mlpå lammstekarna. Ställt ut i forrådet overnatt.

 img_2218.jpg

Um hádegisbil var grillið klárt og lambið var vírað niður á járnabindingarnar og um klukkan eitt var því komið á grillið. Því var svo snúið á 30 mínútna fresti (eða á milli bjóra). Lambið var penslað með olíunni í hvert sinn sem því var snúið. Um miðjan dag var svo stórum kartöflum í álpappír (af hverju ættu bakaðar kartöflur að heita bakaðar kartöflur áður en þær eru bakaðar - absurd) sett við hliðina á kolunum.

Efter lunchtiden vargrillen klar och lammet virat fast på armeringsnätet och placerades på grillen. Lammet vände vi på varje trettio minuter (eller mellan öl). Lammet var penslad med kryddolja varje gång den vändes om. Omkring tre-tiden var stora bakpotasisar (varför kallas bakpotatis, bakpotatis innan dom bakas? - absurd) placerad bredvid kolen.

img_2355.jpg

Ég gerði forrétt - réttara sagt fékk ég tvo nágranna til að gera mestu handavinnuna. Hörpuskel var vafin með beikoni og stungin með tannstönglum. Bræddi smjör á stórri pönnu, steikti hvítlauk og velti síðan hörpuskelinni upp úr heitu smjörinu. Síðan var hörpuskelin grilluð þar til beikonið var steikt. Sett á disk. 200 ml af hvítvíni, safa úr 2-3 sítrónum, salti og pipar er bætt á pönnuna og soðið upp eldsnöggt og síðan hellt yfir hörpuskelina. Skreytt með steinselju og dreift á meðal gesta.

img_2439.jpg

Jag gjorde förrätt ... rättare sagt fick två av mina grannar göra mest av arbetet. Pilgrimsmusslor sveptes med bacon. Smör var smält i en storstekpanna, sen stekte jag vitlök och sist pilgrimsmusslorna. Pilgrimsmusslorna grillades tills baconed var fårdigt stekt. Placerad på tallrik. 200 ml vittvin, saft av 2-3 citroner, salt och peppar satt på pannan och kokad ihopsnabbt, sedan hälld över musslorna. Dekorerades med persiljaoch creme de balsamico och fördelades ut mellan gästerna.

Jæja - Snúum okkur aftur að lambinu. Það var að sjálfsögðu penslað reglulega.

Men tillbaka till lammetsom var självklart penslat regelbundet med olja.

img_2100.jpg
<!--[if !supportLineBreakNewLine]-->
<!--[endif]-->

Með matnum bjó ég tilhefðbundna soðsósu. Steikti lambabeinin sem ég fékk hjá slátraranum, í ofni. Síðan voru beinin sett í pott með vatni, salti, pipar og lárviðarlaufum og soðið. Í öðrum potti steikti ég grænmeti; lauk, gulrætur, hvítlauk og sellerí í olíu, saltað og piprað. Þetta var steikt í kannski 20 mínútur, eða þar til alltvar orðið mjúkt og þá var því bætt saman við soðið. Þetta var látið krauma næstum allan daginn. Vatni var reglulega bætt saman við. Síðan var soðið síað í annan pott og soðið niður um þriðjung. Smjörbolla var útbúin í öðrum potti og sósan þykkt með henni. Saltað og piprað eftir smekk. Um hálfum lítra af rjóma var bætt saman við og soðið í 15 mínútur. Sósan var kraftmikil og góð. Með matnum var einnig borið fram salat; grænlauf, papríka, radísur, tómatar auk bakaðra kartaflna. Latifa í húsi númer 30 bakaði frábæra brauðhleifa!

img_2461.jpg

Jag gjorde sås til maten. Först rostade jag lammben, som jag fick av slaktaren, tills de blev bruna. Benen lade jag i en kastrull med vatten, salt, pepparoch lagerblad och kokade i ett par timmar. I enannan gryta stekte jag grönsaker; lök, morötter, selleri och vitlök i olja. Saltat och pepprat. Stekt kanske i tjugo minuter ellertills grönsakerna var mjuka, då blandade jag det med köttet. Kokad nästan hela dagen - vatten var tillagt regelbundet i fonden. Fonden var sedan filtrerat och lagt i en annan gryta. Kokt ned åtminstone  en tredjedel. I den tredje grytan gjörde jag roux (smöroch vetemjöl i jämne kvantititeter) och fonden piskat tillsamans med rouxen. Pepprat och saltat. Sirka halv liter av grädde var lagt till och låtit koka i 15 minuter. Såsen var kraftful och smakades bra. Med maten var också bjudit på sallad gjort av gröna blad, paprika, radiser och tomater samtbakpotatisar. Latifa från hus nummer 30 bakade fantastisk bra bröd for alla!

 img_2455.jpg

Þetta var í fyrsta sinnsem ég elda og borða sænskt lambakjöt. Það kemur bara á daginn að það er alveg fjári gott. Með þessu er ég ekki að segja að það sé betra en íslenska lambið. En það er sannarlega ekki verra.

Detta var första gångjag lagar och äter svenskt lammkött. De visade sig vära jättegott. De betyderinte att de er bättre en islänskt lammkött - absolut inte. Men de er absolutinte sämre heller!

img_2458_994413.jpg

Við átum, drukkum vín, hlógum, dönsuðum fram á nótt og eignuðumst helling af nýjum vinum. Þetta var frábær dagur. Takk fyrir mig og okkur öll.

Vi åt, drack vin, skrattade, dansade in i natten och skaffade många nya vänner. En helt fantastisk dag. Tack for mig och oss alla!

Hejdå och bon appetit. 

Ef þið viljið kíkja á miðjuna og sjá myndir og svoleiðis í meiri gæðum kíkið á þennan hlekk

 


Ljúffengar marókóskar lambakjötbollur í tómatsósu með eggjum, kúskús og grilluðu flatbrauði

 undirbuningur_989654.jpg

Ég hef upp á síðkastið verið að lesa meira af uppskriftum og matreiðslubókum sem einblína á matargerð fyrir botni Miðjarðarhafsins. Þaðan kemur, að mínu mati, einn besti matur heimsins - að öðrum heimshlutum algerlega ólöstuðum! Ég rakst á þessa uppskrift á Youtube og hef verið að hugsa um að gera þennan rétt síðan. Þá var það Rick Stein sem var að spreyta sig á þessari klassíku marókósku uppskrift. Fyrir þá sem lesa bloggið mitt þá hef ég oft nefnt þennan fyrirmyndar sjónvarpskokk á nafn. Hann er þó lítið þekktur utan Bretlands, en hann hefur gert marga afbragðs sjónvarpsþætti síðan um miðjan síðasta áratug aldarinnar sem leið. Hann hefur lengst af verið þekktur fyrir ást sína á sjávarfangi, ekki fráleitt heldur, þar sem að hann rekur fjóra veitingastaði í sjávarþorpinu Padstow í Cornwall-héraði í Suður Englandi. Alltént hefur þessi maður verið í miklu uppáhaldi hjá mér í mörg ár. Augljóst af hverju! Í myndbandinu má sjá hans útfærslu.

Fyrir þá sem nenna að lesa áfram eftir að hafa séð Rick gera réttinn finnst mér rétt að benda á að ég breytti aðeins út af hvað kryddin varðar. Mér fannst einhvern veginn nauðsynlegt að bæta aðeins í þar, og sé ekkert eftir því þar sem að niðurstaðan var sérstaklega góð. Og líka falleg fyrir augað. Ég gerði einfalt flatbrauð með matnum - uppskrift sem ég hef notað margoft áður og birt hérna á vefnum. Til að það fengi meira marókóska stemmingu hnoðaði ég kjúklingabaunum saman við deigið og bragðbætti með kúmeni. Sjá meira hérna...

 abordinu.jpg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband