Smá birta; kjúklingabringur með parmaskinku, osti og basil með spaghetti og fersku salati

sonurinn_a_hjalpa_til.jpgSíðasta vika var ansi ljúf hjá okkur Íslendingunum á Karl Xii götunni í Lundi. Við fengum góða gesti, mágkonu mína, Kolbrúnu Evu og son hennar Patrek, sem voru hjá okkur í næstum viku. Við reyndum að gera okkar besta að gera þetta heimilislegt hérna í íbúðinni okkar og ég held það þetta hafi bara tekist vel hjá okkur. Allavega var alveg frábært að hafa þau hérna.

Ég horfði á mótmælin í gær. Djöfull var ég stoltur. Mörg þúsund Íslendingar að mótmæla. Mér fannst ræðurnar vera góðar, þá sérstaklega Viðar Þorsteinsson - hvílík ræða! Eitthvað verður að gerast á Fróni. Þetta getur ekki haldið svona áfram. Ætli Andri Snær hafi ekki bara hitt naglann á höfuðið með orðum sínum um vini okkar - hver ætti að vilja lána okkur peninga. Þeir sem stýra hafa bara sýnt getu og ráðaleysi. Allir ríghalda í stólinn sinn, enginn ætlar að víkja. Ótrúlegt.

Allavega. Ég hef verið að renna í gegnum uppáhalds matreiðslu heimasíðurnar mínar og á heimasíðu Jamie Oliver rakst ég á uppskrift sem ég byggði þessa á. Þetta virðist vera úr nýjustu bókinni hans sem heitir Ministry of Food. Hef ekki eignast hana - en ætli ég biðji ekki um hana í jólagjöf. Eins var ég að skoða heimasíðu, Júlíusar Júlíussonar, sem heitir matarsíða áhugamannsins. Frábær síða hjá honum og gaman að lesa hversu metnaðarfullar hugmyndir eru í farvatninu. Hann og Friðrik V eru að gefa út matreiðslubók sem heitir Meistarinn og áhugamaðurinn - hlakka mjög til þess að glugga í þessa bók.

kjuklingur_undirbuinn.jpg Smá birta; kjúklingabringur með parmaskinku, osti og basil með spaghetti og fersku salati

Fyrst er kjúklingabringan þvegin og lögð á milli plastfilmu og svo lamin nokkrum sinnum þar til að hún er orðin nokkuð jöfn að þykkt. Þetta tryggir að hún steikist jafnt. Þá er smávegis af olíu penslað yfir bringuna, saltað og piprað, rifnum osti, parmesan osti, sáldrað yfir og svo nokkrum niðurskornum basillaufum dreift yfir. Því næst er 2-3 sneiðum af góðri skinku, t.d. parmaskinku - ég notaði reyndar sænska vindþurrkaða vestfirska skinku - lagt jafnt yfir þannig að það hylur ostinn og kryddið alveg. Þá er bringan steikt, fyrst skinkusneiðar hliðin niður,við meðalhita í 4-5 mínútur. Svo er þessu snúið við og steikt í nokkrar mínútur. Þá er sneiðunum stungið inn í ofn á meðan meðlætið er gert tilbúið. 

kjuklingur_a_lei_inni.jpgSósan var ágæt. Eftir að búið var að steikja kjúklinginn, hellti ég smávegis (30ml) rauðvíni á pönnunna, smá balsamikedik (20ml) og dropa af jómfrúarolíu. Þetta var soðið niður og pannan skröpuð á sama tíma til að ná öllu bragðinu sem bundist hafði við hana. Hellt í skál í gegnum sigti. Þetta er kröftug sósa þannig að einungis þarf teskeið eða svo á hverja sneið af kjúklingi. 

Meðlætið var einfalt. Spaghetti soðið samkvæmt leiðbeiningum. Vatni hellt af og góðu pestói - best væri náttla að gera heimagert, en það eru krepputímar svo við notuðum bara keypt pestó sem var á tilboði út í búð. Ég notaði hefðbundið grænt pestó en eftir á að hyggja þá held ég að rautt pestó, eða tapenade úr sólþurrkuðum tómötum hefði verið frábært. 

Einnig var ferskt salat með matnum. Nokkur græn lauf, tómatar, sneiðar af mozzarellaosti, salt, pipar, smá olía. Einfalt. 

Með matnum drukkum við prýðisrauðvín, Wolf Blass yellow label, Cab Sauv. Bragðmikið og talsverð munnfylli, svört ber og prýðisgott eftirbragð. Þetta er vín þar sem maður fær mikið fyrir peninginn. Bang for the buck eins og sagt er í USA. 

kjuklingurinn_tilbuinn.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

haha, kjúklingabringan á efstu matarmyndinni lítur út eins og Prúðuleikari með gult nef og græn augu og framstæða höku (Statler? Waldorf?) :D

Hljómar annars vel...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 16.11.2008 kl. 22:17

2 identicon

Lnagar til að benda þér á þessa myndasíðu með myndum frá mótmælum síðustu vikna

http://svartur.blog.is/blog/svartur/

Systa (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 22:24

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll og blessaður.

Flott og girnilegt. Ég var stödd í R-vík fyrir viku síðan og þú getur séð myndir af mótmælum á blogginu hjá Lindu bloggvinkonu minni. Hún kallar sig Vonin.

Hlakka til að lesa um blessanir í lífi þínu.

Vertu Guði falinn í Svíaríki.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.11.2008 kl. 01:21

4 identicon

Hej alle ubba, eða eitthvað þannig!!!

Ég dröslaði nú mínum feita rassi alla leiðina til Reykjavíkur til þess að vera viðstödd og mótmæla soldið (enda búin að mótmæla lengur en Helgi Hósearson að ég held), og kannski sérðu mig þarna á mynd ef þú leitar MJÖG vel...

Rosalega finnst mér gott að vita að við íslendingar séum ekki dauðir úr öllum mótmælaæðum þó svo að við höfum ekki orðið reið yfir neinu saman í mörg ár öðru en að það átti að láta okkur syngja á íslensku í júróvisjón eitthvert árið...

En hvað um það, gott að ykkur líður vel í Svíþjóðinni og ég mun heldur betur nýta mér uppskriftirnar þínar þegar ég verð komin lengra í matargerðarlistinni, er ennþá að reyna að mastera grjónagraut og soðinn fisk en þetta er allt að koma samt :)

Bestu knúskveðjur til ykkar allra, þín frænks Elva Dögg...

Elva Dögg (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 12:55

5 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Mikið hlýtur þetta að vera góður matur !! og drykkur !!  Stefni á þetta á næstunni ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 17.11.2008 kl. 20:16

6 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Flottar myndir af góðum mat.

Gunni Palli kokkur

Gunnar Páll Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 18:24

7 Smámynd: Ársæll Níelsson

Kíki annað slagið hérna inn og fæ innblástur. Takk fyrir mig.
Væri gaman að vita hvaa matreiðlsusíður þú skoðar.

Ársæll Níelsson, 20.11.2008 kl. 21:16

8 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég fór að sjálfsögðu niður á Austurvöll til að mótmæla og mun gera næstu laugardaga ef með þarf.

Ætla þó að halda mínum eggjum og tómötum nálægt pottunum í eldhúsinu.

Geri stundum svipaðan rétt, en þá er ég að strögglast við að skera vasa í bringurnar og þarf svo að vefja allt með garni. 

Í sósuna nota ég mjög oft Marsalavín (rauðvín ef það er ekki til) og þetta smakkast mjög vel, fyrir utan garnið

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 20.11.2008 kl. 23:50

9 identicon

Þessi matur var náttúrulega rugl góður, sérstaklega "baconið" ofaná!!!

Ég og maginn minn þakka fyrir góða viku og p.s við drukkum hvítvín ÚR KASSA með þessu)

Hilsen, KES.

Kolbrún Eva Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband