Steiktur lax međ ţeyttu spínati og heitri balsamik vinagrettu

Ég gerđist nýveriđ áskrifandi af BBC Food, sjónvarpsstöđ sem ég hef ekki horft á síđan ég var heima í fćđingarorlofi međ syni mínum, honum Villa mínum. Ţá sat ég stundum og las og horfđi á matreiđsluţćtti á sama tíma á međan hann svaf ein af sínum mörgu lúrum. Ég kynntist mörgum uppskriftum á ţeim tíma og hafđi gaman ađ ţví ađ horfa á ţessa ţćtti og fá góđar hugmyndir. Ég eignađist fjölda bóka á ţessum tíma frá ţessum sjónvarpskokkum. Einn af ţeim var frá Giorgio Locatelli. Frábćr kokkur. Ég fékk bók hans Made in Italy á jólunum í fyrra og hef notiđ ţess ađ lesa í gegnum hana. Hann hefur veriđ međ sjónvarpsţćtti undanfariđ á BBC food - sem heita Giorgo and Tony. Ţar sá ég uppskrift ekki ósvipađa ţessari.

Ţađ er í raun varla hćgt ađ kalla ţetta uppskrift. Hún byggir einfaldlega á ţví ađ notađ sé gott og ferskt hráefni sem er eldađ snögglega og boriđ fram fljótt eftir ađ maturinn er tilbúinn. Rétturinn er líka sérstaklega fallegur ţegar búiđ er ađ rađa honum á disk. Djúpi grćni liturinn frá spínatinu, fallega bleika kjöt laxins og svo dökk balsamik vinagretta.

Steiktur lax međ ţeyttu spínat og heitri balsamik vinagrettu

Ég keypti stórt laxaflak fyrir fjölskylduna sem ég skar í fallega bita - ţannig ađ hver biti var nóg fyrir einn. Stauk smávegis af olíu á hvern bita og saltađi svo međ Maldon salti og piprađi međ nýmöluđum pipar. Hita 20 gr af smjöri međ smá olíu á pönnu og ţegar hún var orđin heit, lagđi ég laxinn á pönnuna međ rođiđ niđur. Mestur hluti af elduninni á laxinum verđur áđur en honum er snúiđ. Ţannig verđur rođiđ stökkt og bragđgott. Rétt áđur laxinn er tilbúinn er bitanum snúiđ matreiđslan kláruđ á innan viđ mínútum.

Vinagrettan; fyrst er einn skarlottulaukur skorinn smátt niđur og steiktur í smá olíu međ einu stóru hvítlauksrifi. Svo er 30 ml af góđu balsamik ediki, 4 msk jómfrúarolía, 30 ml af hvítvíni ásamt safa úr eini sítrónu bćtt saman viđ. Nokkrum timianlaufum er bćtt útí, saltađ og piprađ. Vinagrettan er svo sođin niđur um helming ţar til hún er ţykk og gljáandi. Ţađ ţarf ađeins ađ smakka hana til til ađ fá gott jafnvćgi í hana - ţannig ađ ţađ verđur koma svona viđ eldavélina.

Spínatiđ var eins einfalt og hugsast getur. Smávegis smjörklípa (10g) og olía var hituđ á pönnu og svo var heilum pakka af spínati - um 300 gr - skellt á pönnuna og hrćrt stöđugt ţar til ađ spínatiđ hefur kođnađ niđur. Saltađ og piprađ. Spínatiđ verđur eiginlega rjómakennt.

Rađađ saman fallega á diskinn. Spínatiđ, svo laxinn međ karmelliserađa rođiđ og svo er heitu vinagrettunni dreift í kring.

Boriđ fram međ góđu hvívíni - Pouilly Fume. Bon appetit.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđný Anna Arnţórsdóttir

Nú myndi ég elda ef ég vćri ekki svona ţreytt og klukkan ađ verđa háttatími. Minnir mig á: "vil´eg vćri háttađur, sofnađur, vaknađur og farinn ađ éta...." Takk fyrir, bý ţetta til um helgina.

Guđný Anna Arnţórsdóttir, 17.1.2008 kl. 20:44

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

En skrítiđ ég fylktist alltaf međ. BBC Food á hverjum morgni. Gaman af ţessu ţví ég er oft ađ reyna taka uppskriftir hjá ţeim.Takk fyrir ţínar uppskriftir. Ţú ert frábćr.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.1.2008 kl. 23:02

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garđarsdóttir

Namm ég varđ svöng ţegar ég las uppskriftina   Ég elda ţetta örugglega fljótlega

Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 18.1.2008 kl. 01:17

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hmm.... myndi nú mćla međ Pouilly Fuissé frekar,...... en ţađ er nú bara til ađ vera smá á móti

Er ekki alveg ađ höndla ađ droppa stríđninni.... en er ađ reyna mitt besta !!

Frábćr uppskrift, eins og allar hinar!

Kv. frá hjúkkunni

Lilja G. Bolladóttir, 18.1.2008 kl. 04:14

5 identicon

Ertu farinn út í sérnám? Ég er alveg hćtt ađ rekast á ţig á 6. hćđinni.

Ţetta er glćsileg síđa hjá ţér og uppskriftirnar ekkert nema girnilegar.

Góđar kveđjur.

Bergţóra ćsk-vinkona (IP-tala skráđ) 22.1.2008 kl. 21:24

6 identicon

Blessađur Ragnar. Frábćr uppskrift. Leiđ eins og á veitingastađ.. Fannst vinagrettan helst til súr og bćtti í hlynsírópi. Tókst vel. Allir í fjölskyldunni frábćrlega ánćgđir, Laxinn (fleiri en 3 bitar, vorum samt bara ţrjú) klárađist algjörlega og rjómađa spínatiđ himneskt međ vinagrettunni. Einfalt, skemmtilegt og stórkostlega gott. Ţakka góđa uppskrift og ráđleggingar (sem og samvinnuna). Brynjar

Brynjar Viđarsson (IP-tala skráđ) 26.1.2008 kl. 21:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband