Pasta tricolore á fallegu vorkvöldi

Ţessi uppskrift er samruni tveggja meiriháttar rétta. Annars vegar ítalska tricolore - basillauf, tómatur, ferskur mozzarellaostur, góđ jómfrúarolía, salt og pipar og svo ein af uppskriftum Nigel Slater úr bók hans - the kitchen daires - bók sem ég eignađist í fyrra og hefur reynst mér afar vel. Nigel skrifar frábćrar bćkur og ţađ sést langar leiđir ađ hann er nautnaseggur fram í fingur góma - hann er svona karlkyns Nigella Lawson.  Uppskriftirnar hans eru einfaldar og gott hráefni látiđ bera uppi réttinn.

 Tricolore er svona réttur ţar sem einfaldleiki er í algeru fyrirrúmi. Basil er uppáhalds kryddiđ mitt, ilmurinn, bragđiđ, áferđin - I love it! - djöfull er einfalt ađ gleđja mig!!! Ţessi réttur verđur sérstaklega góđur ţegar hann er gerđur eins og á ađ gera hann - međ buffalamozzarellaosti - en hann fćr mađur ekki hér á landi amk ekki svo ég viti til. Sá er mikiđ bragđmeiri, mýkri...svona flaueliskenndari heldur en íslenskur mozzarellaostur sem er frekar stamur, og bragđlítill - en honum má alveg bjarga međ góđri jómfrúarolíu, Maldon salti og nýmöluđum pipar.

Ég hef áđur bloggađ um réttinn hans Nigels - en ţađ var einhverntíma í vetur - sennilega í janúar. Hann er alveg frábćr. Ég eldađi hann fyrst í fyrra ţegar ég var í feđraorlofi - eftir uppskrift úr matardagbókinni hans - gerđi hann nćrri ţví á sama degi og hann gerđi sinn. Flottur.

Pasta tricolore

Ţessi réttur er mjög einfaldur - bragđiđ af honum alveg frábćrt og ţađ sem góđa er ađ ţađ tekur lítin tíma ađ elda hann. Ţennan rétt hentar samt best ađ elda ađ sumri til ţegar tómatauppskeran stendur sem hćst. 

Eitt kíló af af íslenskum plómutómötum eru skornir niđur og rađađ í eldfast mót. 4 msk jómfrúarolíu er hellt yfir og 8 smátt söxuđum hvítlauksrifjum dreift yfir. Saltađ međ Maldon salti og nýmöluđum svörtum pipar. Tómtötunum og hvítlauknum er velt rćkilega upp úr olíunni. Ofn er hitađur í hámark og kveikt á grillinu. Eldfastamótiđ sett ca 15 cm frá og eru tómatarnir grillađir í nokkrar mínútur ţar til ţeir taka lit. Sumir verđa gullbrúnir, sumir örllítiđ dekkri. Eldfastamótiđ er tekiđ út og tómatarnir stappađir međ gaffli - misvel. Einum smátt skornum ferskum mozzarellaosti, 30 rifnum basilikulaufum og 1/2 búnti af niđurskorinni ítalskri (flatleaf) steinselju er blandađ saman viđ og 4 msk af rjóma sömuleiđis. Saltađ og piprađ eftir smekk. Hrćrt vel og sett aftur í ofninn í nokkrar mínútur.

Gott pasta (Fabrizzia di Rustichella) er sođiđ í miklu söltuđu vatni skv leiđbeiningum. Ţegar pastađ er tilbúiđ - la dente - er vatninu hellt frá og pastađ sett saman viđ tómatsósuna og blandađ vel saman ţannig ađ pastađ er vel ţakiđ af sósu. Parmisanostur er raspađur yfir og leyft ađ bráđna.

Međ ţessu var ágćtt salat; nokkur grćn blönduđ lauf, tveir niđurskornir tómatar, ţrjár niđurskornar radísur, nokkrir skafningar af primadonnaosti, nokkrum ristuđum graskersfrćjum sáldrađ yfir. Dressingin er einföld; smá jómfrúarolía, salt, pipar og nokkrar línur af crema di balsimico.

 Boriđ fram međ góđu brauđi - helst heimagerđu foccacia, međ ólívum, góđu salati. Mikilvćgt er ađ hafa nóg af parmesan osti - og ekki sakar ađ fá sér gott rauđvín međ ţessu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţetta er einasta eina bloggsíđan sem ég hef sett í favorites. Ţú reddar mér oft út úr ógöngunum ţegar ég veit ekkert hvađ ég á ađ hafa í matinn og á von á gestum. Kćrar ţakkir fyrir ţađ.

Guđlaug (IP-tala skráđ) 28.5.2007 kl. 10:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband