Kjúklingabringur með chillihlaupi, hvítlauk og rjómaosti

Ég er búinn að blogga nokkrar uppskriftir með kjúkling í röð - þetta fer að vera svoldið einhæft. Reyni kannski að bæta úr því um helgina...í þetta sinn var ég þó aftur með kjúkling. Ég kom frekar seint heim úr vinnunni í kvöld vegna ýmissa fundarhalda og svoleiðis og hafði ákveðið fyrr í dag að hafa eitthvað frekar fljótlegt og kjúklingabringur verða nú að teljast vera ansi fljótlegur matur.

Kjúklingabringur með chillihlaupi, hvítlauk og rjómaosti

6 hvítlauksrif voru skorinn smátt niður og hituð í smjöri og olíu á pönnu. Þegar hvítlaukurinn var farinn að krauma voru 4 kjúklingabringur steiktar í 2-3 mínútur á hvorri hlið - bara svona til þess að loka kjúklingnum. Hann var svo lagður ofan á rauðan lauk sem hafði verið skorinn í sneiðar og dreift í eldfast mót. 1/2 dós af hreinum rjómaosti og 3 tsk af chillihlaupi (eða Thai chilli sósu) var blandað saman og smurt ofan á kjúklingabringurnar. Olíunni og hvítlauknum af pönnunni var svo hellt yfir. Þar sem kjúklingurinn liggur ofan á laukbeði var smávegis af vatni hellt í botninn til að leggja grunninn af sósu til að hafa með matnum. Bakað í 180 gráðu heitum ofni þar til að kjarnhiti kjúklingabringanna var orðinn 82 gráður. Bringurnar voru svo fluttar á disk og vökvanum sem hafði runnið af kjúklingum - bland af vatni, lauksafa, rjómaosti, smjöri, chillihlaupi svo dreift yfir - delesíus!

 Borið fram með Basmati hrísgrjónum og mjög einföldu salati. Salatið var útbúið þannig að tilbúinn lauf í poka, lollo rosso, klettasalat og baby leaf var lagt á disk og Ugli ávöxtur sem hafði verið skorinn í bita dreift yfir. Smávegis af jómfrúarolíu var sáldrað yfir og svo saltað og piprað. Þrjár línur af crema di balsamico var svo teiknað yfir salatið. Ugli ávöxtur er furðulega útlítandi ávöxtur og hann er næstum svo ljótur að hann hlýtur að vera af mannavöldum - svona einkennileg blanda af grape og appelsínu.

Máltíðin heppnaðist mjög vel og verður líklegast endurtekinn.

 p.s. aðeins um chillihlaupið - Það fékk ég gefins frá Þorbjörgu hjúkrunarfræðing á St. Jósefspítala - hún sendi mér uppskriftina - ég þarf bara að fá leyfi frá henni og skella því á netið.

kjúklingur með chilli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég elska uppskrifirnar þínar !!!! Endilega þrusaðu inn leyndarmálinu að cillíhlaupinu

Gulla (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 16:00

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Kjúklingar eru æði, ég fæ aldrei leið á slíkum uppskriftum. Tek undir orð Þóris, þessi síða þín er snilld! Takkkk!

Guðríður Haraldsdóttir, 23.3.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband