10. janúar: Steinbíts- og smálúđufiskibollur međ hvítlaukssósu, kartöflum međ dilli og salat

Núna er aftur kominn virkur dagur. Og ţá vík ég aftur ađ manifestóinu - ţađ ţýđir ekkert ađ gefast upp strax ţrátt fyrir smá frávik strax á fimmtudaginn í seinustu viku. Og á mánudögum er löng hefđ fyrir ţví ađ hafa fisk. Ţetta auđvitađ góđur vani á mörgum íslenskum heimilum. En ţađ er enginn kúltur fyrir ţessu í hérna í Svíţjóđ. Ţađ er meira ađ segja svo ađ hérna í á Skáni tíđkast ţađ ađ loka fiskbúđum á mánudögum enda oft um hráefnafćđ á ţessum dögum ađ ţví ađ mér skilst á kaupmönnunum. 

Anthony Bourdains sagđi í bók sinni The Kitchen Confidentia "that you should never order fish on a monday" og gaf síđan góđan skýringu á ţví. Ţađ vćri vegna ţess ađ sá fiskur hafđi veriđ pantađur inn vikuna á undan og vćri ţví orđin gamall. Auđvitađ var hann ađ rćđa um veitingastađi en ţađ kćmi mér ekkert á óvart ef ţetta ćtti einnig viđ um margar fiskbúđir á meginlandinu. Á Fróni er ţetta auđvitađ ekkert vandamál. Góđur fiskur er vaninn ekki undantekningin. 

 

steinbítur 

Ég átti fisk í frystinum sem ég gat tekiđ út. Átti eitt rćfilslegt smálúđuflak sem hefđi ekki dugađ upp í nös á ketti en ásamt nokkrum bitum af steinbít varđ ţetta nóg í máltíđ fyrir fjölskylduna. Steinbítur er ógurlega ljótur fiskur og var ásamt skötuselnum lengi vel hent aftur í sjóinn ef einhver sjómađur var svo óheppinn ađ fá ţessa skepnu á línuna hjá sér. Ţetta ţykir matfiskur góđur - en ég verđ ađ segja ađ ég kann betur ađ meta skötuselinn! Hann er jú humar fátćka mannsins (ţó kostar hann hvítuna úr augunum). Myndina fékk ég lánađa af heimasíđu Sćvars Ţórs Ásgeirssonar - vona ađ hann fyrirgefi mér lániđ.

 10. janúar: Steinbíts- og smálúđufiskibollur međ hvítlaukssósu, kartöflum međ dilli og salat

Ađ gera fiskbollur er einfalt. Ég var međ um 700 gr af fiski sem ég setti í gegnum hakkavél, síđan einn og hálfan lauk, 2-3 hvítlauksrif, nóg af salti, sítrónupipar, kúfađa skeiđ af grófu dijon sinnepi, 3 egg og kannski rétt rúman bolla af hveiti. Síđan er bara ađ hita blöndu af smjöri og olíu á stórri pönnu og ţegar hún er orđin heit - byrja ađ steikja fiskibollur. Steikja viđ miđlungshita ţar til gullinbrúnar á öllum hliđum og steiktar í gegn. 

Boriđ fram međ sođnum kartöflum og ţegar tilbúnar, 1 msk af olíu hellt yfir og saxađ ferskt dill. Gerđum einnig gott salat - međ grćnum laufum, rauđri papríku, tómat, rauđlauk og smávegis af fetaosti. 

Međ matnum var ég međ sömu sósu og gerđi međ laxinum. Hún var svo ári góđ ađ ţađ var ekkert úr vegi ađ endurtaka leikinn. 3-4 matskeiđar af létt creme-fraiche, 2 tsk af hvítlauksolíunni góđu, safi úr hálfri sítrónu, salt og pipar eftir smekk. 

fiskibollur

Bon appetit.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Ţór Kolbeinsson

Namm...

Axel Ţór Kolbeinsson, 11.1.2011 kl. 09:04

2 identicon

Takk fyrir matinn, viđ prófuđum ţessa uppskrift ( ađ vísu bara međ venjulegum ţorski) og vorum mjög sátt

Dögg Hauksdóttir (IP-tala skráđ) 11.1.2011 kl. 18:19

3 Smámynd: Ragnar Freyr Ingvarsson

Hć Dögg

Gott ađ heyra ađ ţér hafi líkađ vel viđ uppskriftina - ég var sjálfur ansi sáttur.

Hvenćr náđiru ađ elda ţetta, í dag? Ertu strax orđin svona sćnsk? Viđ erum ennţá ađ borđa á íslenskum tíma!

Ragnar

Ragnar Freyr Ingvarsson, 11.1.2011 kl. 19:13

4 identicon

Ég gerđi ţetta í dag, borđuđum snemma ţví Grímur var á leiđinni í spinning. Viđ borđum yfirleitt um kl 18, ćtli viđ séum ekki ađ verđa svolítiđ sćnsk!!

Ég breytti ađeins frá uppskriftinn, kastađi einni rauđri papriku međ í hakkarann og setti eins og 2 mtsk karteflumjöl međ hveitinu. Annađ var eftir bókinni.

Dögg Hauksdóttir (IP-tala skráđ) 11.1.2011 kl. 21:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband