Ekta "comfort" matur: Steik og Guinnesbaka með grænum baunum og heimagerðum frönskum

Það er búið að vera alveg nístandi kuldi síðustu tvær vikur hérna hjá okkur í Svíþjóð. Í dag var mínus tólf gráður þegar ég hjólaði af stað, eldsnemma, út á lestarstöð, nokkur ský á himni og stilla. Fallegur dagur. Síðustu dagar hafa verið með þessu móti. Sólsetrin hafa verið einkar falleg, meira segja séð niður götuna á nýbyggða hverfinu okkar í norður Lundi. Þó dagarnir séu fallegir þá er þörf á að hlýja sér, svona veðurfar kallar á mat sem yljar manni um hjartarætur og þá er ekkert betra en svona baka. Steik og guinnes baka...namminamm.

Ég hef gert eina tilraun áður til að gera þennan rétt. Þá fór allt til fjandans...og það var ekki mér að kenna...ég sver það! Þetta er réttur sem þarf tæplega þriggja klukkustunda matreiðslu. Þannig að maður verður að hafa nógan tíma. Eins væri hægt að elda kássuna daginn áður og klára svo bökuna daginn eftir (sennilega væri það bragðbest - mér finnst næstum allar kássur batna við að það að fá að slaka á yfir nótt - brögðin einhvern veginn aðlagast betur hvoru öðru. Það verður þó að segjast að þetta er eins og næstum allur matur sem ég elda - ákaflega einfalt. Hvað varðar klúðrið í fyrra skiptið - þá skildi ég það eftir við lágan hita til að malla á meðan ég skrapp í skvass. Fól bróður mínum og eiginkonu að halda vökulu auga yfir kássunni sem því miður brann umfram það sem hægt var að bjarga. Það var því pöntuð flatbaka það kvöldið - það gæti verið að ég hafi líka átt sök á máli - kannski var ekki alveg rétt að segja að ég hafi skilið við kássuna á lágum hita...en hvað um það - það er einfaldara að kenna öðrum um! Sjá meira hér...

tilbuinn_955184.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Les oft bloggið þitt þó ég þekki þig ekki neitt þar sem það er bæði fróðlegt og skemmtilegt, kveikir í manni að prófa hitt og þetta í matargerð. Ég var að skoða uppskrift af sukkulaðiköku sem þú hafðir gert fyrir brúðkaup og þar talar þú um að baka hana í vatnsbaði mig langar svo að  prófa þessa uppskrift en er ekki alveg að átta mig á þessu með vatnsbaðið , er formið sett ofaní ofnskúffu með vatni eða á grind yfir ? Með kveðju og þökk fyrir frábærar uppskriftir Jensey

Sigrún jensey Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 12:09

2 Smámynd: Ragnar Freyr Ingvarsson

Sæl Jensey

Að baka í vatnbaði er gömul aðferð til að tryggja jafna bökun á því sem er í ofninum. 

Þá er kökuformið látið liggja í vatni - oft nánast upp að kanti - eða alltént jafnhátt og deigið nær í kökuforminu. 

Þetta er ekki óalgeng aðferð sérstaklega í eldri ofnum þar sem hitinn kom ýmist að ofan eða neðan eftir því hvernig ofn fólk átti.

Hvort að þetta sé raunverulega nauðsynlegt í blásturofnum læt ég ósvarað - en það er líka eitthvað töff við að baka í vatnsbaði - a bain marie!

Hérna er smá fræðsla frá wikipediunni 

kveðjur, Ragnar

Ragnar Freyr Ingvarsson, 8.2.2010 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband