Helgarveisla; Gómsæt ofnbökuð kalkúnabringa með sveppasósu, Kartöflum duphnoisase og hvítlaukssteiktu rósakáli

Ég hef verið latur við að blogga síðustu vikur. Óvenjulega latur. Það er ekki vegna þess að við höfum verið eitthvað löt í eldhúsinu - langt í frá. Þannig er mál með vexti að ég og bróðir minn höfum verið átaki - hann hætti að reykja og við byrjuðum að lyfta - og þá er maður alltaf harðsperrur- svo slæmar að ég hef varla getað vélritað. Núna eru krónísku vöðvaverkirnir að hjaðna og maður getur tekið upp tölvuna að nýju og reynt að koma nokkrum uppskriftunum frá sér.

Það er gott að búa Skáni - allaveganna fyrir mig. Skánn ernefnilega mikið matarframleiðsluhérað. Hér er mikill landbúnaður, mikil grænmetisframleiðsla, kornrækt, sykurbeðaræst ásamt fjölbreytilegri dýrarækt. Hérna er einnig  vinsæll kalkúnabúgarður - Ingelsta kalkon - hann er í suð-austurhluta Skánar - Österlen. Sem Svíar kalla hið sænska "Provence" - þarna er meira að segja vínrækt, framleiðsla á rapsolíu (ólívuolía norðursins) og ýmislegt fleira. Ég hef skrifað nokkrum sinnum áður um þennan hluta Skánar, var að vinna á þessum slóðum í íhlaupavinnu síðastliðið sumar, á austurströndinni í bænum Simrishamn, sem er ákaflega fallegt! Sérstaklega á morgnanna - þegar maður var að keyra eldsnemma um morguninn yfir einn af Ásunum á Skáni og sá hvernig þokuslæðan lagðist eins og ábreiða yfir græna akrana. Þessa viku sem ég vann í Simrishamn keyrði ég alltaf fram hjá þessum kalkúnabúgarði og langaði alltaf til að kíkja við en lét aldrei verða af. Sjá meira hérna...

matur_959191.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágæti Ragnar Freyr.

Mikið hefur verið ánægjulegt að lesa skrif þín um matargerðarlist.  Þú ert gríðarlega inspírerandi og skemmtilegur, uppátækjasamur og frjór í þínum tilraunum og verkum. EN þetta:  Sjá meira hérna...   er í meira lagi leiðinlegt.  Hvers vegna  ekki að leyfa okkur lesendum þínum að lesa áfram á moggablogginu?  Svona bara mín skoðun en auðvitað hefur þú þínar ástæður sem ég veit ekkert um.

Kær kveðja

Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 22:13

2 Smámynd: Ragnar Freyr Ingvarsson

Sael Audur

Thakka ther fyrir ad syna blogginu minu ahuga.

Eg er sammala ther med ad leida folk a milli heimasidna er leidinlegt. Sjalfur yrdi eg full ef svona yrdi gert vid mig.

Astada thess ad eg flutti mig um vefsetur var su ad mer likadi ekki vid thaer breytingar sem ordid hofdu a morgunbladinu og vefnum sidustu manudi og veigradi thvi vid ad halda afram a moggablogginu. A moti kom ad mitt blogg er ekki politiskt a nokkurn hatt - tho svo ad eg sjalfur hafi skodanir a vel flestu. Eg var thvi pinulitid radthrota!

Eg akvad thvi ad fara einhver milliveg i nokkra manudi-ar thegar mer baudst ad vera a midjunni.

Eg vona ad thetta skyri hvers vegna for sem for.

Med bestu kvedjum,

Ragnar

Ragnar Freyr Ingvarsson, 10.2.2010 kl. 09:39

3 identicon

Sæll aftur.

Þakka þér kærlega fyrir að útskýra þetta svona vel fyrir mér (og sennilega öðrum sem lesa pistlana þina).

Skil þig!

Kær kveðja

Auður

Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband