16.12.2009 | 20:35
Hej allihopa! Sænskur heimilismatur; léttsöltuð og soðin uxasíða með rótargrænmeti og þremur tegundum af sinnepi
Ég keypti uxasíðu sem hafði legið í pækli í sólarhring hjá slátraranum. Að leggja eitthvað í pækil er barnaleikur einn og er eitthvað sem maður ætti að gera miklu meira af. Hver hefur ekki fengið þurrt svínakjöt, þurran kalkúnn eða kjúkling sem er skráfaþurr. Pækill er einföld fyrirbyggjandi aðgerð. Til dæmis hefði verið hægt að kaupa nautasíðu sem er hræódýr kjötbiti. Einfaldur pækill er svo hljóðandi; 3,5 lítrar af köldu vatni, hálfur bolli af sykri og hálfur bolli af salti. Ekkert mál er að krydda pækilinn með pipar, einiberjum, fersku eða þurrkuðu kryddi. Galdurinn er osmósa; skapa umhverfi þannig að vökvu flæði aftur inn í kjötið þannig að það heldur frekar raka sínum í gegnum eldamennskuna. Til eru ótal uppskriftir á netinu af hinum ýmsustu pæklum - bara að googla og lesa. Núna er árstíminn til að leggja mat í saltpækil! Meira hér
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Ég fékk vatn í munninn. Saltað uxabrjóst var þetta kallað í mínu ungdæmi og var í miklu dálæti hjá móður minni heitinni; hún saltaði þetta sjálf þegar hún festi kaup á hálfu nauti á haustin. Yfirleitt bauð hún upp á hvítkálsjafning með sælgætinu, ásamt soðnum kartöflum. Mikið nammi!
Kv.
Tómas Agnar
Tómas Agnar Tómasson (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.