Þakka samveruna á moggablogginu - fylgist með á MIÐJUNNI!

Þetta hafa verið skemmtilegir tímar á moggablogginu. Ég hef bloggað hér um mat og mat einvörðungu síðan fyrir jólin 2006. Núna er því þriggja ára afmælið á mbl.is að nálgast. Tvöhundruðsjötíuogþrjár færslur - í raun tvöhundruðsjötíuogfjórar ef við teljum þessa með.

Undirtektirnar hafa verið langtum meiri en ég hefði nokkurn tíma getað látið mér detta í hug. Í fyrstu voru þetta bara mamma, pabbi og kannski bróðir minn sem lásu þetta en núna hefur bloggsíðan mín fengið tæplega fjögurhundruðogþrjátíuþúsund heimsóknir (og vonandi ekki bara mamma og pabbi svona oft!)...!

Ástæða flutningsins er einföld. Matarsíðan hefur aldrei (eiginlega) haft pólitíska slagsíðu - mest bara svínasíðu (í beikon). Mig langar því að vera þátttakandi á vef þar sem pólitískir vindar blása mildar en hér. 

Lesendur eru velkomnir á síðuna mína á Miðjunni - www.midjan.is - veffangið er; www.ragnarfreyr.midjan.is. Hlakka til að sjá ykkur þar!

Til að gera þetta auðveldara fyrir lesendur mína mun ég birta inngang að mínum færslum áfram hér og hafa svo hlekk yfir á nýja vefsvæðið. Ég þakka kærlega fyrir mig!

img_2694.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

á auðvitað mun betur við

of margir one-liners sem koma upp í hugann til að hægt sé að telja upp hér

tengjast þó flestir miðjumálinu

Jon Þorkell Einarsson (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 19:38

2 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég á svo sannarlega eftir að sjá eftir blogginu þínu hérna á Mogganum.

Gangi þér vel.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 4.12.2009 kl. 13:18

3 identicon

Mun sakna þess að sjá færslur þínar hér á Mogganum en ákvörðunin er þín.  Þakka góðar færslur síðastliðin ár.

Hildur Leifsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband