Spaghetti Carbonara - uppáhaldspasta fjölskyldunnar

Spaghetti Carbonara hefur verið uppáhaldspastaréttur fjölskyldunnar síðan sautjánhundruð og súrkál. Þegar ég veit ekki hvað ég á að hafa í matinn dettur okkur hjónunum alltaf í hug þessi réttur - hann verður ekkert alltaf fyrir valinu en ég meina - hann er bara svo ansi góður.  Ég man eftir því að mamma bar þennan rétt á borð fjölskyldunnar áður en að ég fór að búa og öllum þótti frábær. Hún gerir hann aðeins öðruvísi en ég en er alls engu síðri - nema hvað minn er auðvitað betri!!!

Uppskriftir af þessum einfalda rétt eru mismunandi eftir því hvaða matreiðslubók þú lest. Helsti munurinn er fólginn í því hvort að kokkurinn vilji hafa rjóma í uppskriftinni eður ei. Sumum finnst maður vera verri kokkur fyrir vikið ef maður þarf að nota rjóma - let's face it - hver hefur ekki bjargað klúðraðri sósu með vænum gúl af rjóma. Feitt bragðið af rjómanum nær að balansera næstum hvaða klúður sem er - en svo er nú þannig að feita bragðið af rjómanum - sem leggst á góminn á manni er líka eitthvað svo ofboðslega góður. Faðir minn er ekki sammála því - honum finnst rjómi í mat - vera the easy way out! En hvað um það.

Mína uppskrift má gera á báða vegu. Ef maður var duglegur í ræktinni þann daginn og á efni á 339 kcal/100 ml af rjóma - go for it!.

1 pk af beikoni er skorin í bita og steiktur á pönnu í smá hvítlauksolíu. Á meðan er pasta sett yfir í sjóðandi saltað vatn. Dash af olíu er einnig sett í pastapottinn. Á meðan pastað síður og beikonið baðar sig í heitri hvítlauksolíunni er 3-4 egg brotinn í skál og hrærð saman við ca. 75 gr af parmesan osti sem er raspaður úti. Jafnframt er ferskt basil og steinselja skorinn niður og sett útí. Saltað með Maldon salti og ríkulega af nýmöluðum pipar. Um þetta leiti er pastað sennilega al dente og vatninu hellt af. Hérna skiptir máli að hafa hraðar hendur því hitinn frá heitu pastanu í raun eldar sósuna. Þegar tryggt er að pastað sé næsta þurrt er beikoninu og allri fitunni af pönnunni hellt yfir pastað og eggjasósunni sömuleiðis. Hrærið vel saman, setjið lokið á pottinn og látið standa í 2 mínútur.

Á meðan er lagt á borðið og ef það er nógu stutt í helgina, eða það er helgi, eða stutt síðan að það var helgi er tappinn tekinn út góðu hvítvíni og drukkið með. Yfirleitt hef ég einnig einfalt salat með þessu og heitan brauðhleif. Þegar maturinn er borin á borð er mikilvægt að hafa nóg af parmesan osti til viðbótar til að raspa yfir og auðvitað meiri pipar. Bon appetit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband