Eins og kom fram í seinustu fćrslu var ég ađ koma frá Austurríki ţar sem ég var á skíđum fyrir rúmri viku síđan. Ţađ er ekki lítiđ sem mađur saknar ţess ađ renna sér niđur brekkurnar. Ţađ er eitthvađ dásamlegt viđ ađ láta sig líđa niđur hvítar brekkur í góđu veđri. Ţví miđur missti ég af ţví ađ fara í Bláfjöll um helgina sem mér skilst ađ hafi veriđ dásamlegt. Ég skrapp hins vegar á árshátíđ félags lćknanema sem var alveg stórskemmtileg - lćknanemar kunna ađ skemmta sér!
Á laugardaginn skrapp ég í gönguferđ í góđa veđrinu. Ţar stoppađi ég í versluninni og kaffihúsinu Kaffifélaginu á Skólavörđustíg. Ég hef nokkrum sinnum verslađ ţarna áđur og fengiđ góđa vöru og góđa ţjónustu en á laugardaginn fékk ég framúrskarandi ţjónustu og frábćrt kaffi. Ég keypti síđastliđiđ haust Rancilio Silvia kaffivél af versluninni Kaffibođ á Barónsstígnum. Skemmtileg verslun - ađeins opinn eftir hádegi, en ekki alltaf en einnig eftir pöntun. Mjög gaman ađ spjalla viđ hann Einar sem rekur ţá verslun. Eftir ţví sem ég kemst nćst rekur konan hans Kaffifélagiđ. Ţar komst ég á bragđiđ međ Cafe Ottolina. Cafe Ottolina er mitt uppáhaldskaffi, á ţví er engin vafi. Kannski fć ég afslátt nćst ţegar ég kem ţangađ - hver veit?
Ég fékk ekki fyrir svo löngu nýjustu bók Nigellu Lawson - Nigella Express- skemmtileg bók ţar sem áherslan er ađ elda góđan mat - hratt. Ţó ég sé ekki mikiđ ađ flýta mér í eldhúsinu ţá er stundum ágćtt ađ ná ađ hasta ţessu af skemmri tíma. Uppskrift ekki svo óbreytta ţessari sá ég í ţessari góđu bók. Nema ţar var laxinn skorinn á annan máta og ekki var notađur hvítlaukur, chilli eđa engifer né ţessi ágćta kalda sósa sem ég bjó til sem var alveg ljúffeng.
Ljúffengur lax međ hvítlauk, chilli og engifer međ avókadó og tómata salati
800 gr af laxi var međ rođinu var skorinn niđur í fallegar sneiđar. Mikilvćgt er ađ hafa rođiđ á ţar sem steikt laxa rođ er einstaklega gott á bragđiđ. Smávegis af jómfrúarolíu er smurt á laxinn og hann svo saltađur međ Maldon salti og nýmöluđum pipar. Nćst var 2 msk af grćnmetisolíu og ein teskeiđ af ristađri sesamolíu, sem ég fékk ađ gjöf nýveriđ, hituđ á pönnu. Áđur en ađ olían var farin ađ hitna var hálfum smáttskornum og kjarnhreinsuđum chilli pipar, 4 cm af smáttskornum engifer og svo ţremur smáttskornum hvítlauksrifjum (núna er ég farin ađ skera allan hvítlauk - er ađ lesa bók eftir Anthony Bourdain, Kitchen confidential- og ţar segir hann ađ hvítlaukspressur séu bara fyrir aumingja...ég sem á eina nýlega frá Kokku!). Ţegar ađ laukurinn, chilli og engiferinn var farin ađ krauma, en ekki ađ taka lit - var laxinn fćrđur á pönnuna rođiđ niđur og steikt um stund. Ţá var laxinum snúiđ og hann steiktur áfram í nokkrar mínútur ţar til tilbúinn.
Salatiđ var einfalt. Ég fékk blandađ salat, lagđi á disk. Skar tvo litla avókadó ávexti í sneiđar og lagđi ofan á. Svo rađađi ég nokkrum krisuberjatómötum skornum í helminga, 2 tsk af smátt söxađri steinselju og svo salatdressingu gerđa úr; 1 msk jómfrúarolíu, safa úr hálfri sítónu, skvettu af hvítvínsediki, salti, pipar og svo 1/2 msk af hlynsírópi. Ţetta var hrćrt vel saman og dreift yfir salatiđ.
Međ matnum var sýrđrjómasósa - hálf dós af 10% sýrđum rjóma, 1,5 cm af engifer og eitt hvítlauksrif er saxađ mjög smátt niđur. Safi úr hálfi sítrónu. 1 msk af hlynsírópi. 2 tsk af smátt saxađri ferskri steinselju, 1 tsk af hvítvínsediki og 1 tsk af jómfrúarolíu. Salt og pipar. Hrćrt vel saman og látiđ standa á međan maturinn er útbúinn. Ţannig ná öll ţessi hráefni betra samspili og jafn sig. Smávegis af sósunni dreift yfir laxinn og svo skreytt međ niđurskornum graslauk.
Međ matnum var borin fram Jasmín hrísgrjón. Einnig nutum viđ Wolf Blass President Selection Chardonnay (vó - langt nafn - en gott vín). Ţetta vín ku vera sérvaliđ af forstjóra fyrirtćkisins. Frískandi og međ talsverđu ávaxtabragđi og smávegis eik. Verđ í efri kantinum en virkilega ţess virđi.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Kaupi lax strax á morgun. Takk fyrir ţetta.
Hólmdís Hjartardóttir, 18.3.2008 kl. 01:49
Frábćr síđa hjá ţér og bara girnilegur matur en kannski ekki gáfulegasta lesefniđ á nćturvaktinni!!
Gunna Lísa hjúkka á St. Jó (IP-tala skráđ) 18.3.2008 kl. 02:21
Er ţetta nokkuđ sjúkrahúsfćđi???......líka hjúkka
Hólmdís Hjartardóttir, 18.3.2008 kl. 03:47
Namm ég elska lax!
Edda Agnarsdóttir, 19.3.2008 kl. 18:52
Gleđilega páska
Ása Hildur Guđjónsdóttir, 21.3.2008 kl. 14:14
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.