Stoliđ sćlgćti - Lamba chermoula međ poppuđum kjúklingabaunum, grilluđum kúrbít, furuhnetum, granatepli og hvítlaukskremi

 

Fyrir tveimur vikum skrapp ég í hádegisverđ á Fjallkonuna niđri í miđbć. Átti góđan fund međ tveimur kollegum ţar sem viđ fórum yfir verkefni komandi missera. Pantađi rétt, lamba chermoula, međ öllu tilheyrandi og varđ alveg orđlaus. Hann var algert sćlgćti. Svo góđur, ađ ég setti um leiđ mynd upp í samfélagsmiđlaskýiđ, mér til áminningar ađ reyna viđ mína eigin útgáfu síđar. Og liđna helgi gerđi ég mína eigin uppskrift. 
 
Matseđillinn á Fjallkonunni var auđvitađ til hliđsjónar, sjá hérna. En auđvitađ ţurfti ég ađ skođa ólíkar uppskriftir af chermoula, sem er kryddmauk eđa marínering frá Norđur Afríku og kemur víđa fyrir í uppskriftum frá Túnis, Alsír, Marokkó og Líbíu. Mín uppskrift er samsuđa úr nokkrum ólíkum áttum.
 
Ţessi uppskrift inniheldur ţó nokkurn fjölda hráefna - sem eru elduđ hvert í sínu lagi - og engin ţeirra eru sérstaklega flókin. Ţetta var góđur sunnudagur í eldhúsinu.  
 

Stoliđ sćlgćti - Lamba chermoula međ poppuđum kjúklingabaunum, grilluđum kúrbít, furuhnetum, granatepli og hvítlaukskremi

Fyrir sex

1200 g lambamjađmasteik (efri parturinn af lambalćrinu - eins mćtti úrbeina lambalćri)
1 poki regnbogagulrćtur 
5 msk jómfrúarolía
1/2 krukka marókósk harissa frá Kryddhúsinu
1 tsk ras el hanout frá Kryddhúsinu
1 tsk papríkuduft 
2 msk hunang
1 msk sirachasósa
1/2 chili duft
safi úr lime 
salt og pipar
 
 
Fyrstu skrefin eru einföld. Bara blanda saman öllum hráefnum í skál og hrćra jómfrúarolíu og limesafa saman viđ. Nudda svo í kjötiđ. Ég lét ţađ svo standa viđ herbergishita í klukkustund. 

 

 
Hitađi olíu í pönnu og brúnađi kjötiđ ađ utan. Lét ţađ síđan í eldfast mót ásamt flysjuđum regnbogagulrótum og setti í 150 gráđu forhitađan ofn. Stakk hitamćli í kjötiđ og lét ţađ fara í 54-56 gráđur í kjarnhita. 
 
 
Ilmurinn í eldhúsinu varđ svo dásamlega seiđandi ađ ţađ ćtlađi ađ ćra mann algerlega. 

 

 
Hvítlaukskrem
 
150 ml feitur, sýrđur rjómi
50 ml nýmjólk
3 hvítlauksrif
1 tsk hunang
safi úr hálfu lime
salt og pipar
 
Hvítlaukskremiđ er svo einfalt ađ ţađ hálfa vćri nóg. Galdurinn er ađ nota feitan sýrđan rjóma, setja í skál, blanda maukuđum hvítlauknum saman viđ, sem og hunangi, límónusafa og mjólkurskvettu. Smakka til međ salti og pipar. Láta standa í kćli. 
 
 
 
Chermoula kryddmauk
 
200 ml jómfrúarolía
1 búnt steinselja
1 búnt kóríander
1 msk broddkúmen
1 msk kóríander 
1 msk papríkuduft
1 stór skalottulaukur
4 hvítlauksrif
4 msk rúsínur
safi úr límónu
salt og pipar
 
Chermoula er kryddmauk sem er fljótlegt ađ útbúa. Byrjađi á ţví ađ ţurrrista kryddin á pönnu og fćra svo yfir í matvinnsluvél. Ţá bćtti ég viđ skalottulauknum, hvítlauknum, fersku kryddunum, safa úr límónu, rúsínum, og svo jómfrúarolíu. Saltiđ og pipriđ eftir smekk. 
 

 

 

Međlćtiđ var ekki sérlega flókiđ. Kúrbíturinn var skorinn í hćfilegar sneiđar, velt upp úr hvítlauksolíu, saltađur og piprađur og svo eldađur á grillinu. 
 
Kjúklingabaunirnar voru skolađar og látnar standa til ađ ţorna. Steiktar upp úr heitri olíu og svo velt upp úr broddkúmeni, sítrónusafa og salti og pipar. 
 
Furuhneturnar voru ţurrsteiktar á pönnu og lagđar til hliđar.  
 
Granatepliđ er skoriđ í helminga og rauđur perlurnar sóttar međ ţví ađ lemja á ávöxtinn međ skeiđ. 
 
Bulguriđ er sođiđ í kjúklingasođi, skv. leiđbeiningum á umbúđunum. 
 
 
Međ matnum nutum viđ Masi Campofiorin frá 2017. Ţetta vín er ekki ósjaldan á borđum hjá okkur enda finnst mér ţađ ljúffengt. Svo finnst mér ég einhvern vegin tengdur ţessum framleiđenda ţar sem ég heimsótti vínekruna í tenglsum viđ sjónvarpsţćttina mína - Ferđalag bragđlaukanna

 

 

Svo er bara ađ hlađa á diskinn: Fyrst bulgur, svo niđursneitt lambakjöt, kúrbítur og gulrćtur, skreytt međ chermoula og hvítlaukskremi. Furuhnetunum, kjúklingabaunum og granateplinu sáldrađ yfir. 
 
Ţetta er svona máltíđ ţar sem hver munnbiti kemur á óvart. Endilega prófiđ ţessa uppskrift - algert sćlgćti! 
 
Verđi ykkur ađ góđu!
-------
 
 
 
Flest hráefnin í ţessari fćrslu fást í verslunum Hagkaupa
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lítur vel út! Hvađ var kjötiđ lengi inni í ofni hjá ţér?

Anna (IP-tala skráđ) 15.2.2021 kl. 07:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband