Ljúfir hausttónar - dásamlegt íslenskt grćnmeti lagt í pćkil - litadýrđ í krukku

 
 
Ég elska haustin. Sumir segja, vonandi í gríni, ađ ţeir sem elska haustin ćttu ađ leita sér einhverskonar međferđar. 
 
Ćtli ţessa fćrsla skýri ekki ađ einhverju leyti hvers vegna mér ţykir svo vćnt um ţennan árstíma. Öll uppskeran. Sjáiđ alla ţessa dásamlegu liti. Auđvitađ er best ađ njóta allra ţessara ávaxta sumarsins međan ţađ er sem ferskast - en ţađ má líka leggja ţađ í pćkil og ţannig varđveita bragđ ţess og áferđar yfir myrkustu mánuđina. 
 
Ljúfir hausttónar - dásamlegt íslenskt grćnmeti lagt í pćkil - litadýrđ í krukku
 
Ţađ eru til óteljandi blöndur af vökva sem ćtti ađ nota í pćkil. 3-2-1 blandan frá Svíţjóđ og svo óteljandi ađrar blöndur. 
 
Ég útbjó ţessa eftir ađ hafa skimađ fjölda ólíkra uppskrifta. 
 
Grćnmeti af ýmsu tagi;
 
Smágúrkur
papríkur
gulrćtur
rauđkál
hvítkál
blómkál 
laukur
 
Pćkill
 
1 hlutur edik
1 hlutur vatn
1/2 hlutur sykur
1/8 hlutur salt 
 
Krydd
 
Sinnepsfrć
svört piparkorn
grćn piparkorn
rauđ piparkorn
eldpipar
lárviđarlauf
 
 
Hćgt er ađ hafa gúrkurnar - heilar, í sneiđum eđa í ílöngum fjórđungum eins og ţessum.
 
 
Sama má segja um gulrćturnar. 
 
 
Svo er ađ fylla krukkurnar međ grćnmetinu. 
 
Í sumar krukkurnar fóru nokkrar tegundir af grćnmeti - svona tilraun til ađ skapa einhver mynstur. 
 

Krukkurnar fengu ađ fara ferđ á háum hita inn í uppţvottavélina, fengu ađ ţorna og svo eina ferđ inn í 110 gráđu heitan ofn í 10-15 mínútur. Viđ ţađ ćttu ţćr ađ vera sótthreinsađar.

 
Svo er bara ađ loka krukkunum og koma ţeim fyrir inn í ísskáp. 
 
Ţetta er frábćrt međlćti međ ýmiskonar réttum og lyftir og lífgar viđ nánast hvađa disk sem lagđur er á borđiđ. 

 

-------
 
 
 
Flest hráefnin í ţessari fćrslu fást í verslunum Hagkaupa

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband