Ég hafđi ekki heyrt um ţennan rétt fyrr en ađ Snćdís, eiginkona mín, kom heim međ hann frá veitingahúsinu Bombay Bazar í Ármúlanum. Ég varđ hreinlega orđlaus - ţetta var sennilega besti kjúklingaréttur sem ég hafđi bragđađ. Og ég hef pantađ hann nokkrum sinnum síđan - ótrúlega seđjandi og bragđmikill réttur.
Og ég var eiginlega undrandi á ađ hafa ekki kynnst honum áđur. Svo góđur er hann! Ţessi réttur á sér ekki langa sögu. Hann varđ til á Buhari Hótelinu í Chennai á Indlandi. Kokkurinn - herra Buhari, bjó til ţennan rétt fyrir gesti hótelsins. Nafniđ á réttinum hefur vakiđ nokkra athygli - og veriđ innblástur í ýmsar sögusagnir um tilurđ réttsins - ađ hann innihaldi 65 mismunandi krydd, ađ hann hafi veriđ búinn til fyrir indverska herdeild. En svo er ekki raunin. Herra Buhari bar ţennan rétt fyrst fram áriđ 1965. Og ţannig fékk hann nafn sitt - eftir fćđingarárinu!
Einn dásamlegasti kjúklingaréttur allra tíma - Kjúklingur sextíuogfimm (Chicken Sixty-five)
Ţetta er ekki flókin eldamennska - en hún er nokkuđ tímafrek og er í allavega ţremur stigum. Fyrst marinering, svo djúpsteiking og svo er kjúklingurinn steiktur aftur í sósunni.
Hráefnalisti fyrir 6
1,4 kg úrbeinuđ kjúklingalćri
1/2 dós grísk jógúrt
safi úr tveimur sítrónum
2 egg
3 msk túrmerik
3 msk garam masala
3 msk papríkuduft
2 msk chiliduft
1 msk chiliflögur
2 msk svartur pipar
1 bolli maísmjöl
6 msk hvítlauks- og engifermauk
50 ml rauđsófusafi (ég fékk hann međ ţví ađ stappa vökvann úr nokkrum forsođnum rauđrófum)
salt
2 l sólblómaolía til ađ djúpsteikja
Fyrir sósuna
1/2 dós grísk jógúrt
50 ml rauđrófusafi
5 msk tómatsósa
2 msk sćt chilisósa
2 msk siracha sósa
salt og pipar
1 grćn chili
10-15 karrílauf
1 msk hvítlauks- og engifermauk
Međlćti
Basmati hrísgrjón
Einfalt mangósalat (gleymdi ađ taka mynd af ţví)
Byrjađi á ţví ađ skera kjúklingalćrin í sex nokkuđ álíka stóra bita. Setti í skál og bćtti svo jógúrt, eggjum, maísmjöli, engifer- og hvítlauksmauki, rauđrófusafa og öllu kryddinu saman í skálina. Saltađi.
.
Ţá er ađ blanda öllum ţessum hráefnum vandlega saman og leyfa ađ marinerast í ađ minnsta kosti 30 mínútur - meiri tími er auđvitađ betri - sumar uppskriftir sem ég rakst vildu stungu upp á ađ hafa ţetta yfir nótt, ţannig ađ ég ákvađ ađ fara milliveginn, tćplega ţrjár klukkustundir.
Ţá var ekkert annađ ađ gera en ađ hita olíu upp í 160 gráđur og djúpsteikja nokkra bita í senn og leggja ţá svo til hliđar ţegar ţeir voru orđnir fallegir á litinn og eldađir í gegn. Ţađ tók ekki nema nokkrar mínútur ađ steikja kjúklingin í gegn.
Er ţađ bara ég sem, eđa eruđ ţiđ fleiri, sem elskiđ djúpsteiktan kjúkling?
Ţađ er mikilvćgt ađ gera nóg af kjúklingi - ţar sem fólk á eftir ađ borđa yfir sig af ţessu ljúfmeti.
Ţegar kjúklingurinn var tilbúinn fór ég ađ huga ađ sósunni. Blandađi saman jógúrtinni, tómatsósunni, siracha og sćtri chilisósu saman í skál.
Saxađi svo niđur einn grćnan chili. Hitađi olíu á pönnu og steikti eldpiparinn međ hvítlauks- og engifermauki og karrílaufunum.
Hitađi sósuna upp á pönnunni og blandađi vel saman viđ hráefnin.
Lokaskrefiđ var ađ fćra kjúklinginn í sósuna og blanda varlega ţannig ađ hann varđ alveg hjúpađur. Steikja svo saman í nokkrar mínútur. Skreytti međ kóríander.
Margir kannast viđ 1000 Stories Zinfandel - ţetta er eiginlega stóra systir hans. Ţetta er bandarískt Capernet Sauvignion frá Kalíforníu sem fćr ađ ţroskast á vískitunnum. Vivino gefur ţessu víni 4.0 í einkunn og vínótek fjórar stjörnur. Ţađ er skiljanlegt ţar sem um ljúffengan rauđvínssopa er ađ rćđa. Hefur kraftmikinn tón, er ţurrt og rúllar vel á tungu. Allir voru sammála um ađ ţađ gaf matnum ekkert eftir.
Boriđ fram međ hrísgrjónum og einföldu mangósalati.
Hvet ykkur til ađ prófa Kjúkling sextíu- og fimm!
Ţetta er sćlgćti!
-------
Flest hráefnin í ţessari fćrslu fást í verslunum Hagkaupa
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.