28.5.2007 | 11:29
Nįttveršur ķ sumarbśstaš
Ég er bśinn aš vinna mikiš undanfarna daga. Žaš skżrir hversvegna lķtiš hefur veriš um fęrslur sķšan į žrišjudaginn. Ég eldaši ég pasta tricolore - starfsmenn ķ vinnunni viršast hafa kunnaš aš meta uppskriftina - į žó eftir aš heyra hvernig fólki gekk. Žaš er rosalega gaman aš heyra aš fólk er aš reyna uppskriftirnar mķnar - og oft meš góšum įrangri - žaš fęr mann nęstum til aš rošna.
Fór ķ mat til bróšur mķns į fimmtudagskvöld. Viš erum bįšir miklir unnendur KFC tower zinger - sem er sennilega besti borgari sem seldur er į skyndibitastöšum. Kjartan bróšir fékk žį hugmynd ķ aš mögulega vęri hęgt aš gera žetta betra heima - hann hafši rétt fyrir sér - meira um žaš sķšar!
Ég er bśinn aš vera aš vinna um helgina. Žaš er bśiš aš vera nóg aš gera um helgina į brįšamóttökunni į Hringbrautinni. Ég var žó heppinn og fékk frķ į annan ķ hvķtasunnu. Snędķs fór meš börnin ķ bśstaš fyrir helgina og ég gekk til viš lišs viš žau sunnudagskvöldiš. Kvöldiš gat einhvern veginn ekki veriš betra. Villi var ennžį vakandi žegar ég kom ķ bśstašinn, Valdķs var aš veiša śtį bįt meš fólki ķ nęsta bśstaš ... nįši einum urriša. Hśn var vošalega stolt.
Žegar klukkan fór aš halla aš ellefu fóru žeir sem voru vakandi ķ pottinn. Sólarlagiš var geysifallegt til noršvesturs og tungliš lśrši yfir snęvižaktri Esjunni. Stemmingin var meirihįttar. Bjór ķ annarri og vęmnin ķ hinni. Pabbi fór snemma śr pottinum og lofaši aš elda nįttverš. Ég hef einhvern tķma bloggaš um nattemad föšur mķns ... hann galdrar fram stórkostlegar mįltķšir žegar fer aš halla aš mišnętti. Ekkert gęti veriš betra žegar mašur hefur fengiš smį raušvķn eša smį bjór ... eša bara mikiš af hvoru.
Nįttveršur ķ sumarbśstaš.
Ķ žetta sinniš hafši sį gamli fengiš žį flugu ķ höfušiš aš djśpsteikja ost. Fįtt betra. Gallinn var bara sį aš ekki var til nein braušmylsna. Pabbi brį į žaš rįš aš nota heilhveiti ķ staš mylsnunnar og žaš var ekkert sķšra. Fyrst var mismunandi ostum, blįum og hvķtum höfšingja og grįšosti, velt upp śr hveiti, svo ķ eggjahręru og svo lagt ķ heilhveitiš sem hafši veriš blandaš meš salti og pipar. Žetta var svo djśpsteikt śti į palli. Bjśtifśl.
Pabbi var ķ einhverju stuši og vafši prosciutto crudo utan um stóra kanadķska hörpuskel, sem hann pennslaši meš hvķtlauksolķu og sķtrónusafa og grillaši skamma stund.
Žetta var svo boriš fram meš brauši sem hafši veriš pennslaš meš hvķtlauksolķu og grillaš žar til žaš var stökkt. Meš žessi var svo einnig einfalt salat og heimagerš krękiberjasulta - berin tķnd ķ Eyjadalnum - einum af žessum dįsamlega fallegu dölum sem ganga inn ķ Esjuna.
Svona mįltiš tryggir aš samkvęmisflensa veršur ķ algeru lįgmarki.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:13 | Facebook
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.