11.5.2017 | 20:23
Dásamlegir djúpsteiktir ostar; Gullostur međ hvítlauksbrauđi og sultu og Stóri Dímon međ avakadó og sćtu sinnepi
Sumar veislumáltíđir eru einfaldlega betri en ađrar. Og ţessi var alveg einstaklega ljúffeng. Flestir sem lesa bloggiđ mitt vita hversu langt ást mín á smjöri, rjóma og ostum nćr. Hún nćr langt. Og ţessa tvo rétti má nota bćđi sem forrétti, góđan hádegisverđ eđa jafnvel sem eftirrétt.
Og ţessi réttur er ákaflega einfaldur. Fá hráefni - blandađ saman á einfaldan hátt, djúpsteikt (syndin ljúfa) og svo bara ađ njóta!
Dásamlegir djúpsteiktir ostar; Gullostur međ hvítlauksbrauđi og sultu og Stóri Dímon međ avakadó og sćtu sinnepi
Hráefnalisti
Fyrir fjóra til sex
1 gullostur
1 Stóri Dímón
4 egg
1 bolli hveiti
1 bolli brauđmylsna
salt og pipar
4-6 brauđsneiđar
2 msk hvítlauksolía
1 avókadó
blandađ salat
3-4 tsk sinnep
3-4 tsk sulta
Ég hef margsagt ţađ á blogginu mínu ađ gullostur er uppáhalds osturinn minn - og ţađ hefur ekki breyst ennţá!
Og í öđru sćti er Stóri Dímon - sem er gerđur á sambćrilegan hátt - nema hvađ hann er blámygluostur.
Ţetta er bara mynd til ađ dást ađ! Gullostur og Stóri Dímon eru sannarlega reisulegir ostar.
Hjúpiđ fyrst međ bragđbćttu hveiti (salti og pipar), veltiđ svo upp úr eggi, svo mylsnu og svo aftur upp úr eggi og mylsnu til ađ fá ţéttan hjúp.
Djúpsteikiđ nokkra í einu - hafiđ ţá ađskilda ţannig ađ ţeir límist ekki saman. Ég steikti ţessa viđ 170 gráđur í djúpsteikingarpottinum sem ég var ađ fá mér!
Steikiđ ţá ţangađ til ađ ţeir eru fallega gullinbrúnir.
Gullostinn bar ég fram á djúpsteiktu brauđi međ bláberja- og púrtvínssultu.
Osturinn rann út úr hjúpnum og yfir brauđiđ.
Snćdís kunni vel ađ meta ţessa dásemd.
Sama var gert viđ Stóra Dímon nema hvađ hann skar ég niđur í stangir. Hjúpađi á sama hátt og gullostinn og steikti ţar til hann varđ gullinnbrúnn.
Tyllti smá sinnepi á ostinn og bar fram međ avókadósneiđum og salati.
Osturinn vall út!
Og allir brostu út ađ eyrum og stundu af gleđi!
Bon appetit!
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:26 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.