20.5.2007 | 21:58
Thaifusion kjúklingur međ basmati hrísgrjónum
Er er alltaf ađ reyna ađ fćra mig meira í átt til Austurlanda í matseld minni. Ţađ gengur en fremur hćgt. Á alltaf erfitt međ ađ slíta mig upp úr gamla farinu. Svo ţegar ég loksins tek skrefiđ og elda eitthvađ sem ađ ég held ađ sé austurlenskt eđa eftir austurlenskri uppskrift finnst mér ţađ alltaf meiriháttar.
Ţessi uppskrift er innblásin af Kristni, vini okkar hjóna. Einhvern tíma ţegar ég var ađ sćkja Valdísi dóttur mína til ţeirra var hann ađ elda rétt sem er kannski ekki ósvipađur ţessum. Ég fékk ađ smakka hjá honum og rétturinn var alveg frábćr - kókósmjólk, kóríander, kjúklingur, gult karrí, ferskur ananas - ljúffengt. Ţessi réttur hjá mér í gćrkvöldi var tilraun til ađ endurskapa ţann rétt.
Ég keypti um daginn kókóshnetur - ég hafđi hugsađ mér ađ nota ţćr í salat - skafa ferskan kókós yfir en ákvađ ađ bćta honum frekar útí réttinn - eftir á ađ hyggja hefđi ég sennilega átt ađ skafa kókós eđa raspa hann yfir matinn ţví ađ hann varđ ansi stífur viđ eldunina, hafđi bitana full stóra.
Thaifusion kjúklingur međ basmati hrísgrjónum.
Fyrst voru kjúklingabringur, ca 500 gr, ţvegnar og ţurrkađar og skornar niđur í munnbitastóra bita. Bitarnir voru svo lagđir í smá marineringu sem samanstóđ af smávegis af ferskum rauđum chilli, smá ferskum brytjuđum engifer, nokkrum skvettum af nam pla (fiskisósu), flatlaufssteinselju, salti og pipar. Látiđ standa í um klukkustund. Ţá er nćgur timi til ađ undirbúa afganginn af hráefninu og gćđa sér á einu hvítvínsglasi á međan - í ţetta sinn Anakena chardonnay 2004 - afar gott.
Einn skarlottulaukur er skorinn smátt niđur sem og 4 hvítlauksrif Svo er 4 cm af engifer skorinn smátt niđur auk 2 rauđum chillipiparávöxtum sem hafa veriđ kjarnhreinsađir. Olía er hituđ í wok pönnu og ţegar hún er heit er lauknum, hvítlauknum og engiferinu skellt á pönnuna ásamt einni tsk af túrmerik og einni tsk af muldu coríander. Ţetta er steikt í smástund og ţá er kjúklingum og chillipiparnum bćtt saman viđ og steikt ţar til kjúklingurinn hefur tekiđ lit.
Ţá er 1 1/2 dós af kókósmjólk og 150 ml rjómi bćtt útí ásamt niđurskornum kókós úr einni hnetu og 1/2 ferskur niđurskorinn ananas. Suđan var látin koma upp og svo var lokiđ sett á leyft ađ sjóđa í 30-40 mínútur. Sem er ágćtt ţví ţá er tími fyrir annađ hvítvínsglas - common, ţađ er laugardagskvöld.
Ţegar ţađ fer ađ nálgast lok eldunartímans eru hrísgrjón sođiđ skv. leiđbeiningum á pakkanum og einfalt salat útbúiđ međ. Boriđ fram međ fersku kóríander sem hver og einn getur sáldrađ yfir matinn sinn eftir smekk.
Rétturinn reyndist vera ansi sterkur ţrátt fyrir talsvert magn af kókósmjólk, rjóma og ananas. Hann var mjög bragđgóđur en ég hefđi sennilega átt ađ matreiđa kókósinn öđruvísi, skafa hann yfir í lokin eđa eitthvađ á ţá leiđ - reyni ţađ nćst.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:05 | Facebook
Athugasemdir
Ţessi réttur virđis vera mjög góđur.
Kristín Katla Árnadóttir, 22.5.2007 kl. 16:09
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.