Vinkona mín, Arnfríđur Henrýsdóttir, átti stórafmćli núna í vikunni og ćtlar í kvöld ađ halda upp á tímamótin međ veislu í kvöld. Mér skilst ađ öllu verđi tjaldađ til. Addý, eins og hún er ávallt kölluđ, býr ásamt manninum sínum, Guđmundi, og öllum krakkaskaranum í nćstu götu viđ okkur í Annehem í Lundi. Ég hjólađi viđ á leiđinni heim úr vinnunni í gćrkvöldi og sá ađ undirbúningur var á fullu. Öll fjölskyldan hennar var mćtt á svćđiđ til ađ hjálpa til međ herlegheitin.
Ég tók ađ mér eitt smáverkefni til ađ létta undir veisluhöldin. Ađ elda nokkur kjúklingaspjót - ekkert var sjálfsagđara. Ćtla ađ gera tvennskonar spjót - ţessi sem ég skelli međ í fćrslunni og svo tandoor spjót (sem fá ađ bíđa betri tíma). Ţessi uppskrift var í bókinni minni sem út fyrir seinustu jól, Veislunni Endalausu.
Satay-kjúklingaspjót međ hnetusósu í fertugsveislunni hennar Addýjar
Ţennan rétt hef ég eldađ margoft en af einhverri ástćđu aldrei sett hann inn á bloggiđ mitt. Ţegar ég var yngri og var ađ byrja ađ búa keypti ég oft tilbúnar sataysósur og hitađi ţćr bara. En ţegar smekkurinn ţroskađist fór ég ađ djassa ţćr ađeins upp - blanda ţćr međ kókósmjólk og ferskum chilipipar. Og nú í seinni tíđ hef ég gert ţćr nokkrum sinnum frá grunni. Og ţađ er lyfilega einfalt.
Sumum gćti ţótt hráefnalistinn ansi langur en ţetta ćtti allt ađ vera ađgengilegt fyrir áhugasama í nćstu kjörbúđ.
Fyrir fjóra
Fyrir kjúklinginn
1 kg kjúklingabringur
1/2 dós kókósmjólk
3 msk hrein jógúrt
3 hvítlauksrif
5 cm engifer
1 msk sambal oelek (chili-mauk)
3 msk sojasósa
1 msk fiskisósa
1 tsk túrmerik
1 tsk kóríanderduft
2 tsk dökkur muscovadósykur
salt og pipar
handfylli kóríanderlauf til skreytingar
Fyrir hnetusósuna
1 bolli hnetusmjör
2 msk sojasósa
1 tsk sambal oelek
1 bolli kókósmjólk
safi úr einni límónu
3 msk púđursykur
1 1/2 vatn
1 bolli salthnetur
salt og pipar
Hrćriđ kókósmjólk og jógúrt saman í skál. Maukiđ hvítlauk og engifer og blandiđ saman viđ jógúrtina. Bćtiđ viđ sambal, soyasósu, fiskisósu, túrmerkiki, kóríanderdufi, límónusafa og sykri. Saltiđ og pipriđ. Skeriđ kjúklingin í strimla og marineríđ í leginum í ísskáp í ţrjár til fjórar klukkustundir. Leggiđ grillpinna í vatn í klukkustund áđur en ţiđ ţrćđiđ kjúklingin upp á ţá.
Fyrir sósuna; Setjiđ hnetusmjör, soyasósu, sambal, kókósmjólk, vatn og safa úr einni límónu í pott og hitiđ yfir lágum hita í nokkrar mínútur. Saltiđ og pipriđ. Merjiđ salthneturnar gróft í mortéli og bćtiđ úr í sósuna. Hitiđ varlega upp. Sósan á ađ verđa ţykk en gćtiđ ţess ađ hún brenni ekki botninn.
Jćja, best ađ fara ađ byrja ađ elda!
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:43 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.