17.12.2014 | 08:26
Dúndur tómatsúpa međ ofnristuđum tómötum, smá rjómafloti, basil og rauđvínstári í vetrarmyrkrinu
Jólin nálgast óđfluga, engin fer varhluta af ţví. Og ţá er ágćtt ađ geta sett saman ljúffenga kvöldmáltíđ á stuttum tíma. Og ţessi súpa er bćđi fljótleg, holl en ţađ mikilvćgasta er ađ hún er alveg ótrúlega ljúffeng. Uppskriftin byggir á einum uppáhaldspastaréttinum mínum, sem er sérlega ljúffengur - kíkiđ endilega á uppskriftina hérna!
Ţessi súpa byggir á tveimur grundvallarhráefnum - tómötum og kjúklingasođi. Best er auđvitađ ađ nota heimagert kjúklingasođ en í versta falli má auđvitađ nota tenging! Svo er gott ađ bera svona súpu fram međ góđu heimagerđu brauđi, kannski foccacia eins og í ţessari ljúffengu uppskrift!
Dúndur tómatsúpa međ ofnristuđum tómötum, smá rjómafloti, basil og rauđvínstári í vetrarmyrkrinu
Fyrir fjóra til sex
2 kg tómatar
6 hvítlauksrif
50 ml ólífuolía
salt og pipar
1,5 l kjúklingasođ
1-2 msk soyasósa
1 msk Worchestershire sósa
Skeriđ tómatana í grófa bita og setjiđ í eldfast mót.
Skeriđ síđan hvítlauksrifin eins smátt og ţiđ getiđ. Setjiđ međ tómötunum.
Helliđ jómfrúarolíu yfir tómatana, saltiđ og pipriđ og hrćriđ vel saman.
Ég átti kjúklingasođ inn í frysti sem ég sauđ svo upp međ dálitlu af vatni.
Hitiđ síđan ofninn á fullt međ grilliđ í gangi. Grilliđ tómatana í tvćr til ţrjár mínútur, hrćriđ í tómötunum og grilliđ áfram ţangađ til ađ ţađ fer ađ sjóđa í tómötunum.
Setjiđ tómatana í pottinn međ kjúklingasođinu og blandiđ saman međ töfrasprota.
Látiđ svo súpuna krauma í 15 mínútur, smakkiđ til međ salti og pipar. Ef ţarf bćtiđ viđ soyasósu og jafnvel worchestershiresósu!
Međ matnum prófuđum viđ hjónin ţetta ljúffenga rauđvín frá Chile. Ţetta er vín frá Concha y toro (sem framleiđir Sunrise vínin sem margir ţekkja). Ţetta vín er frá Rapel dalnum, ţrúgurnar munu vera handtíndar og víniđ fćr ađ vera á tunnu í 17 mánuđi. Ţrúgan, Carmenere, er ein sú algengasta í Chile. Ţetta er kraftmikiđ vín, mikiđ berjabragđ og gott eikađ eftirbragđ!
Helliđ súpunni í skál, setjiđ örlítiđ af góđri jómfrúarolíu í súpuna, sprautiđ dálitlu af rjóma út á súpuna (sjá mynd) og skreytiđ međ smátt skornu basil.
Ljúffeng! Sérlega ljúffeng!
Veislan er rétt ađ hefjast.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 08:31 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.