Hádegisverðarboð á Selfossi

Kollegi minn Dögg Hauksdóttir og unnusti hennar Grímur buðu okkur hjónunum og börnum í mat í nýja húsið þeirra á Selfossi. Fallegt heimili sem þau eru að koma sér upp. Einnig var Kolbrúnu Pálsdóttur öðrum kollega og manni hennar Aroni boðið. Ég hélt í fyrstu að við værum í leiðinni í svona brauðveislu hádegisverð eins og oft er á sunnudögum - en hér var í boði full fledge veislumáltíð.

Ég fékk leyfi Daggar og Gríms til að setja þessar uppskriftir á netið. Ég veit ekki alveg hvernig er með hlutföllin en reyni að giska á. Vona að Dögg sendi mér hlutföllin og ég mun svo bæta þeim við færsluna.

3 kg lambalæri var kryddað með rósmarín, hvítlauk, grófu salti, pipar og olíu. Svo var það sett í álpappír með smá slurk af hvítvíni. Svo var álpappírnum vafið um lærið - ekki of þétt og gáð að því að engin vökvi fengi að sleppa. Bakað við 180 gráður í einn og hálfan tíma. Eftir þann tíma var soðinu safnað í pott, bragðbætt með hvítvíni, krafti og salti og pipar eftir smekk. Soðið niður og þykkt með sósuþykki ef þarf. Rosalega vel heppnað. Mér skilst að stuðst hafi verið við uppskrift af heimasíðu nóatúns - www.noatun.is.

Með þessu var mangó - avócadó salat. Mjög gott - passaði vel með matnum. Tveir mangóávextir, tvö avócadó skorinn í bita, blandað saman með myntu, skarlottulauk, salti, pipar og skvettu af olíu.

 Dögg vinkona mín var að minna mig á að "Ekki gleyma fersku engifer og rifnum lime berki í mango-avocado salatið" - því hefur hérmeð verið komið áleiðs í uppskriftina.

Einnig var ljúfengur kartöfluréttur með þessu. Kartöflur voru soðnar í potti, flysjaðar og skornar í bita. Við þetta var blandað skarlottulauk, graslauk, estragoni, skvettu af jómfrúarolíu, hvítvínsediki og salti og pipar.

 Frábær hádeigisverður í góðum félagsskap. Takk fyrir okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Velkominn af skíðum  Sjúkkitt nú getur kona ásamt fjölskyldu haldið áfram að borða almennilegan mat

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 09:10

2 identicon

Vá hvað þetta hljómar hrikalega vel. Ætla sko að prófa þetta um helgina.

Þorgerður (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 14:11

3 identicon

Ekki gleyma fersku engifer og rifnum lime berki í mango-avocado salatið.

 Takk fyrir komuna

Dögg (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband