16.8.2012 | 11:48
Dísćt jarđarber međ jógúrtfrođu - frábćr síđ-sumareftirréttur!
Ég fékk nýveriđ sendingu af matreiđslubókum frá Amazon. Ég panta matreiđslubćkur nokkrum sinnum á ári og svo ligg ég yfir ţessum bókum vikurnar á eftir og safna í sarpinn. Ţađ er ekki oft sem ég elda beint eftir uppskrift heldur nota ég matreiđslubćkurnar meira til ađ vekja mér innblástur.
Ţessi uppskrift er innblásin af einni af bókunum sem voru í síđustu sendingu - The Family Meal eftr Ferran Adriá. Sá kokkur er einn af frćgustu matreiđslumönnum í heimi - og hefur rekiđ El Bulli sem hefur lengiđ veriđ á lista yfir bestu veitingastađi í heimi og státar af ţremur Michelin stjörnum. Ég bćtti bćđi sykri og vanillu saman viđ jógúrtina til ađ hún yrđi ekki í súrari kantinum. Ég hugsa ađ íslenskt vanilluskyr frá KEA gćti nýst stórvel í ţessa uppskrift (hvenćr ćtli hún verđi flutt út til Svíţjóđar?)
Dísćt jarđarber međ jógúrtfrođu - frábćr síđ-sumareftirréttur!
Núna eru síđustu jarđarber sumarsins ađ koma í verslanir. Hér í Svíţjóđ hefst jarđaberjatímabiliđ rétt fyrir Jónsmessunótt sem Svíar halda mjög hátíđlega. Tíđin helst síđan svo lengi sem veđur leyfir - berin dökkna eftir ţví sem líđur á tímabiliđ og verđa sćtari og geymast verr. Ţá er um ađ gera ađ nota ţau strax.
Ţessi uppskrift kallar á ađ eiga rjómasprautu til ađ fá jógúrtblönduna til ađ freyđa. Svona fór ég ađ; Fyrst setti ég 350 ml af grískri jógúrt í skál og svo 120 ml af rjóma. Ţeytti ţetta saman međ písk. Bćtti saman viđ 2-3 msk af sykri, bara eftir smekk og svo 1 1/2 tsk af vanilludropum. Setti í rjómasprautu og skaut á međ einu gashylki og setti í ísskápinn.
Síđan var ekkert annađ ađ gera en ađ skera jarđaberin niđur í helminga og rađa í skálar. Sprauta svo ţykkri jógúrtfrođunni yfir og akreyta međ myntulaufi.
Bon appetit!
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Sćll og blessađur Ragnar,
Ég hef lengi fylgst međ blogginu ţínu haft virkilega gaman af.
Mig langar ađ spyrja ţig... eru einhver blogg, heimasíđur, rásir á youtube eđa annađ sem ţú fylgist reglulega međ ?
Bestu kveđjur,
Hafsteinn
Hafsteinn (IP-tala skráđ) 20.8.2012 kl. 22:15
Saell Hafsteinn
Kem med fleiri sidar - en thetta kiki eg oft a;
islensk blogg:
www.eldadivesturheimi.com
konan sem kyndir ofninn sinn - Nanna Rögnvalds
www.evalaufeykjaran.com
erlend blogg;
Chef John - www.foodwishes.com - hann er med youtuberas
+ mörg fleiri, kem med lista sidar.
heimasidur/pennar;
Hugh Fearnley Whittingstall
Nigel Slater i Observer.
Pintrest fyrir innblastur.
mbk, Ragnar
Ragnar Freyr Ingvarsson, 21.8.2012 kl. 06:37
Takk kćrlega fyrir ţetta, nú hef ég nóg ađ skođa :)
Hafsteinn (IP-tala skráđ) 23.8.2012 kl. 22:46
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.