Jæja, vinnan við manifestóið heldur áfram. Núna var það bróðir minn sem stóð vaktina í eldhúsinu og á allan heiður af matargerð kvöldsins. Ég var meira að segja heldur latur við fráganginn. Á meðan hann stritaði yfir hlóðunum var ég í skvassi. Þó mér finnist ótrúlega gaman að elda þá er vissulega ágætt að taka sér leyfi af og til og láta aðra um verkin.
Pappadums telst seint til hollustu fæðis en við erum alveg hætt að djúpsteikja brauðin til að þau blási út. Núna skellum við þeim bara í örbylgjuofninn í hálfa mínútu - vissulega þenjast þau ekki alveg út eins og þegar maður djúpsteikir en mér finnst maður ekki tapa neinu í bragðinu. Kannski aðeins í áferðinni.
En víkjum nú að rétt dagsins.
11. Janúar: Indverskt grænmetiskarrí með hrísgrjónum, pappadums og gómsætu salati
Byrja á að skera eggaldin í tiltölulega þykkar sneiðar, leggja þær á húsbréf og salta á báðar hliðar. Með þessu er hægt að særa út umframvökva og biturt bragð. Sneiða svo lauk og skera 4-5 hvítlauka og ca. 3-4 cm af engifer smátt. Skera kúrbít og rauða papriku í teninga. Laukurinn steiktur í smjöri eða olíu (helst smjöri) á vægum hita þar til hann tekur smá lit og þá er engifer og hvítlauk bætt út í og steikt í um mínútu. Eftir það bæta við kúrbítnum salta og pipra vel.
Bæta síðan við eftirfarandi kryddum: Nýmöluðum kardimommum, cumin, kóríander, túrmerik og kanil. Kryddunum leyft að vakna í potti áður en 2 bollum af jógúrt er bætt út í hræra vel og gæta þess að ná kryddum sem mögulega hafa fests við botn pottsins. Eftir um 1-2 mínútur hella einni dollu af kókosmjólk og örlitlu grænmetissoði saman við.
Á meðan rétturinn mallar eru eggaldinsneiðarnar grillaðar í ofni á báðum hliðum. Þegar þær hafa tekið á sig lit eru þær teknar út, skornar í teninga og bætt út í réttinn ásamt papriku-bitunum. Smá skvetta af matreiðslurjóma og um teskeið af sykri og svo öllu leyft að malla saman í amk 20 mínútur á lágum hita. Ef sósan hefur þykknað á þessum tíma er tilvalið að bæta rjóma til að jafna og milda bragðið eða vatni af sósan er of sterk passið að fara varlega þegar auka-vökva er bætt út í því að með of miklum vökva er hætta á að talsvert af bragðinu tapist (í indverskri matargerð er mjög viðkvæmt krydd-jafnvægi sem auðvelt er að raska).
Borið fram með hrísgrjónum ásamt pappadums og þessu einfalda salati; klassískt lauk- og tómatsalat með steinselju með einfaldri olíu/ediks vinagrettu, salt og pipar.
Bon appetit.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 12.1.2011 kl. 08:57 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir frábærar uppskriftir. Langar að vita hvernig þú býrð til pappadums...
Inga (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.