11.5.2010 | 19:50
Ljúffengar marókóskar lambakjötbollur í tómatsósu með eggjum, kúskús og grilluðu flatbrauði
Ég hef upp á síðkastið verið að lesa meira af uppskriftum og matreiðslubókum sem einblína á matargerð fyrir botni Miðjarðarhafsins. Þaðan kemur, að mínu mati, einn besti matur heimsins - að öðrum heimshlutum algerlega ólöstuðum! Ég rakst á þessa uppskrift á Youtube og hef verið að hugsa um að gera þennan rétt síðan. Þá var það Rick Stein sem var að spreyta sig á þessari klassíku marókósku uppskrift. Fyrir þá sem lesa bloggið mitt þá hef ég oft nefnt þennan fyrirmyndar sjónvarpskokk á nafn. Hann er þó lítið þekktur utan Bretlands, en hann hefur gert marga afbragðs sjónvarpsþætti síðan um miðjan síðasta áratug aldarinnar sem leið. Hann hefur lengst af verið þekktur fyrir ást sína á sjávarfangi, ekki fráleitt heldur, þar sem að hann rekur fjóra veitingastaði í sjávarþorpinu Padstow í Cornwall-héraði í Suður Englandi. Alltént hefur þessi maður verið í miklu uppáhaldi hjá mér í mörg ár. Augljóst af hverju! Í myndbandinu má sjá hans útfærslu.
Fyrir þá sem nenna að lesa áfram eftir að hafa séð Rick gera réttinn finnst mér rétt að benda á að ég breytti aðeins út af hvað kryddin varðar. Mér fannst einhvern veginn nauðsynlegt að bæta aðeins í þar, og sé ekkert eftir því þar sem að niðurstaðan var sérstaklega góð. Og líka falleg fyrir augað. Ég gerði einfalt flatbrauð með matnum - uppskrift sem ég hef notað margoft áður og birt hérna á vefnum. Til að það fengi meira marókóska stemmingu hnoðaði ég kjúklingabaunum saman við deigið og bragðbætti með kúmeni. Sjá meira hérna...
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 13.5.2010 kl. 20:38 | Facebook
Athugasemdir
bingo
Greta (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.