Djúpt inn í ameríska suðrið; PFC (Pukgrånden steiktur kjúklingur) með gulum maís og hrásalati

chicken_2.jpg

Í Svíþjóð er fátt um veitingastaði sem selja djúpsteiktan kjúkling. Þeir finnast í Danmörku en ekki hér. Af hverju veit ég ekki! Kannski hefur það að gera með að Svíum þykir of vænt um heilsu sína til að leggja sér slíkt til munns. En það er stundum þannig á sunnudögum og bara stundum, að mann langar óheyrilega mikið í feitan safaríkan djúpsteiktan kjúkling. Ég er hræddur um að margir viti hvað ég er að tala um. Og það er fátt betra sem læknar syndina ljúfu á jafnsnarpan hátt og nokkrir bitar af þessum umrædda djúpsteikta kjúklingi. Það hlaut því að koma að því að ég myndi reyna að gera þetta sjálfur.

Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda. Ég er lengi búinn að ætla að gera þetta. En það er bara eitthvað við það að djúpsteikja mat. Ekki það að mér finnist hann vera vondur... ALLS EKKI! Maður veit bara hversu óhollur hann er - fjandinn - þetta liggur í fitubaði í tuttugu mínútur. Óhollustan er öllum augljós ... augljós! Þannig það að taka meðvitaða ákvörðun um að elda djúpsteiktan mat er ávísun á óh0llustu. Óhollustu, ekki einu sinni flinkur pólitíkus gæti talað sig í kringum það. En þetta er bara gott - svona er þetta með freistingarnar. Þetta byrjaði með djúpsteiktum skötusel (á reyndar eftir því að blogga það). Hann braut eiginlega ísinn, og djö... var hann góður. Borinn fram með heimagerðu aoli og brakandi salati. Þar tók steininn úr. Næst var kjúklingurinn.

Og það er ekki beint hægt að segja að þennan rétt eldi maður óvart - alls ekki. Ef gera á þetta rétt, tekur meðferðin á kjúklingum um sólarhring. Þannig að undirbúningur óhollustunnar er vandlega meðvitaður. Sem er að vissu leyti ágætt, þá kemst maður aukaferð í ræktina, maður hjólar út í búð að versla, fer aukaferð upp tröppurnar, andar oftar á mínútu - allt hjálpar! Allavega með samviskubitið. Hvernig líður manni svo eftir að hafa borðað svona mat, troðið sig út af djúpsteiktum kjúkling? Blanda af sælu og samviskubiti - ein besta tilfinning sem finnst!

Sjá meira hérna...

matur_986731.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband