Afmælisblogg úr Ölpunum; Heileldaður grís með freyðandi bjór og söngskemmtun með skíðakóngum

aftoppnum.jpg

  það var frábært að renna í hlaðið, keyra niður St. Martinerstrasse og leggja bílnum fyrir framan heimili okkar næstu ellefu næturnar. Þar gistum við á litlu skíðahóteli við fjallsrætur Speiereck fjallsins í bænum St. Micheal/St. Martin á hóteli sem ber nafn fjallsins. Þetta er í þriðja sinn sem við gistum á þessu skíðahóteli sem er í eigu Þorgríms og Þurýjar. Og þau kunna að reka skíðahótel... það er ekki hægt að segja annað. Þetta er ekki skráð fimmstjörnuhótel - ég held að það sé þriggja stjörnu - en andskotinn, þetta eru almennilegar stjörnur. Hótelið er í fallegum Alpastíl, með lútandi þök og blaktandi fána. Innréttingarnar eru gamaldags - antík nánast í hverju horni. Herbergin notaleg, rúmin mjúk og alpaloftið brakandi ferskt. Maturinn hefur alltaf verið frábær - hjónin hafa flutt inn kokka frá Íslandi sem sannarlega kunna að elda. Í þetta skiptið höfum við fengið ýmislegt góðgæti; kalkúnabringu á asískan máta, vínarsnitsel með öllu tilheyrandi og í gær var nautalund með bernaise, namminamm. Hægt er að kíkja á heimasíðu hótelsins hérna.

Við erum hérna í afbragðs félagsskap húsráðanda.  Auk okkar eru nágrannar okkar og vinir Signý Vala, Þórir og börnin þeirra Hrafnhildur og Sigrún Edda. Þau keyra heim á sunnudaginn en þá koma líka aðrir góðir vinir og nágrannar, Jónas, Hrund og strákarnir þeirra, Kristinn og Hrafnkell. Valdís og Villi (börnin mín) eru í skíðaskólanum og taka stórum framförum. Villi (4 ára)  lærði að skíða í fyrradag og í gær lærði hann að fara í svig og fara í stólalyftu - í dag vann hann svigkeppnina í skíðaskólanum í sínum hópi - við vorum ofsastolt . Valdís (9 ára) er að bæta sig í hverri ferðinni - varkár eins og amma sín - hún tók einnig þátt í svigkeppninni og hafnaði í fjórða sæti - vel og örugglega. Sjá meira á miðjunni.

svinidboridfram.jpg 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband