Bestu hamborgarar allra tíma? Ótrúleg borgaraveisla í Danmörku – öllu tjaldað til!

hamborgarar.jpg

Hamborgarar eru góður matur. Það er merkilegt hversu góð samloka, hamborgari í raun er. Þessi samblanda nautahakks, brauðs, grænmetis og hina ýmsu sósa – hvað þetta er vel heppnað. Fáar samlokur standast hamborgaranum snúning. Það bara verður að segjast. En hamborgarinn á líka sínar myrku hliðar. Þessum ágæta rétti hefur verið skipulega nauðgað af skyndibitastöðum um langt árabil. Áhangendur MacDonalds og Burger King geta hætt að lesa hér – sá sem hér bloggar hefur algera ímugust á þeim stöðum og ruslinu sem þeir pranga upp á fólk undir nafninu matur. Þessa skoðun mína mun ég ekki rökstyðja frekar – hún er öllum augljós og fjöldi annarra deilir skoðun minni. En nóg um það – snúum okkur að alvöru hamborgurum.

Fyrir rúmri viku síðan var mér boðið til vinar míns í Danmörku í algerlega meiriháttar matarboð. Það var dáldið skemmtilegt hvernig það kom til að Kristinn bauð okkur í þessa matarveislu. Á fyrstu vikum Miðjunnar, undir liðnum matur, var greint frá ákaflega skemmtilegri heimasíðu sem ostaframleiðendur í Wisconsin halda úti þar sem ástarsambandi hamborgara og osts er gert hátt undir höfði. Og þá meina ég hátt undir höfði! Á þessari síðu eru kynntar þrjátíu girnilegar uppskriftir af hamborgurum – lygilega girnilegum hamborgurum. Fyrir áhugasama má glöggva sig nánar á heimasíðu þeirra – www.cheeseandburger.com. Alltént nefndi sýndi ég Kristni og Teit þessa heimasíðu þegar þeir voru hérna í heimsókn fyrir nokkru. Kristinn virðist hafa bitið þetta í sig og eftir ýtarlega heimildavinnu bauð hann nokkrum vinum til sín í þessa frábæru hamborgaraveislu þar sem öllu var tjaldað til. Ég var heppinn að fá boð!

Eftir netkosningu höfðu fjórir hamborgarar af þeim þrjátíu af heimasíðunni orðið fyrir valinu;

The Farmer John, nr 7 - ’..not for the guy who makes spreadsheets for a living. 

The Lumberjack, nr 10 – ‘..it´s breakfast, lunch, dinner and a few snacks all rolled into one’.

The Sheboygan, nr 26 – ‘..If you´re vegan or vegetarian, please cover your ears“.

The Camelot, nr 16 – ‘..treat her right and she´ll return the favor tenfold..’

Fyrir fleiri myndir og hamborgarleg tengd málefni sjá hérna... 

sheboyigan.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband