7.6.2020 | 10:14
Tvenns konar grillađar risarćkjur; međ hvítlaukssmjöri og brenndum sítrónum á súrdeigsbrauđi og eldheitar međ chillikokteilsósu og snöggpćkluđum gulrótum
Ţetta er leiftursnögg grilluppskrift sem hentar vel á virkum degi - en myndi líka sóma sér vel á hvađa veisluborđi sem er!
Galdurinn viđ eldamennsku eins og ţessa er ađ grilla rćkjurnar ekki of lengi - ţćr ţurfa bara skamman tíma á blússheitu grillinu. Hiti og snör handtök skipta hér öllu máli. Svo snögg ađ ţađ tekur varla ţví ađ opna bjór fyrir sjálfa eldamennskuna. Hann má teyga á međan rćkjurnar marinerast eđa ţegar hann er borinn fram međ matnum. Svo má líka alveg sleppa bjórnum. Hann er góđur en ekki nauđsynlegur.
Tvenns konar grillađar risarćkjur; međ hvítlaukssmjöri og brenndum sítrónum á súrdeigsbrauđi og eldheitar međ chillikokteilsósu og snöggpćkluđum gulrótum
Ég var međ gesti í mat - Maggi og Hafdís mćttu međ yndislegu börnin sín. Ég byrjađi á ađ bera fram hvítlauksrćkjurnar.
Hvítlauksrćkjur međ hvítlaukssmjöri og brenndum sítrónum á súrdeigsbrauđi
Fyrir sex svanga
Fyrir hvítlauksrćkjurnar
600 g risarćkjur
6 msk hvítlauksolía
safi úr einni sítrónu
4 msk graslaukur
salt og pipar
250 smjör
6 hvítlauksrif
3 msk graslaukur
salt og pipar
6 brauđsneiđar
hvítlauksolía
Ţessi eldamennska var eins einföld og hugsast getur. Skar niđur graslauk eins fínt og ég mögulega gat.
Setti risarćkjurnar í skál og bćtti hvítlauksolíu, sítrónusafa, graslauk, salti og pipar saman viđ.
Leyfđi svo rćkjunum ađ marinerast í hálftíma áđur en ţćr voru ţrćddar upp á spjót.
Hvítlaukssmjör er ofureinfalt ađ undirbúa. Skera hvítlaukinn eins smátt og unnt er eđa setja hann í gegnum hvítlaukspressu. Hrćra vel saman viđ smjöriđ ásamt tveimur til ţremur msk af fínt hökkuđum graslauk, pipra ađeins.
Nćst er ađ blússhita grilliđ og grilla ţćr eldsnöggt. Ţćr skipta nćstum strax um lit og ţurfa ekki nema tvćr mínútur eđa svo á grillinu.
Rćkjurnar eru svo lagđar á grillađ súrdeigsbrauđ og bornar fram međ glóđuđum sítrónusneiđum.
Eldheitar risarćkjur međ chillikokteilsósu og snöggpćkluđum gulrótum
Fyrir sex (ađeins minna svanga)
600 g risarćkjur
2 msk olio principe peperoncino
hnífsoddur af möluđum chili pipar (frá Kryddhúsinu)
1 msk rauđur pćklađur chili pipar
2 msk hvítlauksolía
2 msk hökkuđ steinselja
salt og pipar
Fyrir gulrćturnar
3 marglitar gulrćtur
6 msk edik
3 msk vatn
2 msk sykur
2 msk salt
Kínakálsblöđ (ţvegin og ţerruđ)
Fyrir sósuna
3 msk majónes
2 msk grísk jógúrt
1 msk sirachasósa
1 tsk hvítlauksolía
salt og pipar
Skellti rćkjunum í skál og bragđbćtti međ ţessari kraftmiklu olíu.
Svo međ ţessum ljúffenga chili pipar.
Og svo smárćđi af ţessum pćklađa rauđa jalapeno sem er í sérstöku uppáhaldi hjá mér ásamt ţví ađ bćta viđ hvítlauksolíu, hakkađri steinselju (hefđi notađ ferskan kóríander ef minn betri helmingur hefđi ekki algert óţol fyrir ţessu) og svo ađ lokum salti og pipar.
Og auđvitađ ferskum chili. Leyfđi ţessu ađ marinerast í 30 mínútur.
Ég notađi íslenskar marglitar gulrćtur. Útbjó pćkilinn í potti sem ég hitađi ađ suđu, kćldi svo niđur og hellti yfir nćfurţunna gulrótarstrimla.
Eftir ađ hafa grillađ rćkjurnar á funheitu grillinu lagđi ég ţćr á kínakálsblöđ sem ég hafđi ţvegiđ vandlega, lagđi svo gulrótarstrimlana yfir ásamt ţví ađ sáldra chilikokteilsósu (blanda af siracha, jógúrt, majónesi og salti og pipar) yfir.
Svo var bara ađ skella ţessu á disk og hesthúsa ţessu í sig. Sćlgćti!
Međ matnum drukkum viđ svo hressandi rósavín, Chill out Shiraz Rosé frá Kaliforníu, sem passađi vel viđ matinn og ljúfa vorsólina.
Ţađ er óhćtt ađ segja ađ ţessar rćkjur hafi heppnast vel!
Verđi ykkur ađ góđu.
-------
Flest hráefnin í ţessari fćrslu fást í verslunum Hagkaupa
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)