16.8.2012 | 11:48
Dísćt jarđarber međ jógúrtfrođu - frábćr síđ-sumareftirréttur!
Ég fékk nýveriđ sendingu af matreiđslubókum frá Amazon. Ég panta matreiđslubćkur nokkrum sinnum á ári og svo ligg ég yfir ţessum bókum vikurnar á eftir og safna í sarpinn. Ţađ er ekki oft sem ég elda beint eftir uppskrift heldur nota ég matreiđslubćkurnar meira til ađ vekja mér innblástur.
Ţessi uppskrift er innblásin af einni af bókunum sem voru í síđustu sendingu - The Family Meal eftr Ferran Adriá. Sá kokkur er einn af frćgustu matreiđslumönnum í heimi - og hefur rekiđ El Bulli sem hefur lengiđ veriđ á lista yfir bestu veitingastađi í heimi og státar af ţremur Michelin stjörnum. Ég bćtti bćđi sykri og vanillu saman viđ jógúrtina til ađ hún yrđi ekki í súrari kantinum. Ég hugsa ađ íslenskt vanilluskyr frá KEA gćti nýst stórvel í ţessa uppskrift (hvenćr ćtli hún verđi flutt út til Svíţjóđar?)
Dísćt jarđarber međ jógúrtfrođu - frábćr síđ-sumareftirréttur!
Núna eru síđustu jarđarber sumarsins ađ koma í verslanir. Hér í Svíţjóđ hefst jarđaberjatímabiliđ rétt fyrir Jónsmessunótt sem Svíar halda mjög hátíđlega. Tíđin helst síđan svo lengi sem veđur leyfir - berin dökkna eftir ţví sem líđur á tímabiliđ og verđa sćtari og geymast verr. Ţá er um ađ gera ađ nota ţau strax.
Ţessi uppskrift kallar á ađ eiga rjómasprautu til ađ fá jógúrtblönduna til ađ freyđa. Svona fór ég ađ; Fyrst setti ég 350 ml af grískri jógúrt í skál og svo 120 ml af rjóma. Ţeytti ţetta saman međ písk. Bćtti saman viđ 2-3 msk af sykri, bara eftir smekk og svo 1 1/2 tsk af vanilludropum. Setti í rjómasprautu og skaut á međ einu gashylki og setti í ísskápinn.
Síđan var ekkert annađ ađ gera en ađ skera jarđaberin niđur í helminga og rađa í skálar. Sprauta svo ţykkri jógúrtfrođunni yfir og akreyta međ myntulaufi.
Bon appetit!