Ćvintýrakarrí međ cashewhnetum og kinnfiski, naan brauđi, blómkáli međ sinnepsfrćjum og svo tómat- og lauksalati

 

Innblástur ađ ţessum rétti er sóttur til Indlands. Ţetta byggir ţó ekki á neinni sérstakri uppskrift heldur var ţetta samvinnuverkefni okkar brćđra í eldhúsinu í gćrkvöldi. Útgangspunkturinn var ađ gera einhverslags indverskt innblásna kássu og setja í hana ljúffengan, íslenskan fisk. Á međan ég var í skvassi sá bróđir minn um ađ gera karrímaukiđ. Viđ hjálpuđumst svo ađ viđ ţađ sem eftir var, ađ gera međlćtiđ og klára kássuna. Og nafniđ, ćvintýrakarrí, ţađ er svona úr lausu lofti gripiđ - viđ vorum líka bara ađ prófa okkur áfram.

 

Fiskurinn sem varđ fyrir valinu var kinnfiskur. Einhverjir setja í brýrnar - kinnfiskur? Ţessi biti er eins og nafniđ gefur til kynna úr kinn ţorsksins og er ađeins frábrugđinn öđrum hlutum hans. Kannski hefur ţessi biti veriđ ađeins vanrćktur - ekki er ađ finna mikiđ af uppskriftum ţar sem ţessi biti kemur fyrir sem er synd, ţví hann er ţéttur og bragđgóđur biti sem ţolir ágćtlega ađ eldast um stund og heldur vel lagi sínu.

 

Ég hef undanfariđ veriđ ađ prófa mig ađeins áfram í indverskri matargerđ. Ţađ er manni hollt og gott ađ ögra sjálfum sér af til - og ţađ er alltaf hćgt ađ lćra eitthvađ nýtt! Í ágúst prófađi ég ađ gera ţessa uppskrift af ţorskhnakka í tómat-rjómasósu - makhana koda,  sem var alveg frábćr - og ég á án efa eftir ađ gera hana fljótlega aftur!

 

Ţađ eru spennandi tímar framundan. Viđ erum á leiđinni til Íslands nú um helgina ţar sem viđ munum dvelja í viku til ađ kynna bókina mína sem mun koma út nú um helgina. Útgáfuveislan verđur föstudaginn 31. október í Eymundsson á Skólavörđustígnum. Gleđin hefst klukkan fimm og viđ munum halda áfram til ađ verđa sjö. Allir eru velkomnir og ţađ kćmi mér ekki á óvart ađ einhver brjóstbirta verđi í bođi fyrir ţá sem verđa ţurrbrjósta.

 

 

Bókin er álíka vegleg og fyrri bókin, tćpar fimm hundruđ blađsíđur og skartar um 180 ljúffengum uppskriftum. Mikiđ hlakka ég til ađ sýna ykkur afraksturinn.

 

Ćvintýrakarrí međ cashewhnetum og kinnfiski, naan brauđi, blómkáli međ sinnepsfrćjum og svo tómat- og lauksalati.

 

Fyrir fjóra til sex

 

1 kg kinnfiskur

 

Fyrir karrímaukiđ

 

1 msk broddkúmen

2 tsk kóríanderduft

1 tsk papríkuduft

1 tsk sinnepsfrć

1 msk kókós

1/2 gulur laukur

3 hvítlauksrif

2 tsk madras karríduft

1 msk cashsew hnetur

1 dl olía

salt

 

Fyrir sósuna

 

1 gulur laukur

1 rauđur laukur

1 grćnn chili

5 cm engifer

1 dós niđursođnir tómatar

1 msk madras karríduft

1 msk tómatpúré

2 msk jógúrt

1 dós kókósmjólk

salt

 

handfylli af basil og mynta til skreytingar

nokkrar skornar cashew hnetur til skreytingar

 

Jćja, ţá er bara ađ hefjast handa. Byrjiđ á ţví ađ útbúa kryddmaukiđ.

 

 

Setjiđ öll hráefnin (broddkúmen, kóríanderduft, papríkuduft, sinnepsfrć, kókós, gulan lauk, hvítlauksrif, madras karríduft, cashew hnetur, salt og olíu í matvinnsluvél og blandiđ vel saman. Látiđ standa á međan grunnurinn í sósuna er undirbúinn.

 

 

Skeriđ rauđa og gula laukinn í sneiđar og steikiđ viđ lágan hita ţangađ til hann er orđinn mjúkur og ilmandi (og byrjađur ađ karmelliserast). 

 

 

Skeriđ einn grćnan chili og ásamt fimm cm af engifer og steikiđ međ lauknum. 

 

 

Bćtiđ kryddmaukinu samanviđ og látiđ krauma á lágum hita í nokkrar mínútur međan ţiđ ljúkiđ viđ ađ gera sósuna. 

 

 

Blandiđ einni dós niđursođnum tómatötum, einni msk madras karríduft ásamt einni msk tómatpúré og svo tveimur matskeiđum af hreinni jógúrt saman í matvinnsluvél.

 

 

Helliđ út í pottinn og látiđ krauma saman í nokkrar mínútur. 

 

 

Helliđ ţvínćst kókósrjómanum saman viđ og látiđ krauma í 20 mínútur. 

 

 

Skoliđ kinnfiskinn, saltiđ lítillega, látiđ standa í nokkrar mínútur, rétt svona til ađ ţétta fiskinn. 

 

 

Bćtiđ fisknum í sósuna og látiđ malla rólega í 15 mínútur. 

 

 

Beriđ fram međ naan brauđi, sjá hérna, einföldu tómat- og lauksalati, og svo ţessu ljúffenga blómkáli. Rífiđ niđur blómkáliđ og forsjóđiđ í söltuđu vatni í fimm mínútur. Brćđiđ síđan matskeiđ af smjöri í pönnu og setjiđ eina teskeiđ af túrmeriki saman viđ ásamt matskeiđ af sinnepsfrćjum. Látiđ frćin poppast. Steikiđ ţá blómkáliđ í tvćr mínútur í smjörinu og veltiđ ţví vel ţannig ađ ţađ hjúpist allt. 

 

Međ matnum fengum viđ okkur hvítvínstár. Trivento Golden Reserve Chardonnay frá ţví 2012. Ţetta er hvítvín frá Argentínu sem ég kann vel viđ. Ţetta er fínt Chardonnay, ávaxtaríkt og smjörkennt og nćr ađ standa vel međ svona bragđgóđum fiskréttum. Ţađ eru líka ögn eikađ í eftirbragđinu sem er ekki verra. Ljómandi sopi.

 

 

Svo var bara ađ leggja ţetta upp á disk, skreyta međ nokkrum söxuđum hnetum og svo fersku basil og kóríander. 

 

Veislan er endalaus!

 


Bloggfćrslur 23. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband