Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Takk fyrir!
Ég verð að fá að senda þér línu til að þakka þér fyrir. Var að gera kalkúnafyllinguna þína sem þú lýsir hér: http://ragnarfreyr.blog.is/blog/ragnarfreyr/entry/753566/ og NAMM!!! aldrei þessu vant ákvað ég að setja fyllinguna ekki inni í Kalkúninn heldur hafa hana bara í eldföstu móti við hliðina og ég er orðin hálf hrædd um að fyllingin komist ekki á hátíðarborðið því ég er alltaf að stelast í bita :P Vildi bara þakka fyrir þrusu góða uppskrift. Kveðja Anna Arnardóttir
Anna Arnardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 31. des. 2014
áttræð
kæri Ragnar ég hefði vilja kaupa bókina þína enbý í Svíþjóð Kungsbacka.Hvernig get ég pantað?
Björg Ingvarsdóttir gustafsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 11. nóv. 2013
takk fyrir
ég skoða síðuna þína reglulega, takk fyrir að fá það hun gefur mér endalausar hugmyndir kv, Doddi
þorvarður B Magnússon (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 19. feb. 2013
Hello
I want to use one of your photos in our magazine. http://ragnarfreyr.blog.is/blog/ragnarfreyr/image/1127981/ Can you contact me on: mads.opsahl@animalia.no Kind Regards - Mads
Mads Opsahl (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 16. nóv. 2012
Óskráður notandi
Sæll Ragnar Ég vil þakka þér fyrir frábæra síðu, hef prófað eitt og annað frá þér.Meðal annars þessa dýrindis frönsku súkkulaði tertu sem ég bakaði fyrir brúðkaup dóttur minnar þvílik dásemd. Ég mundi gjarnan vilja vera skráður notandi af síðunni þinni. Kær kveðja Sigríður Ellertsdóttir
Sigríður Ellertsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 13. júlí 2012
össi
Innilegar þakkir fyrir mataruppskriftirnar þínar sem eg hef notið í mörg ár. Viltu vera heimilislæknirinn minn? Örn jónsson; 1401442909; ornjn@gmail.com
Örn Jónsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 27. júní 2012
Össi
Bestu þakkir fyrir frábærae uppskrikriftir sem ég hef notið mér til ánægju. Viltu vera heimilislæknirinn minn? Kveðja; Örn Jónsson 1401442909; ornjon@gemail.com
Örn Jónsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 27. júní 2012
Skemmtileg síða
Sæll Ragnar Freyr! Sé á síðunni þinni að hún Jóhanna í Malmö hafi þurft að loka búðinni sinni - það er leitt að heyra. Ég hef sent henni kryddblöndur 2svar sinnum sem hún var að nota í búðinni hjá sér, en við hérna megin framleiðum 8 tegundir af kryddblöndum - sjá www.bestalambid.is Ef þig langar að prófa eitthvað af þeim þá endilega sendur okkur línu í skerjaver@skerjaver.is og það myndi vera okkur ánægja að senda þér þær að kostnaðarlausu ef þú vildir prófa þær og senda okkur línu og komment á hvað þér finnst um framleiðsluna okkar:) Sé 2 uppskriftir strax sem mig langar til að prófa og að sjálfsögðu bragðbæta með kryddblöndunum mínum :) Kveðja Hjördís www.bestalambid.is
Hjördís Andrésdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 1. apr. 2012
Guðrún Magnúsdóttir, Hveragerði. gudrun.mag@simnet.is
Ég hef lesið flest alla pistlana þína og er mjög hrifin af þeim. Ekki bara að þeir gefi manni góðar hugmyndir og uppskriftir, heldur eru þeir líka svo skemmtilegir Kærar þakkir fyrir.
Guðrún magnúsdóttir, Hveragerði. (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 1. feb. 2012
Beaf Wellington
Sæll Ragnar Ég held ég fari að flytja til Lundar í von um að þú bjóðir mér einhverntímann í mat. Ef til þess kemur væri ég alveg til í Beaf Wellington. Ég er stunum í Pukgränden 5
stella hrafnkelsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 14. jan. 2012
´Hrós fyrir frábært les- og myndefni í fimm ár
Til hamingju með afmæli síðunnar. Þú hefur öll skilningarvitin í góðu lagi svo ekki sé meira sagt og kannt að skila því til okkar á þann hátt að maður verður háður því að lesa síðuna. Bestu kveðjur frá okkur. Guðrún Helga
Guðrún H. Sederholm (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 12. des. 2011
Sæl Anna Brynja
Humar er eitt besta hráefni sem til er! Ég er með nokkrar uppskriftir sem þú getur kíkt á. Tjékkaðu á efnisyfirlitinu mínu - og í flokknum um fiskmeti ættirðu að finna nokkrar uppskriftir sem gætu veitt þér innblástur. mbk, Ragnar ps. afsakaðu hvað ég var lengi að svara þér - langt síðan að ég leit við í gestabókina!
Ragnar Freyr Ingvarsson, lau. 19. nóv. 2011
Skelflettir humarhalar?
Sæll Ragnar Freyr! Er ein af þeim sem lesa bloggin þinn í laumi og laga svo rosa góðan mat fyrir vini og vandamenn :) En núna vantar mig smá hjálp! Keypti skelflettan humarhala þegar ég var á Islandi síðast en veit ekkert hvað ég á að búa til? Langar að hafa það í aðalrétt og vantar smá hugmyndir! Er möguleiki að þú lumir á einhverju spennandi... Kveðja Anna Brynja (frá Lundi)
Anna Brynja (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 29. okt. 2011
snilldarblogg
Sæll Ragnar ég rakst á bloggið þitt fyrir þó nokkru síðan þegar ég var að leita að góðri uppskrift af chilli Con Carne, ég fann hana hjá þér og hef gert hana marg oft. Hins vegar var ég nú að uppgötva matarbloggið þitt og það er hrein unun að lesa það. Vildi bara segja þér það. Kv Magnea áhugakokkur
Magneaj (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 13. okt. 2011
Takk fyrir mig
Sæll Ragnar Ég hefi æði oft notað frá þér uppskriftir og líkað sérlega vel.Og nú þegar ég leita mér að uppskrift af hreindýraborgara dett ég eina ferðina enn inn á síðuna þína. Fannst vera kominn tími til að þakka fyrir mig.
Anna Guðrún (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 20. sept. 2011
Hvenær gerur þú út bók með þessum æðislegu uppskriftum?
Sæll Ragnar. Þettaer allt jafn girnilegt hjá þér. Ég fer bara að gera mér ferð í heimsókn til hennar frænku minnar í þeirri von um að fá að smakka á einhverju af þessu góðgæti sem þú býrð til. Kveðja til Snædísar. Helga Magg ps. Er að prufa að búa til Seranao, Búin að hafa svínalæri hangandi á háloftinu í 5. mánuði og er spennt að sjá hvernig þetta heppnast.
Helga Magnúsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 3. júlí 2011
Frábær dagbók
Sæll og blessaður Ragnar Langaði að þakka þér fyrir þessa skemmtilegu dagbók. Uppskriftirnar eru mjög góðar og fjölbreyttar. Þú segir líka svo skemmtilega frá að mig langar að prófa þetta allt sem þú ert að gera. Bestu þakkir Kristín Helga
Kristín Helgadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 13. apr. 2011
Takk fyrir
Takk fyrir góðar uppskriftir. Bið kærlega að heilsa konu þinni glæsilegu, og njótið þess að vera í Lundinum góða kv Helga á Hárgreiðslustofunni
Helga Harðardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 26. mars 2011
kalkúnn
Frábært að fylgjast með síðunni þinni hlakka til að gera kalkúninn á Gamlárskvöld fer oft inn á síðuna þína hef svo gaman að skoða hvað þú ert viljugur að prófa og taka myndir. takk fyrir
Björk Tryggvadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 29. des. 2010
Sæl Jóhanna
Ég hef sjálfur aldrei fryst þessa köku en ég hafði samband við vinkonu mína sem fékk allar kökurnar fyrir brúðkaupið sitt. Hún frysti fjórar kökur eftir brúðkaupið og sagði að þær hefðu komið fínar út eftir að hafa þiðnað aftur. Annars er alltaf hægt að baka eina og bara prófa. Með kveðjum, Ragnar ps. annars er miklu auðveldara að svara fyrirspurnum á miðjunni - svarið kemur þá beint í póstinn þinn.
Ragnar Freyr Ingvarsson, sun. 21. mars 2010
Súkkulaðikaka - má frysta?
Sæll Ragnar Ég prófaði að gera þessa köku frá þér http://ragnarfreyr.blog.is/blog/ragnarfreyr/entry/543483/ og hef hugsað mér að hafa hana í fermingu hjá dóttur minni þann 1. apríl Mig langaði til að spyrja þig hvort þú hefðir einhverntíman fryst kökuna og hvernig það hefði komið út ? er svona að spá hvort ég geti unnið þetta aðeins fyrir. Annars langar mig til að þakka þér fyrir flotta síðu og frábærar uppskriftir. Kveðja Jóhanna
Jóhanna Svavarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 14. mars 2010
Flott síða
Sæll Ragnar, ég hef fylgst vel með síðunni þinni hún er flott. Ég hef hugsað mér að koma mér upp reykofni fyrir vorið, hvernig bragðaðist hangikjötið? Kær kveðja Auðunn Karlsson
Auðunn Karlsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 4. jan. 2010
Frábær síða
Sæll Ragnar, þetta er meiriháttar flott síða, Stebbi var að sýna mér, hann er mikill aðdáandi, kemur þá í ljós að þetta ert þú, hvað vorum við að fara á Friðrik V við hefðum átt að elda heima ! Nú erum við að reyna ákveða hvort við eigum að elda jamískan jerk eða bouef bourguignon ,kærar þakkir og bestu kveðjur Edda Björg Eyjólfsdóttir
Edda Björg Eyjólfsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 5. des. 2009
Ánægjuleg bloggsíða
Sæll Ragnar. Ég er ein af þeim sem hef ánetjast bloggsíðunni þinni, hef mjög gaman af að fylgjast með tilraunum þínum og uppskriftum. Held áfram að fylgjast með. Bestu þakkir, Ingibjörg Guðjónsdóttir
Ingibjörg Sigrún Guðjónsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 4. des. 2009
Skinka
Sæll Ragnar Frábær síða hjá þér sem ég skoða oft :) Ég er aðeins að dunda mér á svipuðum nótum og bjó til jólaskinku í fyrra. Mér fannst hún bragðgóð en hún var aðeins of grá.... ég hefði kannski átt að nota saltpétur. Hefur þú einhverja reynslu á að búa til skinku frá grunni??
Halldóra Erlendsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 15. okt. 2009
,,Inspírerandi#
Sæll Ragnar - Mjög flott dagbók hjá þér og gott að sjá myndirnar með. Haltu endilega áfram á sömu braut. Hér á heimilinu nýtur þú mikilla vinsælda. kv. Þóra Hjörelifsdóttir
Þóra Hjörleifsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 7. okt. 2009
Ferskur fiskur með DHL
Sæll Ragnar - Ég er búsettur í DK og er að setja af stað fyrirtæki sem mun flytja út ferskan íslenskan fisk með DHL til 16 landa í Evrópu. Mig langar að ná tali af þér - Ertu með einhvern síma sem ég get náð tali af þér? Kv. Ingvar - ij@freshfish.is +45 24246743
Ingvar Jónsson, fim. 17. sept. 2009
Góðir hnífar..
Sæll Hvaða hnífa notar þú í eldhúsinu. Frábært ef þú gætir sagt einhvað um þína reynslu af eldhúshnífum, ef þú hefur spáð í slíkt.
Gústaf Helgi Hjálmarsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 15. sept. 2009
Myndir af Valdísi og Guðnýju Kristínu
hæ hæ Við Guðný Kristín vorum að spá í að senda ykkur myndir sem ég tók af stelpunum þegar Valdís kom í heimsókn til hennar í sumar. Viltu gefa okkur netfang hjá ykkur svo við getum sent þær til ykkar. Mitt netfang er: thuridurh@hotmail.com Mbk. Þuríður og Guðný Kristín
Þuríður Hallgrímsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 2. sept. 2009
Matgaedingur i Florida
Takk fyrir skemmtilegt blogg Ragnar, ER haegt ad komast i vinalistann thinn til ad fylgjast med i eldhusinu hja ther? Sjalf elska eg ad elda og er alltaf med fullt hus af matargestum, Bestu kvedjur fra elstu borg Bandarikjanna, St. Augustine FL Maria Olversdottir
Maria Olversdottir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 31. júlí 2009
hafa samband
Sæll Ragnar Elín heiti ég ritstjóri á Vikunni ertu til í að hafa samband við mig á elinarnar@birtingur.is, ég hef reynt að hringja í þig en það er slökkt á símanum bestu kveðjur
Elín Arnar (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 2. júlí 2009
dýrfirsk húsmóðir
mikið svakalega væri ég til að koma í matarboð til ykkar
jovina (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 3. maí 2009
Íslenskur fiskur
Sæll, og takk fyrir góda og "inspirerende" sídu, uppskriftirnar thínar eru spennandi. Ég sá ad thú nefndir söknud eftir íslenskum fiski. Ég er sammála ad fiskur í búdum hér (bædi DK og Svithjód) er ekki spennandi, en kíktu á www.islandsfisk.se Thar fæ ég minn ómissandi íslenska fisk. Kvedja Jónína, DK
Jónína Christensen, mán. 16. feb. 2009
Yndislegar uppskriftir
Sæll Ragnar, mikið er gaman að sjá svona matargúrú hérna á blogginu. Laxauppskriftin og salatið hljómar rosa vel, mikið hlakka ég til að prufa þetta. Væri rosa glöð ef þú myndir bæta mér í vinahópinn þinn svo ég geti fylgst með nýjum hugmyndum í eldhúsinu frá þér. Ég er mikil áhugamanneskja um góðan og hollan mat. Kær kveðja frá Frankfurt Kolla
Kolbrún Jónsdóttir, mán. 9. feb. 2009
Spjall í Fréttablaðið
Sæll Ragnar. Ragnheiður heiti ég og er blaðamaður á Fréttablaðinu. Ég er að leita mér að viðmælanda í matardálk í blaðinu og sá allar þessar gómsætu uppskriftir þínar. Værirðu til í að gefa blaðinu eina uppskrift og mynd af réttinum, stutt spjall og mynd af þér í eldhúsinu? Við gætum tekið spjallið í símann eða ég sent þér spurningar á ímeil, hvernig líst þér á þetta? heida@frettabladid.is
Ragnheiður Tryggvadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 11. nóv. 2008
Sælir
Sælir. Alltaf jafn spennandi hjá þér maturinn, meira að segja í kreppunni. Geturðu ekki fengið einhvern snjallan tölvunjörð til að hjálpa þér að setja upp e-s konar yfirlit yfir uppskriftirnar? Ég er orðinn sjálfskipaður umboðsmaður þinn hérna í kvennaríki LSH (aka klobbakoti) en lendi oft í vandræðum með að finna uppskriftirnar aftur... Annars allt í relatívum sómanum hérna fyrir utan almenna kreppufréttaþreytu en erum að vísu farin að renna hýrara auga til Lundar en áður og stefnum á viðtöl í janúar. Bið að heilsa familíunni. Kveðja af vaktinni, Kristbjörg P.S. Siggi er á leið á rjúpnaslóð á laugardaginn, njenjenjenjenje....er e-ð hægt að veiða á Skáni?
Kristbjörg Olsen (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 10. nóv. 2008
Kveðja frá Veggsport.
Blessaður Ragnar. Var að "googla" og fann síðuna þína. Frábær síða. Hafðu það gott í Svíþjóð en þú lítur við í Veggsport næst þegar þú kemur á klakann. Kveðja, Hafsteinn, Veggsport. p.s. þú ert áhugamaður um SKVASS ekki veggjatennis.
Hafsteinn Daníelsson (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 23. okt. 2008
Elgur
Sæll Ragnar Við skurðstofuhjúkkurnar á stofu 5 fylgjumst svangar með mataruppskriftunum, átt þú í fórum þínum góða uppskrift af elgssteik? Með bestu kveðju Hjúkkurnar á stofu 5
Helga Hallgrímsd (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 17. okt. 2008
Vá sjálfur
Komdu sæll Ragnar, var glaður að fá gestabókafærslu frá þér - Frábær síða hjá þér og skemmtileg lesning.
Júlíus Garðar Júlíusson, mið. 17. sept. 2008
fyrirspurn
Sæll og blessaður. Ég er útgefandi uppskriftabókar um íslenska matargerð (www.islandkochbuch.de), og er að safna núna uppskriftir í aðra bók um sama efnið. Gætir þú hugsað þér að láta mig fá 2-3 uppskriftir, lambakjöts-reindýra-fisks? Það væri fínt. Nýja bókin kemur til með að heita "Klassische und moderne Rezepte aus Island" og mun koma út hjá www.kornmayer-verlag.de í Þýskalandi. Með kveðju, Gudrun Kloes
Gudrun Kloes (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 3. sept. 2008
Hreindýrahamborgarar
Sæll og blessaður, kærar þakkir fyrir frábærar uppskriftir !!! Ekki væriru til í að smella góðri uppskrift að hreindýraborgurum ? Er að drukkna í villibráð, lax, gæs og hreindýri(er með heilan skrokk frá 2007 líka og 2008 )kveðja, Unnur
unnur (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 27. ágú. 2008
Frá tengdamúttunni
Ég bíð spennt eftir uppskriftum o.fl. frá Frakklandsferðinni. Þín uppáhaldstengdamóðir
Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 25. ágú. 2008
Heill og sæll.
Blessaður Ragnar Freyr. Alltaf gaman þegar maður rekst á kunnuleg andlit á veraldarvefnum! Gangi þér og þínum allt í haginn. Kv. Sólveig Fjólmunds.
Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir. (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 15. ágú. 2008
kveðjur
Takk fyrir frábæra síðu - vona svo sannarlega að þú haldir þessu áfram þó að þú flytjir þig og fjölskylduna til Svíþjóðar. Ég þakka fyrir öll skemmtilegheitin og samstarfið á Lansanum - gangi ykkur allt í haginn á nýjum vettvangi. Hildigunnur á göngudeildinni á Hringbrautinni
hildigunnur friðjónsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 3. ágú. 2008
Matarboð i Tyrklandi
Ragnar þú ert hér með boðinn í mat í Tyrklandi kv Kristín Guðmundsdóttir (TYrklandi)
Kristín Guðmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 23. júlí 2008
Girnilegt..
Varð að senda þér línu og hrósa fyrir góða uppsetningu á mat og vínum. Ætla fá að stela einni hugmynd frá þér um helgina. Takk Aldís
Aldís (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 27. júní 2008
ummmm
Frábær síða flott og vel uppsett,magnað að fá myndir af réttunum. Takk fyrir Anna Lísa Dalvík
Anna Lísa Stefánsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 23. júní 2008
olof
frábær síða hjá þer uppskriftirnar eru hver annari betri Halltu áfram
Ólöf (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 28. apr. 2008
Svikinn héri
Ég prófaði svikna hérann og hann sló í geng hjá öllum. Fjölskyldan samanstendur af 7 manneskjum, fá 9-40 ára og hitti í mark hjá öllum. Þetta var einföld, ódýr og fljótleg "sunnudagssteik" hjá okkur. Ég mæli því algjörlega með svikna héranum, en við vorum með spælegg með og það var rosalega gott. Fjóla.
Fjóla (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 21. apr. 2008
Kærar þakkir!
Mig langaði bara svo rosalega til að þakka þér fyrir þetta blogg þitt. Ég fletti upp í því þegar ég fæ fólk í mat og mig langar til að hafa virkilega góðan mat en í leiðinni að prófa eitthvað nýtt. Og ekki var það verra þegar þú fórst að setja myndir af réttunum með. Þú hefur bjargað mér margoft og get ég ekki annað en þakkað þér kærlega fyrir :-) Fjóla.
Fjóla (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 15. apr. 2008
Fimm fyllt lambalæri fyrir söngelska Færeyinga
Sæll Ragnar. Valgerður heiti ég og hef verið að skoða þessa frábæru síðu. Ég var að velta fyrir mér, sósan hennar mömmu þinnar sem þú barst fram með fylltu lambalærunum fyrir Færeyingana, er hún einhvers staðar á blogginu? Ef svo er ekki, gætir þú birt hana? Kveðja Valgerður
Valgerður Einarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 1. apr. 2008
sleeef
Sæll Ragnar, búin að vera erlendis og því ekkert kíkt lengi á girnil. bloggið þitt..en sé að mín bíða fullt af spennandi uppskr.. kveðja Heiða sj.liði á bmt
Heiða (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 4. mars 2008
Dr Swischerland
Hey over there! Hope you survived London and the Mastercarditis has worn off...I'm here waiting for the night shift, but would rather go for a beer to cure this insidious Hypobeeremia. All the best, Mr Hyperinternationalism (less happy but still)
Mr Swischerland (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 17. sept. 2007
Takk!
Ég segi bara eins og Sigurrós - takk! Þetta er frábær síða. Nú er bara að bíða eftir bókinni og sjónvarpsþáttunum :) Enn og aftur takk! Takk, takk, takk, takk, takk..... Hanna
Hanna (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 22. ágú. 2007
Takk!!!
Ég á ekki annað orð yfir þakklæti mitt fyrir þessa síðu! Hvenær kemur bókin út? Eða sjónvarpsþættirnir? Þú ert frábær. Takk, takk, takk, takk, takk..... Hanna
Hanna (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 22. ágú. 2007
Kveðjur frá Frakklandi
Gaman að sjá að þú skulir hafa notað uppskriftir úr Sælkeraferð um Frakkland. En mikið notar þú af rjóma og smjöri! Komdu í rjómalausan sælkeramat til mín ef þú kemur til París. Sigríður Gunnarsdóttir
Sigríður Gunnarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 8. ágú. 2007
Ragnar Freyr Ingvarsson, svei mér þá !
Frábær síða hjá þér nammi, namm ..... ég minnist þess ekki að hafa fengið annað en popp og djús á æskuheimili þínu en af því fengum við hrúgu. Gaman að þessu :) kveðja Maggý (ÆSK)
Maggý (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 6. ágú. 2007
Frábær humarréttur!
Prófuðum humarréttinn í blíðu á Þingvöllum nýlega og hann var algjör snilld. Munum án efa kíkja hér við oftar í leit að fleiri frumlegum réttum. Takk fyrir okkur Sigurpáll Shceving og Hildur Jakobína
sigurpáll Scheving (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 29. júlí 2007
Takk fyrir mig......
Þessi síða verður heimsótt reglulega. Ég tel mig góðan kokk en það er alltaf gaman að fá ný sjónarmið.
Ævar Rafn Kjartansson, fim. 12. júlí 2007
Hugmyndabankinn minn
Sæll Ragnar´. Við þekkjumst ekki neitt, en mig langaði bara til að láta þig vita að þú ert orðinn hugmyndabankinn minn þegar kemur að eldamennsku. Fjölskyldan öll þakkar kærlega fyrir sig :)
Kolbrún (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 27. júní 2007
Vatn í munninum
Ohh ég öfunda þig að hafa svona gaman af því að elda, sjálf bý ég ein og þá er skyndibitinn minn besti vinur, því miður. Ég fæ endalaust vatn í munninn þegar ég les síðuna þína heheh. Ég luma samt á nokkrum góðum uppskriftum sem ég get sent þér við tækifæri. Kv. Lára
Lára (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 12. júní 2007
Meira hakk
Sæll Ragnar. Ég rakst á þessa uppskrift í LA Times fyrir nokkru og leist vel á. Ég prófaði hana strax og þetta er verulega gott. Ég notaði nautahakk því ég fékk ekki lamba-. Indverskar kjötbollur Frá Madhur Jaffrey Kjötbollur: 500 g lambahakk (eða nauta-) ½ meðalstór laukur – saxaður 5 cm engifer – afhýtt og rifið með rifjárni 3 hvítlauksgeirar – afhýddir og kramdir 1 msk. malað kóríander 1 ¼ tsk. malað cummin ½ tsk. cayenne pipar ¾ tsk. salt 3 msk. saxað ferskt kóríander 1 egg – lauslega þeytt Sósa: 5 cm engifer – afhýtt og rifið niður 4 hvítlauksgeirar – saxaðir 2 ferskir grænir piparávextir (chili) 1 msk. malað kóríander 1 msk. malað cummin ¼ bolli ólífuolía 6 græn kardimommufræ, 4 heil, 2 kramin 1 tsk. kúmenfræ 4 negulnaglar, heilir 5 cm kanilstöng 2 meðalstórir laukar, fínt saxaðir 4 meðalstórir tómatar, fínt saxaðir ½ tsk. cayenne pipar 4 msk. hrein jógúrt ¾ tsk. salt Blandið öllu bolluefninu saman og mótið með rökum höndum 24 bollur. Kælið í kæliskáp í 4 til 6 klst. Sósan: Blandið saman engifer, hvítlauk, chilliávöxtum, kóríander og möluðu cummin ásamt 3 msk. af vatni í matvinnsluvél eða blandara þar til úr verður mjúkt þykkni. Hitið olíuna á meðalhita í stórri pönnu. Þegar olían er orðin heit (ekki rýkur úr henni) setjið kardimommur, kúmenfræ, negulnagla og kanilstöngina á pönnuna. Hrærið einu sinni, bætið við lauk og steikið og hrærið í um 8 mínútur, þar til laukurinn er brúnaður. Bætið engiferþykkninu út í, lækkið hitann og hrærið í 2 mínútur. Bætið tómötum og cayennepipar út í og látið malla við meðalhita þar til tómatarnir eru orðnir að þykku, dökku mauki. Lækkið hitann; bætið í jógúrt, einni matskeið í einu. Þegar öll jógúrtin er komin út í, hellið 2 bollum af vatni út í og saltið. Raðið bollunum ofan á og látið malla. Setjið lok á pönnuna og látið þetta malla í 50-60 mínútur. Hristið pönnuna öðru hverju. (Ekki hræra með skeið.) Berið fram með hrísgrjónum eða brauði. Njóttu, Björgvin
Björgvin Þórisson, fös. 18. maí 2007
Pavlovan..
Hæ Ragnar, við Helga erum ekki þau einu sem dýrka Pavlovurnar þínar - sjá hér.. http://jenfo.blog.is/blog/jenfo/#entry-211423 kv. Kristinn
kristinn (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 15. maí 2007
þennan þekki ég!
blessaður Ragnar bloggið þitt poppaði upp á mbl hjá mér . . . ég kannast við þennan hugsaði ég! Á örugglega eftir að prófa þetta girnilega foccacia, er enn að baka skúffukökuna hennar mömmu þinnar! Bestu kveðjur gamla barnapían Steinunn
Steinunn A. Ólafsdóttir (Óskráður), mán. 9. apr. 2007
Girnilegt
Flott síða hjá þér Ragnar minn. Greinilega snilldarkokkur, átt ekki langt að sækja það, var með foreldrum þínum í herlegri veislu matarklúbbsins okkar sl. föstudag. Mun verða reglulegur gestur á síðunni þinni. Bestu kveðjur, Ásgerður
Ásgerður Ólafsdóttir (Óskráður), mán. 2. apr. 2007
Frábær síða.
Frábært að kíkja á síðuna þína. Maður er í sama pakkanum, gaman að elda og börnin með.
Elín hjúkurunarfræðingur (Óskráður), þri. 27. mars 2007
adalsteins@yahoo.com
Jæja Ragnar ég datt i að lesa uppskriftirnar þinar i morgun eftir að hafa lesið BLAÐIÐ Hvort þú ert á réttri hillu sem læknir veit ég ekki þar sem ég hef enga reynslu af þvi .En ég sé ef þú hefðir ekki valið læknisnámið þá varstu i góðum málum að velja matreiðsluna kveðja sigga
sigriður aðalsteins (Óskráður), fös. 23. mars 2007
Þetta er almennilegt !
Gull að finna :) Hér á ég eftir að vera daglegur gestur, enda vantar mig alltaf góðar hugmyndir í matargerð, takk :) Kv. Maja
bara Maja..., fös. 23. mars 2007
Þær voru góðar
fiskibollurnar sem þú varst svo elskulegur að gefa okkur á bolludaginn (uppskriftina). Takk fyrir mig.
Þóra Guðmundsdóttir, mið. 21. mars 2007
Frábært
Ég get hent öllum matreiðslubókum, enda taka þær svo mikið pláss í hillum. Sé fram á að geta flett upp í þessari síðu þegar ég verð í vandræðum í sumar. Flott að hafa myndir með. Á eftir að heimsækja þig hér oft. Takk fyrir
Birna Mjöll Atladóttir, fös. 16. mars 2007
Sálufélagi !
Gaman að rekast á sálufélaga í blogg/netheimi stórum. Bookmarka hér með og kem aftur.. og aftur... og aftur til að inspirerast. P.s. flott touch med myndir við færslurnar ! Kv. Begga (www.beggumatur.blogspot.com )
Begga (Óskráður), mán. 26. feb. 2007
Namm, namm, namm!
Frábær vefur! Ég á eftir að heimsækja þig oft. Bestu kveðjur,
Bergþóra Jónsdóttir, mið. 14. feb. 2007
MMMMmmmmm
Þú ert hér með orðinn fyrirmynd mín í eldhúsinu. Takk fyrir. Mæli annars með síðunni: http://www.tastespotting.com/
Hjalti Már Björnsson, sun. 11. feb. 2007
Djöfull ertu flottur
Á dauða mínum átti ég von... en að sjá ragga skvassara búnað troðast inná mbl-ið mitt það var sko snilld... ánægður með þig kútur. farðu svo að mæta oftar í skvass þegar ég er að æfa svo ég geti látið þig hlaupa þessa girnilegu rétti af þér haha :-) Kveðja Robbi
Róbert Fannar (Óskráður), lau. 10. feb. 2007
Pork pie sausage roll
word of wisdom: take a tin of soup, poach an egg in it and serve that with pork pie susage roll....blisssss - Dr. Sanchez
Kjartan (Óskráður), fös. 2. feb. 2007
Takk
Hæ frændi í orlofi. Takk fyrir frábæra síðu. Það var gaman að sjá þig í mogganum. Kveðja Marta
Marta Sigurgeirsdóttir (Óskráður), þri. 30. jan. 2007
Flott síða frændi
Varð að kíkja á síðuna eftir að ég las moggann og sá viðtalið við þig.Spurning hvort ég geti lært að elda ef ég verð dugleg að kíkja á síðuna hjá þér........ bið að heilsa öllum kær kveðja Bergey
Bergey Edda Eiríksdóttir (Óskráður), sun. 28. jan. 2007
Hey!
Hvernig væri að leyfa Chicago-förum að njóta þessara lystisemda við tækifæri?!
Þorsteinn (Óskráður), sun. 28. jan. 2007
Girnilegt!
Mátti til með að kíkja á síðuna þína eftir að hafa séð viðtalið í Mogganum. Hrikalega girnileg síða og stórhættulegt að lesa þegar maður er svangur:) Bestu kveðjur frá Fáskrúðsfirði Árdís
Árdís Hulda Eiríksdóttir (Óskráður), sun. 28. jan. 2007