Besti pastarétturinn fyrir sumarið; glóðsteiktir tómatar, hvítlaukur og basil! Dásamlegt!

tómatar1Þetta er afbrigði af pastarétt sem ég setti á netið í fyrra. Nema hvað núna breyti ég litlu frá Nigel Slater - ég held jafnvel að ég hafi sett færslu um þennan rétt einhvern tíma í janúar í fyrra...nema þá tók ég ekki eins mikið af myndum. Eins og ég hef oft komið að áður þá er hans bók Kitchen Diaresinnblásturinn að þessari bloggsíðu. Mæli eindregið með henni. Hann gerði þennan rétt um miðjan júní þegar fyrsta uppskera sumarsins af tómötum kom í hús. Hér passar þetta ágætlega um miðjan júlí en ég eldaði þennan mat í seinustu viku. Þetta er eiginlega svindl að setja þessa færslu aftur á netið - nema hvað þessi réttur er eiginlega það góður að hann verðskuldar tvær færslur og að minnsta kosti eina með myndum.

Ég hafði keypt heilmikið af nýjum tómötum nokkru áður og hafði leyft þeim að standa á borðinu í nokkra daga - þeir voru orðnir yndislega rauðir - svona djúprauðir að maður getur nánast séð hvað þeir eiga eftir að vera sætir. Það er ekki oft sem maður fær þá tilfinningu með íslenska tómata en þessir voru meiriháttar. Ég notaði líka heilmikið af basil en það er uppáhalds kryddið mitt, ilmurinn, bragðið, áferðin - það jafnfast fátt á við það að vera með hvítvínsglas í hendi á fallegu sumarkvöldi og vera nýbúinn að rífa niður basil - lyktin verður alveg óviðjafnanleg -  skelfing hvað það er einfalt að gleðja mig!!! tómatar

Besti pasta rétturinn fyrir sumarið; glóðsteiktir tómatar, hvítlaukur og basil! Dásamlegt!

600-800 gr af fallegum rauðum niðurskornum tómötum, niðurskornir, er lagt í eldfast mót.  4 msk jómfrúarolíu er hellt yfir og 6 smátt söxuðum hvítlauksrifjum dreift yfir/eða tveimur niðurskornum kínverskum hvítlauksrifjum. Saltað með Maldon salti og nýmöluðum svörtum pipar. Ofn er hitaður í hámark og kveikt á grillinu. Eldfastamótið sett ca 15 cm frá og eru tómatarnir grillaðir í nokkrar mínútur þar til þeir taka lit. Sumir verða gullbrúnir, sumir örllítið dekkri. Eldfastamótið er tekið út og tómatarnir stappaðir með gaffli - misvel. 30 rifin basilíkulauf er blandað saman við og 4-6 msk af eldfastmótrjóma sömuleiðis. Saltað og piprað eftir smekk. Sett aftur inn í ofninn og rjómanum leyft að hitna.

Gott pasta er soðið í miklu söltuðu vatni skv leiðbeiningu. Ég notaði Abruzzo di Rustichella (afsakið ef ég er að klúðra stafsetningunni). Þegar pastað er soðið er vatninu hellt frá og því bætt við heita tómatsósuna og blandað vel saman. Smávegis aukalega af fersku basil er bætt saman við sem og salt og pipar.

Borið fram með góðu brauði - helst heimagerðu foccacia, með ólívum, góðu salati. Mikilvægt er að hafa nóg af parmesan osti - og ekki sakar að fá sér gott hvítvín með þessu. tilbúið basta

Með matnum fengum við okkur hvítvín frá Chile, Castillo de Molina - Chardonnay frá því 2007. Þetta er prýðisgott hvítvín á góðu verði. Talsverður ávöxtur sem minnir á eitthvað eins og perur. Þykkt og fínt á tungu með fínt eftirbragð. Passaði matnum vel. Góð kaup í þessu víni er á um 1300 kall í ríkinu og hefur fengið fína dóma.  baguettesmjöroghvítlauksolía

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þú ert óborganlegur

Hólmdís Hjartardóttir, 23.7.2008 kl. 02:38

2 identicon

þú ert himneskur  - þetta verður í matinn í kvöld:)

kv

Hrafnhildur

ps. hættiru nokkuð að deila dásemdunum með okkur þegar þú flytur út?

mooney (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 10:14

3 Smámynd: Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir

Talandi um tómata þá er hér ein vísindaleg tómatafrétt sem er upplagt að koma á framfæri hér:

Tómata á ekki að geyma í ísskáp heldur við stofuhita og láta "naflann" snúa niður, s.s. stilkendann. Þannig geymast þeir best.

Ástæðan er sú að bakteríurnar sem hraða hrörnuninni finna sér einhverja glufu milli tómataskinnsins og þessa harða stilkbletts. Þær koma úr andrúmsloftinu og með því að láta blettinn snúa niður eiga þær ekki nærri eins greiða leið inn í tómatinn.

Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir, 23.7.2008 kl. 13:05

4 identicon

Ertu ekki að grínast með þetta pasta?!  Ég gat ekki beðið til kvölds og eldaði þetta í hádeginu - alger nautn.  Þú og Nigel fáið 11 stig af 10 mögulegum fyrir þennan rétt:)

kv
Hrafnhildur

mooney (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 13:30

5 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Ohh kvað ég sakna Italskan mat.Nú er ég búinn að búa hér í 5 ár eftir 30 ár á Italiu,og ég sakna mikið öll hráefninn og matarmenninguna.Gamla mamma seygir að ég sé horuð,ekkert skrítið,mér finst Íslenskur matur ekki góður.Mjög dýrt að fá góð hráefni.Parmigiano læt  ég senda mér frá vinum og líka prociutto crudo frá Parma.En þinn réttur er góður og ekta Ítalskur.Íslensk matarmenning er að vakna er það ekki??

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 17:22

6 identicon

Ákvað að elda þetta í kvöld og var ekki svikinn. Þetta var hrikalega gott ! Ég hlakka til að elda þetta aftur og drekka þá gott hvítvín eða jafnvel rauðvín með.

 Kv. Hilmar

Hilli (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 19:52

7 Smámynd: Ásgerður

Þetta verð ég að prófa,,, þú er algjör snillingur.

Takk fyrir allar flottu uppskriftirnar

Ásgerður , 26.7.2008 kl. 12:09

8 identicon

Hæ Ragnar.

 Ég verð að fá að hrósa þér all svakalega fyrir þessa frábæru síðu. Mér finnst alveg ofsalega skemmtilegt að kíkja hingað og hef oft prófað uppskriftirnar.  Mmmm... bragðlaukarnir mínir hafa haldið margar veislur í þínu nafni!!!  Vona að þú haldir áfram að fræða okkur.

Bestu kveðjur frá Kristjönu bekkjarsystur þinni úr ÆSK

kristjana ýr (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband