Alger klassķk - Langeldašur lambaframpartur meš mirepoix og hvķtlauk meš kröstķ kartöfluturnum og dįsamlegri rjómalagašri sošsósu

 

Hver vegur aš heiman er vegurinn heim! Viš erum bśinn aš vera į faraldsfęti ķ rśmar tvęr vikur. Ég hef reynt aš setja innlegg reglulega į Intstagram en žaš hefur lķtiš veriš um aš vera į blogginu. Žaš er žó ekki žannig aš ég hafi ekki eldaš ķ frķinu, žvķ er fjarri sanni. Viš leigšum, įsamt Sverri og Bryndķsi, vinum okkar og strįkunum žeirra hśs ķ Toskana - rétt fyrir utan Cortona - og žar nįši ég aš elda talsvert. 

 

En ég stóš ekki einn vaktina ķ eldhśsinu, viš Bryndķs vorum jafnhendis viš eldamennskuna og Sverrir og Snędķs - og svo börnin aušvitaš - sinntu frįgangi af stakri prżši. 

 

En nś erum viš komin heim aftur - og mikiš er gott aš koma heim. Žó aš ég kunni vel viš hita og sól - žį veršur aš segja aš mašur getur aušveldlega mettast ķ miklum hita. En žaš gerist varla į Ķslandi - žó aš vešriš hafi veriš meš eindęmum gott ķ sumar. 

 

Aušvitaš er fylgst meš fréttum žegar mašur er staddur erlendis. Ein frétt sem vakti sérstakan įhuga minn en hśn var um aš aš lambahryggir vęru uppseldir į landinu. Kom spįnskt fyrir sjónir. Bara fyrir rśmu įri var offramleišsla į lambakjöti og bęndur kvörtušu sįran undan žvķ verši sem greitt vęri fyrir lambakjötiš - aš žeir ęttu ķ erfišleikum meš aš framfleyta sér og sķnum. Nś ęttu žeir aš geta fengiš betra verš fyrir framleišsluna sķna, allavega vona ég aš žaš verši nišurstašan. Viš veršum aš styšja viš ķslenska framleišslu. 

 

Alger klassķk - Langeldašur lambaframpartur meš mirepoix og hvķtlauk meš kröstķ kartöfluturnum og dįsamlegri sošsósu

 

Žessi fęrsla er žvķ óšur til lambaframpartsins - sem er ķ uppįhaldi hjį mér. Ég hreinlega elska aš langelda lambaframpart. 

 

Og žessi uppskrift er alger klassķk! 

 

Lambiš:

1 lambaframpartur

1 msk kryddblanda (Yfir holt og heišar)

Mirepoix (2 laukar, 4 sellerķsstangir, 4 gulrętur, 4 hvķtlauksrif)

2 msk jómfrśarolķa

2 hvķtlaukar ķ helmingum

salt og pipar

 

Sósan: 

sošiš af kjötinu

500 ml lambasoš

smjörbolla til žykkingar

salt og pipar

dijon eftir smekk

sulta eftir smekk

 

Kartöflurnar:

1 kg ķslenskar nżuppteknar kartöflur

4 msk jómfrśarolķa

75 gr parmaostur

salt og pipar

 

 

Ég notaši aš sjįlfsögšu kryddblönduna sem ég žróaši fyrir tveimur įrum sķšan ķ samstarfi viš Kryddhśsiš og er nś komin aftur į markaš. Aš mķnu mati passar hśn einstaklega vel meš öllu lambakjöti (en ég er aušvitaš ekki hlutlaus :) ). 

 

 

Skar nišur allt gręnmetiš og lagši ķ botninn į ofnskśffu įsamt jómfrśarolķunni. Lagši svo frampartinn ofan į gręnmetiš og nuddaši kjötiš meš jómfrśarolķu og kryddblöndunni. Saltaši vel og pipraši. Hellti skvettu af vķni og vatni ķ botninn į ofnskśffunni.

 

Lagši svo įlpappķr ofan į og og bakaši ķ ofni viš 170 grįšur ķ 3,5-4 klukkustundir.

 

 

Pabbi sį um kartöflurnar. Skar žęr ķ sneišar.

 

 

Velti upp śr hvķtlauksolķu, salti og pipar og nóg af parmaosti. 

 

 

Svo rašaši hann kartöflunum upp ķ turna og bakaši ķ ofni viš 180 grįšur ķ um klukkustund.

 

 

Sósan var einföld. Sauš upp lambasošiš og bętti žvķ sem féll til af lambinu. Žykkti meš smjörbollu og bętti meš rjóma, sultu og sinnepi, salti og pipar.

 

 

Lambiš ilmaši dįsamlega. Tókum įlpappķrinn ofan af og söltušum rķkulega og settum undir grilliš ķ ofninum.

 

 

Ég veit ekki um ykkur, en mér finnst žetta gullfalleg steik.

 

 

Meš matnum nutum viš Marques Casa Concha Pinot Noir frį 2016. Mér finnst žetta vķn passa vel meš matnum. Žetta er ljśffent Pinot - bragšmilt meš ljśfri berjasętu sem minnir į hindber - gott jafnvęgi į tungu meš eftirbragši sem dvelur į tungu. 

 

 

Ég hvet ykkur öll til aš prófa lambaframpart - sérstaklega nśna žegar hryggurinn er af skornum skammti.

 

Ef žiš eldiš hann efir žessari forskrift veršur engin svikinn. Ég lofa!

 

Verši ykkur aš góšu!

 

------

 

 

 

Flest hrįefnin ķ žessari fęrslu fįst ķ verslunum Hagkaupa


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Hver er summan af nķu og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband