Frumsýningarpartí í Café Flóru - Lambiđ og miđin - Heilgrillađ lamb međ steiktu grćnmeti, hvítlaukssósu, kraftmikilli tómatsósu og salati, boriđ fram á tortillu fyrir góđa gesti

 

Til ađ fagna sýningu ţáttanna Lambiđ og miđin buđum viđ framleiđendurnir, undirritađur og Kristján Kristjánsson, til veislu í Grasagarđinum - nánar tiltekiđ í Café Flóru sem skartar sýnu fegursta ţessa daganna. Gróđurinn ađ springa út og ilmurinn í kaffihúsinu eftir ţví. Okkur fannst ţetta alveg tilvalinn stađur til ţess ađ sýna ţćttina okkar enda leikur náttúran svo stórt hlutverk í ţáttunum. 

 

Ţađ var virkilega gaman ađ halda ţessa veislu. Auđvitađ ekki einungis vegna ţess ađ uppáhalds trúbadorinn minn og vinur, Svavar Knútur, kom og söng fyrir okkur. Og auđvitađ ekki bara vegna ţess ađ svona stórtćk eldamennska er í sérstöku uppáhaldi hjá mér - heldur sérstaklega vegna ţess ađ ég veit fátt skemmtilegra en ađ gefa fólki ađ borđa. Sérstaklega vinum og vandamönnum. 

 

Ég ţarf sennilega ekki ađ segja mikiđ um ţćttina mína - ég hef nú látiđ valin orđ falla á síđunni minni, Facebook, Insta og svo í fjölmiđlum en mér ţykir ekkert leiđinlegt ađ endurtaka ţađ! Viđ Kristján erum óskaplega stoltir af ţessum ţáttum. Viđ lögđum okkur fram viđ ađ reyna ađ gera eins fallega matreiđsluţćtti sem viđ gátum ţar sem viđ vćrum ađ beina allri athygli ađ al-íslensku hráefni međ lamb og sjávarfang í ađalhlutverki og auđvitađ líka fullt af íslensku grćnmeti og kryddjurtum. Viđ getum sannarlega veriđ stolt af ţessu hráefni. Og ţađ er eiginlega auđvelt ađ láta mat líta vel út ţegar mađur eldar hann úti í íslenskri náttúru. En ţađ sakar ekki ađ maturinn heppnađist líka einstaklega vel og var allur borđađur upp til agna. 

 

 

En ţađ voru ekki bara Kiddi og ég sem gerđum ţessa ţćtti - okkur viđ hliđ voru tökumennirnir, Árni Ţór og Elvar Örn og svo hjálpađi bróđir minn, Kjartan, međ ađ stilla upp, stílisera auk ţess ađ vera vera alltmúligmađur á setti. En viđ fimm, lögđum land undir fót, og elduđum og tókum upp í fjölbreyttu landslagi og stundum í krefjandi veđráttu. Og svei mér ţá, ef ţađ heppnađist ekki bara. 

 

Ég held alltént ađ ţetta séu fallegustu matreiđsluţćttir sem gerđir hafa veriđ á Íslandi (en ég er auđvitađ ekki alveg hlutlaus - ţiđ dćmiđ ţađ auđvitađ) 

 

Frumsýningarpartí í Café Flóru - Lambiđ og miđin - Heilgrillađ lamb međ steiktu grćnmeti, hvítlaukssósu, kraftmikilli tómatsósu og ljúffengu fersku tómatsalati, boriđ fram á tortillu fyrir góđa gesti

 

Einhver myndi kannski halda ađ ţađ ađ heilgrilla lambaskrokk sé vesen - ţá er ţađ ekki. Ţađ er í raun frekar auđvelt, eigi mađur til ţess tćki og tól. 

 

Hráefnalisti fyrir 50

 

Lambiđ

 

1 lambaskrokkur (15-16 kg) 

stór poki af kryddblöndunni minni - Yfir holt og heiđar

750 ml jómfrúarolía

salt og pipar

 

Fyrir grćnmetiđ

 

50 sveppir

20 papríkur

10 rauđlaukar

handfylli döđlur (án steins)

salt og pipar

olía og smjör til steikingar

 

Fyrir tómatsalat

 

1/2 kassi tómatar skornir í ferninga

4 rauđlaukar

8 hvítlauksrif

5 basil

5 steinseljuplöntur

250 ml jómfrúarolía

safi í 3 sítrónum

salt og pipar

 

Fyrir kraftmikla tómatsósu

 

5 dósir af niđursođnum tómtötum

2 hvítir laukar

6 hvítlauksrif

4 rauđir chili

2 dósir tómatmauk

4 msk sirachasósa

handfylli basil og steinselja

jómfrúarolía til steikingar

 

Fyrir kalda sósu

 

1,5 kg sýrđur rjómi

500 g majónes

2 hvítlaukar

4 msk Yfir holt og heiđar kryddblanda

safi úr fjórum sítrónum

börkur af tveimur sítrónum, smátt skorinn

5 msk jómfrúarolía

salt og pipar

 

Bar einnig fram dásamlegt íslenskt klettasalat og svo fullt af Heiđmerkurblöndu.

 

 

 

Jćja, byrjum á ţessu. Fyrst er ađ nudda lambiđ vel og rćkilega upp úr kryddblöndunni sem ég hafđi vćtt upp úr jómfrúarolíu. Saltađi og piprađi rćkilega. Svo er bara ađ skipa Tomma Hermannsyni, útgefanda, ađ henda öđrum áformum út um gluggann og koma og standa viđ grilliđ. Hann gengur fyrir bjór og er heldur ódýr á fóđrum. Hann er líka reynslumikill skrokkagrillari og hefur grillađ skrokka međ brćđrum sínum í áratugi.

 

 

Á međan Tommi grillađi skar ég niđur allt grćnmetiđ og steikti upp úr olíu á stórri paellu pönnu sem ég hef átt um langt skeiđ og kemur sér afar vel á fjölmennum mannamótum. Bragđbćtti međ döđrum og ferskum kryddjurtum. 

 

 

Berglind Guđmundsdóttir, matarbloggari, mćtti fyrst og fékk ţví ţađ verkefni ađ standa viđ paellupönnuna á međan ég fór í eldhúsiđ og klárađi nćstu skref. Átti ţví miđur ekki mynd af henni viđ pönnuna. En Berglind stóđ sig međ eindćmum vel. 

 

 

Ţegar í eldhúsiđ var komiđ var ađ undirbúa tómatsósuna. Skar niđur lauk, hvítlauk og chili og steikti upp úr olíu. Saltađi og piprađi. Bćtti svo niđursođnum tómtötum, tómatmauki, sirachasósu og fersku kryddi saman viđ. Lét ţetta krauma um stund og sjóđa niđur ađeins og ţétta sig.

 

Svo skar ég niđur fullt af dásamlega sćtum kirsuberjatómötum og blandađi saman viđ rauđlauk, jómfrúarolíu og meira af kryddjurtum. Saltađi vel og piprađi.

 

 

Svo fóru gestirnir ađ týnast inn. Svavar Knútur kom og tók lagiđ en hann á bróđurpartinn af tónlistinni í ţáttunum okkar. Snćdís kom í tćka tíđ og hjálpađi mér í eldhúsinu. Ţađ borgar sig ađ vera vel giftur.

 

 

Vinir mínir, Bryndís Pétursdóttir, Sverrir Jan Norđfjörđ, Trausti Óskarsson og sonur hans Elí og Snćdís veltu vöngum um hvenćr maturinn yrđi borinn fram.

 

 

Svavar vćtti kverkarnar međ Kristal ásamt Magnúsi Hjaltalín sem var á vaktinni í Klíníkinni.

 

 

Sigríđur Valtýsdóttir yfirlćknirinn minn, Svanhildur Sigurjónsdóttir, Anna Guđný, Sćvar og Anna Karen og Valdís hlustuđu á mig halda smá tölu.

 

 

Svavar Knútur var allt í öllu og opnađi dyrnar fyrir dóttur minni, Valdísi Eik, syninum Vilhjálmi Bjarka og Sindra.

 

 

Ţađ ţurfti ađ sjálfsögđu ađ vćta kverkarnar. Viđ buđum upp á Bola, Kristal, Barone Montalto hvítvín og Rosemount rauđvín. Ekki slćmt ţađ!

 

 

Svavar Knútur gladdi okkur öll međ dásamlegum söng. 

 

 

Svo mátti segja "gjörđu svo vel". Villi Bjarki var ekki lengi ađ nćla sér í vefju og gos. 

 

 

Ţađ er ekki hćgt ađ segja annađ en ađ stemmingin á Café Flóru sé einstök. Ađeins tvö börn duttu ofan í tjörnina!

 

 

Ég gat ekki betur séđ en ađ gestirnir tćkju vel til matar síns - enda orđnir svangir á biđinni. 

 

 

Gerđur Gröndal, Heimir, Helena Gunnarsdóttir og Berglind Guđmundsdóttir virtust vera spennt fyrir matnum.  

 

 

Ţađ var ekki annađ hćgt en ađ skála fyrir ţessu dásamlega fólki og ţakka ţví fyrir ađ vera međ mér á ţessum frábćra degi.

 

Takk fyrir mig!

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Glćsilegt! Svavar Knútur er flottur! cool

Ţorsteinn Briem, 2.6.2019 kl. 15:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband