LKL byrjun á árinu: Ótrúlega ljúffeng langelduđ svínarif međ hvítlauk og timjan og rauđkáls remoulade

 

Ţađ er hefđ hjá mörgum Íslendingum ađ strengja áramótaheit. Ţađ hef ég líka gert mörgum sinnum. Ađ ţessu sinni ćtla ég ađ strengja ađeins hófstilltari áramótaheit - ég ađ gera ađeins betur! Mér finnst ţetta vera nokkuđ gott heit. Enginn ofstopi og engar byltingar. Ég ćtla ađ borđa ađeins hollara, minnka kolvetnainntöku, hreyfa mig meira, vera betri eiginmađur, skerpa á föđurhlutverkinu og vera betri í vinnunni! Ég held mér muni takast vel upp, en međ ţessu hugarfari hafa fyrstu dagar ársins veriđ ákaflega skemmtilegir. Ţađ var gaman ađ mćta í vinnuna međ ţau áform ađ vera ađeins betri lćknir, betri kennari, bćta mig í samskiptum, nálgast vandamál međ jákvćđara hugarfari.

Ekki veitir af ţví ţvi ađ ögranirnar eru margar sem steđja ađ okkur á Landspítalanum og hjá sjálfstćtt starfandi lćknum. Flestir sem fylgjast međ fréttum sjá ţetta. En ég er sannfćrđur um ađ ţađ sé vilji hjá ráđamönnum og samfélaginu ađ leysa ţessi vandamál á sem farsćlastan hátt. 

 

En ţetta er ekki blogg um heilbrigđispólitík, ţó ađ hún sé ađ mínu mati ákaflega áhugaverđ. Ţetta er matarblogg. 

 

LKL byrjun á árinu: Ótrúlega ljúffeng langelduđ svínarif međ hvítlauk og timjan og rauđkáls remoulade

 

Ţessa máltíđ gerđi ég fljótlega eftir áramót. Ţó ađ ţarna sé smávegis af brytjuđu epli og ögn af hlynsírópi ţá er ţađ í nógu litlu magni til ţess ađ ţessi máltíđ teljist vera lágkolvetna. 

 

Fyrir 6 manns 

 

3 kg svínarif

3 msk hvítlauksolía

nokkrar greinar af fersku timjan

2 heilir hvítlaukar 

2 msk hlynsíróp

 

1 lítill rauđkálshaus

4 msk majónes

1 epli

2 msk hlynsíróp

 

 

 

Fyrst var ađ koma svínarifjunum fyrir í eldfast mót. Pensla ţau međ hvítlauksolíu, salta og pipra.

 

 

Ég er alger hvítlauksfíkill - svo ađ ég notađi tvo heila hvítlauka.

 

 

Ţeir hitna og sjóđa og gefa frá sér dásamlega angan sem mun umlykja svínakjötiđ. Svo lagđi ég grein af fersku timjan á rifin - sem munu líka gefa svínakjötinu dásamlegt bragđ. 

 

Ţá setti ég álpappír yfir eldfasta mótiđ og bakađi í ofni í tvćr til ţrjár klukkustundir viđ 150-160 gráđur. 

 

 

Margir eiga rauđkálshaus afgangs inn í kćli og ţví er ţetta augljós leiđ til ađ nýta ţađ á farsćlan hátt. Enginn vill taka ţátt í matarsóun.

 

 

Ég held ađ ég sé ekki einn um ţađ ađ finnast ţverskorinn rauđkálshaus - ótrúlega falleg sjón! Listaverk frá náttúrunnar hendi. 

 

 

Rauđkáliđ var svo hakkađ í matvinnsluvél ásamt flysjuđu epli, bragđbćtt međ majónesi, hlynsírópi, salti og pipar.

 

 

Blandađ vel saman og sett í hreina skál. 

 

 

Ţegar svínarifin voru fullelduđ, voru ţau tekin út úr ofninum og fengu ađ hvíla í nokkrar mínútur.

 

 

Ţá blandađi ég saman hvítlauksolíu og smá hlynsírópi og penslađi rifin vandlega. 

 

 

Svo var bara ađ hita ofninn og grilla rifin viđ háan hita ţangađ til ađ ţau fóru ađ taka lit ...

 

 

... og augljóst ađ ţau myndu losna auđveldlega frá beinunum.

 

 

 

Međ matnum nutum viđ ţetta rauđvín sem vekur margar góđar minningar frá liđnum árum. Voriđ 2017 heimsóttum viđ Mario Piccini á vínekru hans í Toskana og kynntumst fjölskyldunni hans sem öll vinnur viđ víngerđ á einn eđa annan hátt. Ţetta er létt og óflókiđ rauđvín međ góđu jafnvćgi sem passađi fyrirtaksvel međ svínarifjunum. 

 

 

Ţađ er fátt betra en svínarif! 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband