Innblástur frá Tjöruhúsinu - Blálanga í tćlenskri piparsósu, međ ferskum agúrkum og kóríander

 

Ţessi réttur er innblásinn af heimsókn okkar á Tjöruhúsiđ á Ísafirđi. Mér tókst ađ nćla mér í nokkra daga frí í júlímánuđi og viđ fjölskyldan skelltum okkur í stutta ferđ um Vestfirđina, alltof stutta! Ţarna vćri gaman ađ vera lengur. Og ég verđ ađ játa ađ ţangađ hef ég einvörđungu komiđ einu sinni áđur, en ţađ var ţegar ég var lćknanemi á öđru ári og var bođinn í heimsókn í Menntaskólann á Ísafirđi til ađ halda erindi á vegna Ástráđs (sem er forvarnarverkefni um kynsjúkdóma og kynheilbrigđi - sem er enn viđ líđi). Ţá dvaldi ég einungis dagpart - en ég man eftir ţví ađ hafa alltaf ćtlađ ađ skunda ţangađ aftur. Og svo leiđ og beiđ og svo loks átján árum síđur tókst mér ađ snúa aftur. Hvílík náttúrufegurđ. 

 

Viđ komum til Ísafjarđar ađ kvöldlagi eftir drjúgan akstur inn og út firđina í Ísafjarđardjúpi. Fyrsta daginn skruppum viđ í gönguferđ um bćinn, fórum í sund á Bolungarvík og svo snćddum viđ kvöldverđ á Tjöruhúsinu.

 

 

Og ţetta var mögnuđ heimsókn. Húsnćđiđ er fallegt - rústrautt ađ utan međ svörtu ţaki. Mađur greiđir fyrir ađgang ađ hlađborđi - og ţađ virđist engan enda taka. Ég verđ ađ játa ađ ég fór í ţrígang til ađ fá ađ smakka sem mest. Og síđasta ferđin var eiginlega best - ţá sýndist mér ađ rúmlega tvítugur sonur eigandans vćri tekin viđ og töfrađi fram tvćr pönnur - eina sem ég er ađ reyna ađ líkja eftir í ţessari uppskrift og svo ađra ţar sem hann hafđi eldađ saltfisk í rommsírópssósu međ ristuđum valhnetum, hljómar örlítiđ klikkađ en var dásamlegt. 

 

Innblástur frá Tjöruhúsinu - Blálanga í tćlenskri piparsósu, međ ferskum agúrkum og kóríander

 

Fyrir 6 

 

1,2 kg blálanga

1 kúrbítur

3 vorlaukar

1 rauđlaukur

2 hvítlauksrif

3 msk piparsósa

2 msk teriyakisósa

1 msk soyasósa

hálf agúrka

1/2 fínt skorin papríka

50 g smjör

3 msk 

salt og smá pipar

 

 

Byrjađi á ţví ađ sneiđa rauđlaukinn, hvítlaukinn, kúrbítinn og vorlaukinn (sparađi endana til ađ skreyta međ í lokinn) í olíu og smjöri ţangađ til ađ ţetta varđ mjúkt og ilmandi. Saltađi og piprađi lítillega.

 

 

Skar svo blálönguna í bita.

 

 

Kom svo fisknum fyrir á pönnunni og saltađi og piprađi og steikti á báđum hliđum.

 

 

Ég hafđi keypt ţessa sósu í Víetnam market - en hún er ljómandi góđ. Vilji mađur hafa minni hita í réttinum mćtti prófa ađ nota Hoisin sósu í stađinn.

 

 

Blandađi piparsósunni, teriyaki og soyasósunni saman.

 

 

Hellti svo sósunni yfir fiskinn og eldađi hann í gegn í sósunni.

 

 

Ţví nćst skreytti ég pönnuna međ ferskum agúrkum, smátt skornum vorlauksendum og papríkum.

 

 

Međ matnum drukkum viđ ţetta ljúfa rósavín frá Masi, Rosa dei Masi. Mér ţykir vćnt um ţennan framleiđenda en ég heimsótti hann í maí í fyrra ţegar viđ vorum viđ tökur á ţćttinum, Lćknirinn á Ítalíu. Ţađ var ógleymanleg heimsókn. Víniđ er bragđgott og frekar bragđríkt fyrir rósavín en ţađ er framleitt međ appasimento ađferđinni, ţannig ađ hluti berjanna er ţurrkađur í nokkrar vikur áđur en ţau eru kreist - en sú ađferđ ţéttir bragđiđ af víninu.

 

Boriđ fram međ sođnum Basmati grjónum.

Ég hvet ykkur til ađ prófa, ţetta var einstaklega ljúffengt! 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband