Fjórréttuđ og fljótleg fiskiveisla fyrir vini frá Englandi - bláskel, silungur, humar og skötuselur og ljúffengir vínsopar

Vinir okkar, Sara og Davíđ, voru á landinu nú í vikunni en ţau hafa veriđ búsett í Englandi í nćstum tíu ár - tilgangur ţessarar Íslandsferđar var fyrst og fremst ađ ferma elsta barn ţeirra - Alvar - í Seltjarnarneskirkju í dag.  Söru kynntist ég í Menntaskólanum viđ Hamrahlíđ ţannig ađ viđ höfum ţekkst í meira en 20 ár. Sara er í námi í jákvćđri sálfrćđi sem ég held ađ sé nám sem passi hennar persónuleika ákaflega vel. Mađurinn hennar, Davíđ, rekur fyrirtćkiđ Handpoint en er líka nýbyrjađur í námi - í taugavísindum. Eitthvađ sem ég held ađ falli afar vel ađ hans persónu. 

 

Viđ rćđum allt milli himins og jarđar ţegar en viđ hittumst - en eigum sameiginlegt áhugamál, sem er ađ njóta lífsins yfir mat og drykk. Ţar sem veislan var á föstudegi - var ekki mikill tími til undirbúnings - og matarbođinu einnig búin heldur ţröngur stakkur ţar sem Sara var líka á leiđ í ţrítugsafmćli systur sinnar. Svona er ţetta oft í Íslandsheimsóknum - mađur er upptekinn frá morgni til kvölds - viđ ađ hitta allt fólkiđ í sem er manni kćrt. 

 

Og ţar sem ţau búa í Englandi - ţar sem erfiđara er ađ fá ferskt sjávarfang - lá beinast viđ ađ útbúa nokkra rétti sem lyfta íslensku fiskmeti ađeins hćrra. Viđ Íslendingar eru ákaflega heppnir hversu auđvelt ţađ er - og tökum ţví sem sjálfsögđum hlut ađ kaupa spriklandi ferskan fisk. Ég heimsótti ađ sjálfsögđu vini mína í Fiskbúđinni á Sundlaugaveginum ţar sem Arnar og Sigfús sáu mér fyrir ljúffengu hráefni í veislu kvöldsins. 

 

Og allir réttirnir voru einstaklega fljótlegir. 

 

Fjórréttuđ og fljótleg fiskiveisla fyrir vini frá Englandi - bláskel, silungur, humar og skötuselur og ljúffengir vínsopar

 

Viđ gerđum eftirfarandi; 

 

Bláskel í kókóssósu

Reyktan og sítrónumarinerađan silung međ chili og bláberjum

Grillađan humar međ chili- og mangóraitu

Parmavafinn skötusel međ sćtkartöflumús og grćnbaunapúré

 

Viđ byrjuđum á bláskelinni sem var splunkuný - hafđi veriđ pakkađ deginum áđur. 

 

 

Steikti einn rauđlauk, 2 hvítlauka og 5 cm af engifer í jómfrúarolíu. Skellti svo einum poka af skolađri bláskel saman viđ, smá skvettu af víni, svo eina dós af kókósmjólk. Sauđ upp. Bragđbćtti svo međ steinselju, chili og salti og pipar. 

 

 

Skreytti međ fersku kóríander og bar fram međ baguettu til ađ ná upp sósunni. 

 

 

Viđ nutum Piccini Prosecco međ skelinni. Ég hef veriđ svo heppinn ađ fá ađ heimsćkja Piccini á vínekru ţeirra í Toskana. Hćgt er ađ sjá allt um ţá heimsókn í Sjónvarpi Símans Premium. 

 

 

Réttur númer tvö er einstaklega fljótlegur. Ég skar um 150 g af ferskum silungi niđur í ţunnar sneiđar og kreisti safa úr hálfri sítrónu yfir. Skar svo niđur birkireyktan silung sem Gunni frćndi gaf mér. Rađađi ţessu ofan á beđ af klettasalati vćtt upp úr góđri jómfrúarolíu. Skreytti međ rauđum chili, bláberjum og smátt skorinni steinselju. 

 

 

Međ ţessum rétti drukkum viđ Matua Savignion Blanc 2014 frá Nýja Sjálandi. Ţetta er brakandi ferskt hvítvín sem passađi sérlega vel međ silungnum. Ţetta vín er fullt af ţéttum ávexti, örlitlu af kryddi og léttri sýru, ţurrt og ljómandi á tungu.

 

 

Auđitađ var svo smá tími til ađ pósa fyrir myndir.

 

 

Réttur númer ţrjú í röđinni var líka einkar fljótlegur. Snćdís ţrćddi skelflettan humar upp á spjót sem hafđi fengiđ ađ liggja í nokkrar mínútur í olíu, salti og pipar áđur en hann var lagđur á blússandi heitt grilliđ. Fékk rétt ađ kyssa logana.

 

 

Ţá var humarinn lagđur á beđ af frissé salati, íslensku piccolotómötum, mislitum smápapríkum, smátt skornu mangó bragđbćttu međ jómfrúarolíu, sítrónusafa og salti og pipar. Ofan á var svo tyllt matskeiđ af chili-mangó sósu.

 

Hún var gerđ ţannig ađ 1/2 dl af majónesi, 1/2 dl af sýrđum rjóma var hrćrt saman og viđ ţađ blandađ 1/2 smátt skornu mangó, heilu kjarnhreinsuđu chili, salti og pipar og teskeiđ af hlynsírópi.

 

 

Ég skellti sćtum kartöflum inn í ofn viđ 180 gráđur í tvćr klukkustundir. Skar svo ofan af ţeim og setti í pott. Ţeytti síđan 50 gr af smjöri og 50 gr af rjómaosti saman viđ. Saltađi og piprađi.

 

Svo sauđ ég 200 g af frosnum grćnum baunum í söltuđu vatni. Ţćr voru svo maukađar međ töfrasprota ásamt 30 gr af smjöri og rjómaosti, handfylli af ferskri steinselju. Saltađ og piprađ.

 

 

Ég vafđi ţvínćst 600 g af skötusel (hafđi hreinsađ himnuna af) međ tveimur bréfum af parmaskinku. 

 

 

Skötuselurinn var svo brúnađur upp úr smjöri og svo bakađur í ofni ţar til hann náđi 48 gráđu kjarnhita.

 

 

Ég ćtla ađ fullyrđa ađ hann hafi heppnast fullkomlega. 

 

 

Skötuselnum var svo tyllt ofan á beđ af sćtkartöflumauki. Mér var ađeins strítt af ţví ađ bera fram tvennskonar maukađ međlćti. Svona er ţađ ţegar mađur er ađ flýta sér - mađur hugsar ekki máliđ í gegn. En bragđgott var ţađ. 

 

 

Međ skötuselnum brugđum viđ á ţađ ráđ ađ bera fram Beringer Founder's Estate Cabernet Sauvignion. Einstaklega vel til fundiđ. Oftast hefđi ég nú boriđ fram hvítvín međ fiski - en stundum sannar undantekningin regluna. Ţetta passađi eins og flís viđ rass. Kraftmikiđ og berjaríkt vín til ađ hafa međ kraftmiklum skötusel umvöfđum parmaskinku. 

 

Hvet ykkur til ađ prófa ţessar uppskriftir. Einfaldar, fljótlegar - en fyrst og fremst stórkostlega ljúffengar. 

 

Verđi ykkur ađ góđu! 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband