Dásamleg jólaglögg - Jólin jólin allstađar - međ piparkökum međ blámygluosti og döđlum

Jólin eru á nćstu grösum. Ég held ađ ég hafi aldrei hlakkađ til jólanna eins og núna í ár. Ţó ađ ég elski veislumat eins og borinn er á borđ um jólin meira en kannski margir ađrir, ţá hef ég aldrei talist til jólabarna - svona eins og margir eru. En eitthvađ hefur breyst innra međ mér. Ćtli ţađ hafi ekki veriđ vegna ţátttöku minnar í jólaţćtti Sjónvarps Símans nú í ár - Ilmurinn í Eldhúsinu en ţar var ég ađ vinna međ einvala fagmönnum og ţađ var stórskemmtilegt ađ vinna međ Guđna Páli leikstjóra sem vel kann ađ taka upp matreiđsluţćtti (hann hefur langa reynslu úr Blómlegu búi) og bróđur hans á hljóđinu. Ţá var Bjarni Felix á myndavélinni - en hann er matgćđingur fram í fingurgóma og kann ađ taka upp myndir af mat!

 

Í ţessum ţáttum deila kunnir kokkar jólahefđum sínum, Hrefna Sćtran, Jói Fel, Berglind Guđmundsdóttir og svo ég. Ţađ er ákaflega gaman ađ vera stillt upp međ svona einvala liđi fólks. Hver veit nema ţađ verđi meira í framtíđinni.

 

 

 

Viđ Ólöf hjá Krydd og Tehúsinu vorum saman í Fjarđarkaupum í gćr ađ kynna kryddin okkar sem viđ höfum veriđ ađ blanda saman síđan í vor ásamt manninum hennar, Omry. Ţađ var gaman ađ gefa fólki ađ smakka og sjá brosin lćđast á andlit fólks af ánćgju. Fólk var sérstaklega ánćgt međ ađ smakka Jólaglöggsblönduna okkar - Jólin jólin allsstađar, himnesk jólaglöggsblanda, en hún er algert dúndur.

 

Ţessi blanda fćst í Fjarđarkaupum og auđvitađ í Krydd og Tehúsinu í Ţverholti 7. Fyrir ykkur sem eruđ utan af landi, ţá er hćgt ađ panta hana á netinu!

 

Dásamleg jólaglögg - Jólin jólin allstađar -  međ piparkökum međ blámygluosti og döđlum

 

1 flaska rauđvín

2 msk jólaglöggsblanda

3-5 msk sykur/síróp/hunang (eftir smekk og víntegund)

 

piparkökur (helst heimagerđar)

dýrlingur - jóla - hvít- og blámygluostur

döđlur

 

 

 

Setjiđ víniđ í pott ásamt kryddblöndunni og hitiđ ađ suđu.

 

 

 

Ţađ er um ađ gera ađ nota vín sem manni finnst gott ađ drekka - en í jólaglögg ţarf ekki ađ nota dýr vín - ţar sem ţađ mun ţróast međ blöndunni og sykrinum sem ţiđ notiđ til ađ sćta glöggina.

 

Geriđ piparkökur, sjá hérna, og látiđ kólna.

 

 

Ţessi hugmynd um ađ setja ost á piparkökur kynntist ég í Svíţjóđ. Ţar er vinsćlt ađ setja Saint Agur blámygluost. Hljómar furđulega en er ljúffengt. Ég prófađ i ađ kaupa Dýrling sem er bćđi blá- og hvítmygluostur. Skeriđ ostinn í bita og rađiđ á piparkökurnar.

 

 

Döđlurnar maukađi niđur bara međ skeiđ og rađađi svo ofan á ostinn.

 

 

Jólin, jólin allsstađar - himnesk jólaglöggsblanda. Ţađ eru ađ koma ađ jól!

 

Verđi ykkur ađ góđu.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband