Grillađir humarhalar međ bestu hvítlaukssósu allra tíma og piparosta-ostabrauđi

Í ţessari fćrslu er eiginlega sósan sem leikur ađalhlutverkiđ. Og ţađ er vegna ţess ađ ég held bara ađ mér hafi tekist ađ gera bestu hvítlaukssósu sem ég hef bragđađ. Og ţađ er ekki eins og humarinn og piparosta-hvítlauksbrauđiđ hafi ekki veriđ ljúffengt - sósan var barasta algerlega dásamlega ljúffeng!

 

Og ţađ tókst međ ţví ađ ofnbaka hvítlaukinn í álpappír. Ţannig umbreytist hann alveg - og ţađ heita og sterka bragđ sem oft einkennir hvítlauk mildast og en í stađinn koma sćtir tónarnir og ljúfu jafnvćgi náđ.

 

Grillađir humarhalar međ bestu hvítlaukssósu allra tíma og piparosta-ostabrauđi

 

 

Hráefnalisti

 

Fyrir fjóra

 

Fyrir sósuna

 

1 hvítlaukur

2 msk jómfrúarolía

salt og pipar

1 dós sýrđur rjómi

2 msk grísk jógúrt

2 msk mćjónes

1 tsk hlynsíróp

3 msk graslaukur

salt og pipar

 

Fyrir humarinn 

 

Humar

hvítlauksolía

salt og pipar

 

Fyrir piparostsosta hvítlauksbrauđ

 

1 baguetta

hvítlauksolía

1 piparostur

rifinn ostur eftir smekk

salt og pipar

 

Byrjum á byrjuninni; Hvítlaukssósan guđdómlega. 

 

 

Byrjiđ á ţví ađ setja heilan hvítlauk á álpappír og hella olíunni yfir og saltiđ. Innsigliđ og bakiđ í 180 gráđu heitum ofni í 50 mínútur. 

 

 

Leyfiđ lauknum ađ kólna ađeins áđur en ţiđ fariđ ađ međhöndla hann ţar sem hann er ákaflega heitur. 

 

 

Á međan hvítlaukurinn er ađ kólna setjiđ ţiđ heila dós af sýrđum rjóma í skál.

 

 

Hrćriđ sýrđa rjómann saman viđ tvćr matskeiđar af grískri jógúrt og svo sama magni af mćjónesi og hrćriđ vel saman.

 

 

Hakkiđ graslaukinn ... 

 

 

... og blandiđ honum saman ásamt öllum hvítlauknum - sem auđvelt er ađ kreista úr hýđi sínu.

 

 

 

 

Klippiđ humarinn upp eftir bakinu og hreinsiđ görnina frá og leggiđ humarhalann ofan á skelina.

 

 

 

Pensliđ humarinn ríkulega međ hvítlauksolíu, salti og pipar. Grilliđ í fimm til sex mínútur á blússheitu grilli eđa inni í ofni.

 

 

 

Skeriđ baguettuna í tvennt, pensliđ međ hvítlauksolíu, sneiđiđ piparostinn ţunnt og leggiđ á brauđiđ. Setjiđ ţví nćst rifinn ost ofan á og grilliđ í ofninum í nokkrar mínútur ţangađ til ađ osturinn er bráđinn.

 

 

Svo er bara ađ leggja ţessa dásemd á disk og njóta - grillađur humar, dásamlegt piparosta-ostabrauđ og nóg af ţessari dásamlegu hvítlaukssósu.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband