Rotisserie kjúklingur á grillinu heimsóttur aftur - međ besta grillnuddinu á markađnum!

 

Ţađ er ósjaldan ađ ég elda kjúkling á sunnudagskvöldum. Og ég held ađ ég hafi prófađ ađ elda kjúkling á vel flesta vegu og ég er nokkuđ sannfćrđur um ađ ég hafi ratađ á bestu ađferđina. Fjölskyldumeđlimir og ţá sérstaklega eiginkona mín, Snćdís, er einstaklega hrifin af ţessari ađferđ sem ég komst upp á lag međ fyrir nokkrum árum síđan og hef haldiđ mig viđ. 

 

Ég kynntist ţessari eldunarađferđ ţegar ég var á ferđalagi á Spáni fyrir einum 15 árum. Ţá keyrđi mađur víđa framhjá stöđum sem auglýstu Pollos Asados. Ég skrifađi um ţetta fyrst 2011 og hafđi ţá ţetta ađ segja; 

 

Ég man ţegar ég smakkađi ţetta í fyrsta skipti. Hvílíkt og annađ eins hvađ kjúklingurinn var safaríkur og húđin stökk og knassandi góđ - nánast eins og mjúkt kex og kjötiđ lungamjúkt. Ég stoppađi viđ á veitingastađnum í smástund og fylgdist međ ţeim elda, sá hvernig ţeir söfnuđu fitunni/vökvanum sem rann af kjúklingum í rennu og reglubundiđ pensluđu fuglinn međ vökvanum. Djísus ... hvađ mér fannst ţetta gott... já, og finnst ennţá!

 

Og núna finnst mér enn skemmtilegra ađ elda ţennan rétt ţegar ég krydda hann međ eigin kryddblöndu sem nú fćst í öllum betri verslunum (í Melabúđinni, Hagkaupum og auđvitađ í Krydd og Tehúsinu). Ţeir sem búa úti á landi geta pantađ kryddblöndurnar mínar á netinu og fengiđ ţađ sent í pósti - kíkiđ á heimasíđuna hjá Krydd og Tehúsinu og hendiđ í eina pöntun. 

 

Og ţessi kvöldverđur var sérstaklega skemmtilegur. Prófessorinn minn í Lundi, Anders Bengtsson, var í heimsókn á Íslandi ásamt dóttur sinni, Sögu, og viđ buđum ţeim í heimsókn. Ég sá ekki betur en ađ ţau hafi veriđ himinlifandi međ máltíđina. 

 

Rotisserie kjúklingur á grillinu heimsóttur aftur - međ besta grillnuddinu á markađnum! 

 

Fyrir 6-8

 

3 kjúklingar

6 msk jómfrúarolía

3 msk klassískt grillnudd (frá Krydd og Tehúsinu í samstarfi viđ Lćkninn í Eldhúsinu) 

salt og pipar

 

1/2 hvítkálshaus

2 stórar gulrćtur

2 grćn epli

1 dl appelsínusafi 

4 msk majónes

safi úr heilli sítrónu

2 msk hlynsíróp (má sleppa) 

salt og pipar 

 

250 g sveppir

1 gulur laukur

3 hvítlauksrif

50 g smjör

2 lárviđarlauf

5 greinar ferskt timjan

150 ml hvítvín

500 ml kjúklingasođ

250 ml rjómi

 

 

Byrjiđ á ţví ađ skola kjúklinginn vel og vandlega upp úr köldu vatni. 

 

 

Ţrćđiđ kjúklinginn upp á spjót og skorđiđ hann vandlega á teininum. 

 

 

Nuddiđ kjúklingum upp úr jómfrúarolíunni, svo klassíska grillnuddinu og saltiđ svo pipriđ ríkulega. 

 

 

 

Hitiđ grilliđ ţannig ađ ţađ sé á blússi. Fjarlćgiđ grindurnar og setjiđ ofnskúffu ofan á brennarana og helliđ vatni eđa sođi í skúffuna.

 

 

Komiđ kjúklingum fyrir og eldiđ ţangađ til ađ kjarnhiti er kominn í 72 gráđur.

 

 

Á međan kjúklingurinn er ađ grillast ţá er gott ađ byrja á sósunni. Ţessi uppskrift er gullsins virđi - sjá hérna

 

 

Flysjiđ grćnmetiđ og rífiđ í matvinnsluvél. Blandiđ saman í skál. Hrćriđ saman majónesi, appelsínusafa, sítrónusafa, hlynsírópi og saltiđ og pipriđ.

 

 

Međ matnum drukkum viđ ljúffengt vín frá Spáni; Ramon Bilboa Gran Reserva frá 2010. Ţetta er spánskt vín sem er gert ađ mestu úr Tempranillo ţrúgum eins og flest Roija vín nema í ţetta vín er blandađ smávegis af Graciano og Mazuela ţrúgum. Ţađ er fallega rautt á litinn, á nefi međ ţroskađan ávöxt - vínber og kirsuber. Sama á tungu nema kryddađ međ djúpu eftirbragđi.

 

 

Ţetta reyndist sannkölluđ veislumáltíđ. 

 

Prófessorinn, dóttirinn, lćrlingurinn og fjölskylda hans voru alltént mjög hrifin. 

 

Bon appetit! 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband