Einn besti saltfiskréttur allra tíma međ ólívum, kapers, sólţurrkuđum tómötum og skorđalía kartöflumús

hvítlaukursólţurrk 

Ţennan rétt, sem á rćtur ađ rekja til Miđjarđarhafsins, fékk ég í fyrsta sinn hjá nágrönnum mínum - Jóni Ţorkeli og Álfhildi. Ţau báru fram ţennan dýrindisrétt gerđan úr íslenskum saltfiski og hann varđ hreinasta lostćti! Kartöflumúsina fengum viđ ţó ekki hjá nágrönnum okkar heldur bćttum viđ ţví ţegar viđ reyndum ađ líkja eftir réttinum ţeirra.

Kartöflumúsin, skorđalía, er ţó engan veginn mín hugmynd - ţví fer fjarri. Ţetta er ţekkt grísk uppskrift sem byggir á ţví ađ stappa heilmikiđ af hvítlauk saman viđ t.d. kartöflur, hnetur eđa bleytt brauđ. Ţađ eru til margar uppskriftir af ţessari "sósu" en rauđi ţráđurinn er auđvitađ hvítlaukurinn og svo góđ jómfrúarolía (sem er nánast kenniteikn grískrar matargerđar) og einhverslags sýra eins og edik eđa sítrónusafi. Eins og gefur ađ skilja ţá býđur ţetta upp á talsverđa fjölbreyttni. 

Ég smakkađi skorđalía fyrst ţegar ég var strákur og ţá vorum viđ í matarbođi hjá vinafólki foreldra minna. Einn af gestunum hafđi búiđ í Grikklandi og tekiđ međ sér ţessa uppskrift heim á Fróniđ. Öllum ţótti mjög áhugavert ađ nota svona mikiđ af hvítlauk í kartöflumús! Hún var megn - en megn af hvítlauk - og mér fannst hún ótrúlega bragđgóđ. En ég held ađ ást mín á hvítlauk hafi hafist ţarna fyrir alvöru. Svo jókst hún bara viđ ađ alast upp á heimili mínu - móđir mín er forfallinn hvítlauksfíkill og svo virđist sem ţessi fíkn erfist sem ríkjandi gen! 

saltfiskur 

Einn besti saltfiskréttur allra tíma međ ólívum, kapers sólţurrkuđum tómötum og skorđalía kartöflumús

Fiskurinn var fenginn frá Íslandi. Viđ vorum svo heppin ađ Álfhildur kom fćrandi hendi og gaf okkur rúmlega kíló af saltfiski. Svona nágranna ţyrftu allir ađ eiga!

Ég byrjađi á ţví ađ skola fiskinn upp úr köldu vatni. Ţurrkađi síđan. Ţá var hann skorinn í bita, piprađur og velt upp úr hveiti.  

 hvítlaukur

Ég setti hvítlaukinn í matvinnsluvél og hakkađi fínt og blandađi saman viđ nokkrum matskeiđum af góđri jómfrúarolíu. Hvítlaukurinn var síđan notađur í kartöflurnar. 

kartöflur 

Hellti hvítlauksolíunni saman viđ kartöflurnar, ćtli ég hafi ekki veriđ međ 12-15 hvítlauksrif (hljómar mikiđ - er mikiđ - en er dásamlega gott!). Stappađi saman ásamt 2 msk af jómfrúarolíu, 1 msk af smjöri, salti og pipar. Setti einnig smá klípu af léttum rjómaosti og síđast, en ekki síst, safa úr hálfri sítrónu.

 fiskursteiktur

Nćst var ađ steikja fiskinn. Ég gerđi ţađ síđast ţar sem fiskurinn eldast afar hratt. Fyrst er ađ setja um ţađ bil 1 sentimetra af olíu á pönnuna. Ţegar olían er orđin heit (ca. 180 gráđur), ţá leggur mađur fiskinn varlega í olíuna. Var međ fiskinn 2 mínútur á hvorri hliđ. Ţegar ég var búinn ađ snúa saltfiskinum bćtti ég kalamataolífum, sólţurrkuđum tómötum og kapers saman viđ og steikti međ. 

 saltfiskurádisk

Tók fiskinn síđan upp úr olíunni međ gataskeiđ, ţannig ađ olían rann ađ mestu af fisknum. Rađađi á disk og stráđi steinselju yfir. 

 Trivento Golden Reserve

Međ matnum drukkum viđ ţetta ljómandi góđa hvítvín frá Uco dalnum í Argentínu, Trivento Golden Reserve Chardonnay frá ţví 2010. Ţetta er góđur sopi. Ilmar af fersknum ávexti og hefur léttan vanillukeim. Ţurrt vín en hefur talsvert kröftugt ávaxtabragđ og er ađeins eikađ í lokin. 

 saltfiskurbonappetit

 Ţađ verđur engin svikinn af ţessari máltíđ. Ţví get ég lofađ!

Bon appetit!

P.s. Fyrir áhugasama um bloggiđ mitt bendi ég á síđuna mína á Facebook - The Doctor in the Kitchen! 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Girnilegt, hlakka til ađ prófa og ţá ekki síst skorđalíu, sem er nýyrđi í mín eyru :-|

Ţessi hefur hingađ til veriđ minn uppáhaldssaltfiskur http://www.mbl.is/greinasafn/grein/529081/

spurning hvađ verđur.

Takk fyrir endalausan innblástur.

Anna María

Anna María (IP-tala skráđ) 4.6.2012 kl. 09:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband